3. Mósebók 1. kafli

Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna.

Þessi áhersla á fórnarilminn og rétt helgihald kallast á við orð spámannanna Amosar, Hósea og Jeremía svo einhverjir séu nefndir. Svo ég vitni enn á ný í Amos í þessari yfirferð.

Jafnvel þótt þér færið mér brennifórnir og kornfórnir
lít ég ekki við þeim,
né heldur matfórnum yðar af alikálfum.
Burt með glamur sálma þinna sem aðeins er hávaði.
Ég vil ekki heyra hörpuleik þinn.
Réttvísi skal streyma fram sem vatn
og réttlæti sem sírennandi lækur.

Enn á ný staldra ég við að guðfræði Gamla testamentisins er ekki ein, prestaguðfræðin sem við komum til með að sjá í þessu riti er vissulega Biblíuleg, en raddir spámannanna vara svo sannarlega við því að hún sé ekki ein látin stjórna sambandi okkar við Guð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.