2. Mósebók 27. kafli

Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni.

Í lýsingunni í 2. Mósebók er engu gleymt, allt er týnt til nema ef til vill tilgangurinn. Hér á allt að vera eftir kúnstarinnar reglum, allt gert úr réttum efnum og á réttan hátt. Reikningurinn fyrir íburðinn er síðan sendur til Ísraelsþjóðarinnar, enda er fjárfestingin

ævarandi skuldbinding fyrir Ísraelsmenn frá kyni til kyns.

Og þeim er ætlað að hafa ljósastiku með lömpum utan við tjaldið, sem brenna frá kvöldi til morguns, til að minna á að svona vill Guð hafa þetta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.