Markúsarguðspjall 8. kafli

Þessi kafli markar þáttaskil í Markúsarguðspjalli. Fram að þessu hafa lærisveinarnir horft í aðdáun, hræðslu og undrun á kraftaverkamanninn Jesú, en í miðjum 8. kaflanum segir:

Þá tók Jesús að kenna þeim…

Hann ekki einvörðungu útskýrir einstakar dæmisögur, heldur útskýrir fyrir þeim að það að hann sé Kristur, eins og Pétur telur hann vera, þýði að líf þeirra verði ekki alltaf dans á rósum.

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?

Skilaboð Jesú eru blátt áfram. Það að gera það sem rétt er, það að fylgja Jesú Kristi getur kallað á erfiðleika og árásir. Það að standa með réttlætinu „no matter what“ reynir á og getur kostað okkur allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.