Meira en trúfélag…

Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.

Continue reading Meira en trúfélag…

Spámenn Gamla testamentisins

Spámenn Gamla testamentisins mynda stóran hluta Biblíunnar sem heildar. Þegar við nálgumst spámennina þá er mikilvægt að hafa í huga að þeir standa fyrir mismunandi hópa, svæði og hugmyndir. Í einhverjum tilfellum má jafnvel hugsa sér að skrif einstakra spámanna eða hópa spámanna séu með beinum hætti að bregðast við og gagnrýna hugmyndir annarra spámanna. Þannig sjá sumir skrif þriðja Jesaja í 56.6-8 sem beina gagnrýni á einangrunarhyggju Esekíels. Continue reading Spámenn Gamla testamentisins

Statistical Polar adventures – Lecture at University of Iceland

The third talk in the statistics colloquium series 2011-2012 at the University of Iceland will be given on Friday November 18th, see details below.

Speaker: Jenný Brynjarsdóttir, Postdoctoral Fellow, Statistical and Applied Mathematical Sciences Institute (SAMSI)
Title: Statistical Polar adventures – Downscaling temperatures over the Antarctic using a dimension reduced space-time modeling approach
Location: Room V-152 in VR-II building on the UI campus
Time: Friday November 18th, at 12:10 to 13:00.

Abstract: Dimension reduced approaches to spatio-temporal modeling are usually based on modeling the spatial structure in terms of a low number of specified basis functions. The temporal evolution of the space-time process is then modeled through the amplitudes of the basis functions. A common choice of bases are data-dependent basis vectors such as Empirical Orthogonal Functions (EOFs), also known as Principal Components. I will discuss ways to extend these ideas to modeling of two spatio-temporal processes where the primary goal is to predict one process from the other. I incorporate these methods in a Bayesian hierarchical model and show an example of downscaling surface temperatures over the Antarctic.

Samþykkt dagsins

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.

En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.

Intriguing Thought about the Cross

One of my absolute favorite “boyish” theologians (isl. strákaguðfræðingur) is Rev. Nick Billardello. It is probably important to point out that in my mind “boyish” theology is a name for a theology that gets straight to the point, is not afraid to sing “Onward Christian Soldiers” when it is appropriate (and sometimes when it is not), and has a Summer Camp, athletic, “jumping from a cliff into the streaming river” feel to it. Being a “boyish” theologian is to understand that God is here among us. We should have fun together and proclaim God’s reign without hesitation. Continue reading Intriguing Thought about the Cross

Innihald eða umgjörð

Ég segi stundum að umgjörðin sé aðalatriðið, innihaldið sé aukaatriði. Þetta eigi ekki síst við um í þeim störfum sem ég hef sinnt í gegnum tíðina. Ég upplifði þetta sterkt þegar ég og konan skoðuðum leikskóla fyrir dótturina fyrir hartnær 10 árum. Það að leikskólinn hefði stefnu sem trúað var á og unnið eftir af heilindum virtist skila góðu leikskólastarfi, og það virtist ekki skipta öllu máli hver stefnan (innihaldið) var.

Continue reading Innihald eða umgjörð

Framtíð kirkjustarfs

Í október verð ég með nokkur námskeið í Reykjavík um kirkju og kristni undir hatti Vangaveltna um kirkju og kristni. Fyrsta námskeiðið verður um framtíðarsýn í safnaðarstarfi laugardaginn 1. október 2011 kl. 10-17. Á námskeiðinu verður fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er námskeiðsgjald 20.000 krónur. Öll námskeiðsgögn og léttur hádegiverður eru innifalin í gjaldinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið verður haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.

Nánar um námskeiðið

Markmið

Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.

Lýsing

Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.

Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Ábyrgð, völd og Guðsmynd

Einn af fjölmörgum flötum leiðtogafræða sem ég hef skoðað nokkuð er samspil ábyrgðar og valds. Þá sér í lagi innan frjálsra félagasamtaka og á vettvangi kirkjunnar. Bowen Family Systems Theory (BFST) nálgast þetta út frá hugmyndum um “over- and under functioning” meðan að sumir aðrir leggja ofuráherslu á vönduð skipurit og góðar skilgreiningar til að koma í veg fyrir að rof myndist milli ábyrgðar og valds. Continue reading Ábyrgð, völd og Guðsmynd

Söfnuður – sókn – sóknarnefnd

Þjóðkirkjan á Íslandi glímir við margvísleg áhugaverð módel í starfi sínu, sem þarfnast umræðu og vangaveltna. Það er sér í lagi mikilvægt í ljósi yfirvofandi aðskilnaðar ríkis og kirkju. Fyrir nokkrum vikum teiknaði ég eitt af módelunum upp enda þekktur fyrir mikla listræna hæfileika.

Þetta módel er reyndar aðallega bundið við þéttbýlissvæði (lesist höfuðborgarsvæðið) og felst í því að söfnuðurinn sem kemur til kirkjunnar og er virkur í starfinu er ekki nauðsynlega hluti af sókninni. Á sama hátt er ekki óþekkt að einstaklingar í sóknarnefndum hafi litla sem enga tengingu við söfnuðinn, en hafi valist til verkefnisins vegna annarra afreka í lífinu og búsetu í sókninni.

Þetta er eitt af mörgum módelum sem ætlunin er að takast á við og velta upp kostum og göllum á, laugardaginn 1. október í Grensáskirkju á námskeiðinu “Söfnuður/sókn – þá, nú, þegar…

Þróun Vantrúarhópsins

… frekar vil ég búa í samfélagi með umburðarlyndum trúmönnum (já þeir eru til) heldur en fordómafullum trúleysingjum. #

Ég hef fylgst með trúmálaumræðu á vefnum í ríflega 11 ár. Á þeim tíma hef ég meðal annars fylgst með þróun vantrúarumræðunnar sem leiddi meðal annars til vantrúarvefsins og stofnunar félagsskapar að mestu í kringum hann. Nýlega skrifaði ég minnismiða þar sem ég velti fyrir mér þróun hópsins m.a. í ljósi umræðna sem urðu á vefnum í tengslum við hið árlega páskabingó. Continue reading Þróun Vantrúarhópsins

Galatabréfið 6. kafli

Við eigum að leitast við að leiðrétta hvort annað. Við eigum að stunda sjálfskoðun, koma fram af hógværð og gera gott. Það stingur reyndar í augun þegar Páll segir “einkum trúsystkinum okkar.” Þó má benda á að hann notar “einkum,” ekki “einungis” eða “bara”. Það er samt spurning hversu mikil huggun það er.
Continue reading Galatabréfið 6. kafli

Community Writing

When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing