Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Hér á iSpeculate hyggst ég velta fyrir mér biskupsmálum á næstu vikum. Ekki vegna þess að það skipti neinu máli, heldur vegna þess að það er hollt að hugsa upphátt. Fyrsta færslan horfir afturábak (rétt er að taka fram að það eru 15 ár síðan ég stúderaði íslenska kirkjusögu í kjölfar iðnbyltingar). Continue reading Fortíðarbiskuparnir, og svo…

INTJ

Í náminu mínu í BNA var unnið þónokkuð með persónuleikatýpukenningar. Áhersla var lögð á að slíkar kenningar eru ekki óbrigðular eða endanlegar, heldur geta þeir verið hjálplegar til sjálfskoðunar og ígrundunar. Þegar ég hóf námið var Myers-Briggs málið og allir samnemendur mínir voru flokkaðir í eina af sextán persónuleikatýpum. Continue reading INTJ

Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Bréf Páls

Lestur Biblíunnar kallar á margskonar vangaveltur eins og ég hef nefnt áður hér á vefnum. Að mörgu leiti eru bréf Páls einföldustu og aðgengilegustu textarnir í ritsafninu. Hér er um að ræða sendibréf frá einstaklingi til einstaklinga eða hópa. Í mörgum tilfellum kemur nafn sendanda og nafn viðtakenda fyrir í bréfinu. Í bréfunum er jafnframt í einhverjum tilfellum tiltekin ástæðan fyrir skrifum viðkomandi bréfs. Tímasetning flestra skrifanna liggur einnig fyrir +/- 10 ár.
Continue reading Bréf Páls

Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

Ég sá athugasemd á Facebook áðan sem endurspeglaði gífurlegan guðfræðilegan misskilning á stöðu og hlutverki vígðra þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi. Um leið áttaði ég mig á að misskilningurinn sem kom fram í athugasemdinni byggðist fyrst og fremst á því hvernig hlutverk vígðra þjóna birtist í samfélaginu, en ekki á guðfræðilegum forsendum og hugmyndafræðilegu hlutverki. Continue reading Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

1. Mósebók 17. kafli

Enn á ný erum við að fást við háaldrað fólk, þó að í þessu tilfelli sé Abram innan 120 ára markanna sem Guð var sagður hafa sett fyrr í bókinni. Enn á ný gerir Guð sáttmála við Abram, en nú felur sáttmálinn í sér nafnbreytingu Abram verður Abraham. Guð heitir Abraham öllu Kanaanslandi í þriðja sinn (ef ég hef talið rétt) og Guð lýsir því yfir að Guð vilji verða Guð allra afkomenda Ísrael. Hér erum við að fást við frásögu E eða P heimildarinnar, meðan fyrri sáttmálar/vilyrði Guðs voru gerð af Jahve og því væntanlega upprunir úr söguarfi J-heimildarinnar. Continue reading 1. Mósebók 17. kafli

Jóhannesarguðspjall 7. kafli

Áfram bendir höfundur Jóhannesarguðspjalls á hræsni trúarleiðtoganna. Jesús gagnrýnir opinberlega tvöfeldnina í túlkun lögmálsins og alþýðan lætur sér vel líka. Þekking og skilningur Jesús á lögmálinu er áberandi í lýsingu guðspjallsins og við lesum m.a. hvernig Jesús burtskýrir þörfina fyrir umskurn drengja. Continue reading Jóhannesarguðspjall 7. kafli

Bishop reflects on “the Draft”

In 1962, when Willie Rotter was about to graduate from seminary, President Fendt handed him an envelope. “What’s this?” he asked? “Your first call,” replied Fendt. That’s how it was done. You went where they told you. End of conversation.

It has been interesting to see the candidacy process in ELCA during the time I have stayed in the US. Bishop Mike Rinehart in the Gulf Coast Synods writes an interesting blog about “the Draft” in Chicago. The blog is here: From the Seminary to the Parish | Connections.

via Stephen Zeller’s Facebook Wall.

Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Nikódemus skyldi að það var eitthvað að. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera í musterinu, staðnum sem margir trúðu að væri heimili Guðs. Hann hafði líklega heyrt af aðgerðum Jesús, þar sem hann réðst að sölumennskunni og sjálfhverfu trúarlegra yfirvalda. Kannski hafði hann séð Gallup-könnun sem sýndi 33% traust í garð trúarlegra stjórnvalda, kannski hafði hann séð til kynferðisglæpamanna sem notuðu trúfélög til að fela illverkin sín. Kannski hafði hann setið ótal námskeið og ráðstefnur um SVÓT-greiningar og hvernig hægt er að nota bókhaldstæknilegar aðferðir til að marka framtíðarsýn. Kannski hafði hann meira að segja velt fyrir sér samfélagsmiðlun. Continue reading Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Júdasarbréf

Þegar ég les Júdasarbréf rifjast upp fyrir mér þegar ég tók kúrs í “Organizational Behavior” sem er kenndur sem hluti MBA námsins við Capital University. Kennslustundin fjallaði um hvers kyns “borderline” hegðun og narcissisma. Kennarinn listaði upp nokkur mismunandi einkenni slíks atferlis og spurði hversu mörg okkar hefðu verið í verulegum samskiptum, nánu samstarfi eða unnið með a.m.k. einum einstaklingi sem sýndi fleiri en eitt þessara einkenna yfir lengri tíma. Continue reading Júdasarbréf

Bækur sem vert er að lesa

Ég er stundum spurður um hvaða bækur ég hef lesið nýlega sem vert er að glugga í. Á næstu vikum og mánuðum hyggst ég birta nokkra bókaumfjallanir hér á vefnum um misspennandi bækur sem ég hef rekist á. En þangað til er e.t.v. vert að benda á nokkrar bækur á sviði starfsháttafræði sem er vert að lesa fyrir áhugafólk og sérfræðinga um kirkjustarf.

Israel Galindo gaf nýlega út bókina “Perspectives on Congregational Leadership: Applying systems thinking for effective leadership” sem tekur á því sama og “The Hidden Lives of Congregations” nema í styttra formi. Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma til að lesa þá bók.

Embættisgengi enn á ný

Á nokkurra ára fresti velti ég fyrir mér hvað mig vantar upp á til að hljóta embættisgengi til prests í íslensku þjóðkirkjunni. Lagagreinin um skilyrði til embættisgengis hljóðar svona:

Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla og skal biskup um hið síðarnefnda atriði leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands. Continue reading Embættisgengi enn á ný

Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When a young person walks into a church, it’s a significant moment, because no one expects her to go and nothing pressures her to attend; instead, she enters the church looking for something. (16)

Tribal Church is one person’s attempt to put it out there; her thoughts and feelings about being a parent, a spouse, a seeker, a rostered church leader, a young adult, a person-in-debt, all while living in a world of constant changes and uncertainty. She addresses the struggle of being a follower of Christ in a world were young people outside the church walls “seem much more gracious, loving, and responsible, more consistent with Christ-like behavior.” (2) Continue reading Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

Ofbeldismaður í prestastétt

Fyrir nokkrum árum settist ég niður með fyrrverandi eiginkonu kynferðisbrotamanns úr prestastétt á kaffihúsi. Þar sagði hún mér hluta af sögu sinni. Það var lærdómsríkt að heyra hana tala um barnaskap sinn, hvernig hún dýrkaði þennan frábæra mann og trúði honum í einu og öllu. Continue reading Ofbeldismaður í prestastétt

Að takast á við áhyggjur

Fyrir nokkrum árum endaði ég fyrir tilviljun á aðalsafnaðarfundi í lútherskri kirkju. Fyrir fundinum lá að samþykkja eða synja hugmynd um að leyfa félagasamtökum í bænum að nýta lítinn skikka af kirkjulóðinni fyrir ákveðið verkefni. Enginn á fundinum var í sjálfu sér mótfallinn verkefninu, en margskonar áhyggjur voru viðraðar. Continue reading Að takast á við áhyggjur

Umhyggja, vonbrigði og reiði

Þankar vegna skrifa formanns Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu 4. september 2010.

Margir hafa tjáð sig um málefni þjóðkirkjunnar síðustu vikur, margt gott hefur verið sagt, og annað miður fallegt látið fjúka. Þegar formaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs í dag, ásakaði fréttamenn um annarlegar kenndir og minnti okkur sum með óbeinum hætti á ógeðfellt samtal Davíðs Oddssonar og Ólafs Skúlasonar um að athygli fjölmiðla væri eðli málsins samkvæmt alltaf tímabundin, þá fannst mér tímabært að leggja orð í belg.
Continue reading Umhyggja, vonbrigði og reiði

Manneskjan og/eða kerfið

Árið eftir að ég hætti störfum sem framkvæmdastjóri ÆSKR (Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum), notaði ég mikið af tíma mínum í lestur og skrif um persónuleikabresti, velti upp spurningum hvað það merkti að kirkjan væri öllum opin og að allir væru velkomnir. Brennipunkturinn í vangaveltum mínum var mjög einstaklingsbundin og undir sterkum áhrifum einstaklingshyggju pietismans. Continue reading Manneskjan og/eða kerfið