2. Mósebók 28. kafli

Stundum verð ég pirraður yfir lestrinum. Nú er lykilfólkið talið upp.

Aron, Nadab og Abíhú, Eleasar og Ítamar, synir Arons.

Þessir þurfa nefnilega sérstök klæði, þurfa að fá sérstaka stöðu.

Þú skalt gera heilög klæði handa Aroni, bróður þínum, honum til vegsauka og prýði. Þú skalt tala við alla kunnáttumenn sem ég hef fyllt hugvitsanda og þeir skulu gera Aroni klæði til þess að helga hann til að þjóna mér sem prestur. Þetta eru klæðin sem þeir eiga að gera: brjóstskjöldur, hökull, kápa, glitofinn kyrtill, höfuðdúkur og belti. Þeir skulu gera heilög klæði handa Aroni, bróður þínum, og sonum hans því að hann á að þjóna mér sem prestur. Til þess eiga þeir að nota gull, bláan purpura, rauðan purpura, skarlat og tvinnað, fínt lín. …

Svona halda lýsingarnar áfram. Þessir skulu vera aðal. Samfélagið sem hafði reglur um jöfnuð og lögðu ofuráherslu á að engin fengi eða tæki meira en þeim bar, tapar sér í skurðgoðadýrkun á prestum og útbúnaði þeirra. Aron er meira að segja tekin frá, vígður, gefin nýr status.

Þú skalt færa Aron, bróður þinn, og syni hans í þetta og þú skalt smyrja þá og fylla hendur þeirra og vígja þá til að þjóna mér sem prestar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.