2. Mósebók 8. kafli

Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.

Continue reading 2. Mósebók 8. kafli

Hebreabréfið 7. kafli

Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli

Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar

Fyrir hið margumtalaða hrun hafði þjóðkirkjan þanist út líkt og margt annað á landinu. Auðveldast er að benda á skuldastöðu og framkvæmdagleði því til stuðnings, en einnig væri hægt að benda á að fjöldi kirkna réð til starfa starfsfólk í fastar stöður (oft fagfólk) á sviði æskulýðsmála og safnaðarstarfs (framkvæmdastjóra). Continue reading Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar

The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship

In my theology studies, one of the strangest things I did was a dictionary study for worship. I came across the list (at least part of it) yesterday and decided to put it out here. Continue reading The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship

Grace

I have been contemplating a lot on grace in the last few days, and especially in the context of universal salvation. A part of my thought has been around Bonhoeffer’s notion of cheap grace.

Cheap grace is the preaching of forgiveness without requiring repentance, baptism without church discipline. Communion without confession. Cheap grace is grace without discipleship, grace without the cross, grace without Jesus Christ. Continue reading Grace

Jeremía 18. kafli

Þjóð mín hefur gleymt mér,
hún fórnar reykelsi fánýtum goðum
sem hafa leitt hana í hrösun
á gömlu götunum
inn á óruddar slóðir.
Þeir gera land sitt að skelfilegum stað
sem sífellt er hæðst að,
hver sem fer þar um
fyllist hryllingi og hristir höfuðið.

Jeremía varar við því sem framundan er. Kaflinn hefst á líkingunni um leirkerasmiðinn, sem byrjar upp á nýtt þegar leirkerið sem unnið er með skemmist. Orðum Jeremía er ekki mætt af skilningi, Jeremía upplifir hatrið í sinn garð, reiðina vegna spádómsorðanna. Þegar Jeremía hrópar til Guðs:

Má gjalda gott með illu?

Þá er augljóst að Jeremía telur sig vera að gera rétt, gera það sem gott er, þegar hann flytur orð Guðs. Jeremía vonast eftir iðrun og yfirbót þeirra sem heyra orðin, en þess í stað ákveða áheyrendur spádómanna að drepa sendiboðann. Jeremía reiðist og kallar eftir hefnd Guðs.

Social Media and Teenagers

The content of this post appeared in Icelandic undir the title “Facebook notkun unglinga” in March 2012 and focused solely on Facebook. It is now rewritten in (a broken) English with broader focus, looking at social media sites in general.

The Ministry of Education, Science and Culture through “Æskulýðssjóður” has given YMCA/YWCA in Iceland a small grant to create curriculum for youth directors, parents and children about Social Media use. The original post in Iceland is being used as an introduction to that curriculum. Continue reading Social Media and Teenagers

Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?

Handrit að kennslu á fræðslusamveru KFUM og KFUK í janúar 2012.

Það er gaman að sjá ykkur hér á fræðslusamveru KFUM og KFUK. Samverurnar eru styrktar af Æskulýðssjóði og markmiðið er að því að fræða ungt fólk og sér í lagi leiðtoga í starfi KFUM og KFUK um lykilhugmyndir kristinnar kirkju. Continue reading Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?

Meira en trúfélag…

Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.

Continue reading Meira en trúfélag…

Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Fyrir mörgum árum fór ég í hjónavígsluathöfn hjá vinafólki þar sem Tómas Sveinsson annaðist athöfnina. Í ræðu sinni til parsins talaði hann um hjónavígsluathöfnina í tengslum við umbreytingarfrásögnina á fjallinu. Í athöfninni stæðu þau á fjallstindinum og allt væri frábært. Hins vegar stæði okkur ekki til boða að vera þar alltaf, það væri ekki valmöguleiki að setja upp tjaldbúð í blissinu. Við þyrftum að stíga niður af fjallinu og takast á við hið daglega. Continue reading Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Biskupsframtíð og tvíþætt köllun

Fyrir þremur árum sat ég með tveimur ungum guðfræðingum í Bandaríkjunum og við ræddum vítt og breytt um framtíðina í kirkjunni. Þegar talið barst að prestsembættinu nefndi annar þeirra hugtak sem ég hafði aldrei heyrt áður, talaði um “bivocational” presta og sagði framtíðina verða afturhvarf til fortíðar. Presta í ELCA (Evangelical Lutheran Church in America) biði það hlutskipti á næstu 30-40 árum að þurfa á ný að verða bivocational, hafa tvíþætta köllun. Fjárhagslegar forsendur yrðu einfaldlega ekki til staðar til að söfnuðir gætu greitt boðleg laun fyrir presta og þeir þyrftu því að sinna prestsskyldum sínum meðfram öðrum störfum. Continue reading Biskupsframtíð og tvíþætt köllun

Jeremía 7. kafli

Zion guðfræði musterisins, um fyrirheitnu þjóðina sem hefur byggt sér hús þar sem Guð býr, musterið í Jerúsalem, þar sem Guð býr sama hvað. Hugmynd sem við sjáum t.d. í áætlunum Davíðs og væntingum um ævarandi konungsdóm í Annarri Samúelsbók 7. kafla og bregður víða fyrir hjá fyrsta Jesaja, fær harkalega útreið hér hjá Jeremía.

Treystið ekki lygaræðum þegar sagt er: “Þetta er musteri Drottins, musteri Drottins, musteri Drottins.”

Trúarskilningur Jeremía byggir ekki á húsinu glæsilega í Jerúsalem, heldur á afstöðunni til Torah, til lögmálsins. Guð býr þar sem aðkomumenn búa við frelsi, munaðarleysingjar og ekkjur hafa réttindi, þar sem saklausu blóði er ekki úthellt. Guð er þar sem sanngirni ríkir, á slíkum stað finnur Guð sér bústað.

Það að byggja hallir og skrauthýsi þar sem gengið er fram fyrir Guð, eftir að hafa svikið og prettað náungann er ekki þóknanlegt fyrir Guði. Slíkt hús er ræningjabæli. Fórnarþjónustan í musterinu er hluti af þessum blekkingarleik að mati Jeremía. Guð kallar ekki eftir fórnargjöfum heldur hlýðni við lögmálið segir spámaðurinn.

Lögmálið sem Jeremía vísar til og við sjáum í skrifum Amosar, er ekki lögmál sem festist í að fylgja í blindni, heldur lögmál sem krefst réttar fyrir hin veika, smáa og jaðarsetta. Lögmálið knýr á um rétt fyrir ekkjur og munaðarlausa, fátæka og útlendinga, það snýst ekki um hárgreiðslu, föt eða fórnaraðferðir, alls ekki.

Jeremía 5. kafli

“Engin ógæfa mun koma yfir oss, … Spámennirnir eru loftið tómt, orðið er ekki í munni þeirra, það kemur þeim í koll.”

Skeytingar- og andvaraleysið leiðir til glötunar. Þegar viðvörunarraddirnar eru hunsaðar og spámennirnir niðurlægðir, þá er endirinn nærri. Þá styttist í að samfélagið leysist upp. Þá taka völdin þeir sem svíkja og hunsa munaðarleysingjana, fátæklingana og ekkjurnar í leit að skjótum gróða. Í landi skeytingarleysisins og sjálfhverfunnar, kenna prestarnir að eigin geðþótta það sem fellur í kramið hjá þjóðinni. Sannleikurinn verður afstæður og notaður í þágu hins sterka.

Biskupsstofnun

Hér held ég áfram með stutta þanka mína um biskup og biskupsembættið.

Í yfirlitinu hér fyrr á iSpeculate má sjá vísbendingar um að í tíð síðustu biskupa hafi orðið þróun í átt til aukinnar miðstýringar, þar sem “völd” biskups hafa aukist og staða Biskupsstofu hefur styrkst. Þessi þróun er að sjálfsögðu ekki óumdeild, en í raun má segja að með Þjóðkirkjulögunum 1997 hafi Biskupsstofa orðið að Biskupsstofnun, þar sem sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á utanumhald og eftirlit, en þjónustuhlutverkið gagnvart söfnuðunum á sviði safnaðarstarfs hafi ekki þróast á sama hátt.  Continue reading Biskupsstofnun