3. Mósebók 1. kafli

Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna. Continue reading 3. Mósebók 1. kafli

Daníelsbók 7. kafli

Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið. Continue reading Daníelsbók 7. kafli

Daníelsbók 5. kafli

Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli

Markúsarguðspjall 15. kafli

Lýðræði er versta stjórnarformið, ef frá eru talin öll önnur stjórnarform sem reynd hafa verið. (Winston Churchill, í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947)

Vissulega var ekkert raunverulegt lýðræði til staðar í tíð Jesú Krists, en samt ákveður Pílatus að leyfa lýðnum að velja. Pílatus í Markúsarguðspjalli er ekki hræddur líkt og sá í Jóhannesarguðspjalli. Hann er undrandi og virðist ekki telja að Jesús sé hættulegur rómverska heimsveldinu. Continue reading Markúsarguðspjall 15. kafli

Markúsarguðspjall 11. kafli

Að koma fram sem sá sem valdið hefur, kýrios er gríska orðið í 3. versinu, er það sem einkennir þessa frásögn. Fyrir nokkrum árum var ég mjög upptekinn af því að valdið er í höndum þess sem tekur sér það. Í umræðum við samnemendur mína í Trinity Lutheran Seminary, sagði ég oft „Claim Your Authority“. Í þessum kafla mætum við Jesú sem hefur valdið, eða öllu fremur tekur sér valdið.  Continue reading Markúsarguðspjall 11. kafli

Markúsarguðspjall 7. kafli

Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli

2. Mósebók 31. kafli

Það er víst ekki nóg að skrifa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Iðnaðarmennirnir sem eru fengnir í verkið, fá það ekki í kjölfar útboðs á öllu evrópuska efnahagssvæðinu, nei, svo sannarlega ekki. Annar þeirra er barnabarn Húr sem kemur fyrir í 24. kaflanum. En það er ekki hægt að halda því að mönnum að ráða ættingja og vini, slíkt væri ekki faglegt. Continue reading 2. Mósebók 31. kafli

2. Mósebók 27. kafli

Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni. Continue reading 2. Mósebók 27. kafli

2. Mósebók 26. kafli

Itarlegar útskýringar á hönnun tjaldbúðarinnar halda áfram. Áherslan á glæsilegheitin er algjör. Allt þarf að vera ekki bara einhvern veginn heldur nákvæmlega þannig. Ég man svo sem eftir að hafa þurft að fá fram breytingar á hugmyndum arkitekta á útfærslum í kirkjubyggingum, svo þessi texti rifjar fyrst og fremst upp ljúfsárar minningar.

2. Mósebók 24. kafli

Þessi kafli er annars konar frásögn af komu boðorðanna sem við lásum um í 20. kaflanum. Að þessu sinni er frásögnin lituð af helgihaldi. Til staðar eru merkisteinar til að tákna ættkvíslirnar tólf. Móse og Aron eru ekki einir á ferð, heldur fylgja þeim Nadab og Abíhú og sjötíu aðrir öldungar. Continue reading 2. Mósebók 24. kafli

2. Mósebók 17. kafli

Frásögn um væl í lok 15. kafla er endurtekin hér, þó að staðarnöfn séu önnur. Ástæða þess getur hugsanlega verið sú að sagan hefur varðveist í fleiri en einni munnlegri geymd og hver hefur notast við þekkt kennileiti í sínu nærumhverfi. Þegar sögunum var síðan safnað í eitt rit, þá hefur verið ákveðið að halda fleiri en einni sögu til haga. Continue reading 2. Mósebók 17. kafli

2. Mósebók 12. kafli

Það er nýtt upphaf framundan. Þetta nýja upphaf markast af páskahátíðinni. Hátíð þar sem lambi er slátrað og etið í flýti. En fyrst og fremst er páskahátíðinni ætlað að vera minningardagur eða hátíð þar sem þess er minnst þegar YHWH, hlífði söfnuði Ísraels en gaf Egypta dauðanum á vald. Continue reading 2. Mósebók 12. kafli