Æskulýðssvið KFUM og KFUK hefur á vormisseri boðið upp á mánaðarleg fræðslukvöld yfir undir yfirskriftinni „Viltu vita meira?“ Á samverunum hefur verið glímt við hugtök og hugmyndir kristinnar trúar á opin og skemmtilegan hátt. KFUM og KFUK fékk styrk til fræðslukvöldanna frá Æskulýðssjóði. Continue reading Hvað er kirkjan? – Fræðslukvöld
Tag: kfum/k
Trúin á Guð, unglingar og þroski
Innlegg fyrir foreldra fermingarbarna á fræðslukvöldi, líklega í Grensáskirkju, fyrir 10 árum. Lítillega lagað með tilliti til augljósra villna. Þegar talað er um Guðstrú, trú og trúarvissu, er að alltaf átt við kristna trú eins og hún er boðuð í þjóðkirkjunni.
„Hver er ég?“ og „Til hvers er ég?“ eru grundvallarspurningar unglingsáranna. Sem unglingar uppgötvum við að foreldrar okkar eru ekki fullkomin. Heimurinn er ekki eins einfaldur og við héldum sem börn. Continue reading Trúin á Guð, unglingar og þroski
Gaman að Vaktu
Ég ákvað að styðja við hljómsveitina Tilviljun? og fjárfesti í vikunni í nýja smádisknum þeirra sem kom út í byrjun mánaðarins, enda ekki á hverjum degi sem að íslensk kristileg tónlist kemur út á diskum.
Diskurinn kom mér skemmtilega á óvart, enda hef ég sjaldan heyrt í þeim flytja eigin tónlist. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei heyrt kristilega íslenska tónlist sem er jafn fullorðins, hvort sem litið er til textagerðar, flutnings eða stemmningar. Continue reading Gaman að Vaktu
Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?
Handrit að kennslu á fræðslusamveru KFUM og KFUK í janúar 2012.
Það er gaman að sjá ykkur hér á fræðslusamveru KFUM og KFUK. Samverurnar eru styrktar af Æskulýðssjóði og markmiðið er að því að fræða ungt fólk og sér í lagi leiðtoga í starfi KFUM og KFUK um lykilhugmyndir kristinnar kirkju. Continue reading Fræðslukvöld: Biblían – Hvað er hún, hvað er hún ekki?
Að lifa í ljósinu
Hugleiðing á samkomu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, sunnudaginn 23. október kl. 20:00.
Mig langar að byrja á að lesa texta úr 1. Jóhannesarguðspjalli 2. kafla. Continue reading Að lifa í ljósinu
Hamfarir, reiði, hatur og náð
Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”
Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.
Samþykkt dagsins
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.
Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.
En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.
Excel to gCal
Helpful information how to add a lot of events into Google Calendar. It can be come useful if we decide to use gCal for YMCA/YWCA in Iceland.
http://gocards44.wordpress.com/2008/03/28/how-to-import-a-csv-file-to-google-calendar/
Sumarbúðirnar í Vatnaskógi
Þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndunum mínum úr Vatnaskógi. Mynd af leiðtoga sem hjálpar, styður við drengina sem eru á leið yfir vatnið. Það er samt ekki eitthvað eitt við myndina, það er allt. Sumarbúðirnar í bakgrunni, mismunandi klæðnaður drengjanna, stelling leiðtogans sem hefur sest á hækjur sér til að einfalda drengjunum að styðjast við sig. Kannski ekki síst að leiðtoginn á myndinni var barn í sumarbúðum í Vatnaskógi þegar ég starfaði þar.
Continue reading Sumarbúðirnar í Vatnaskógi
Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi
Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi
Fall and Future
My family has finally drafted the next few steps on our journey. Jenny has accepted a two year Post Doc position at Duke University and SAMSI, but SAMSI is a partnership of Duke University, North Carolina State University (NCSU), the University of North Carolina at Chapel Hill (UNC), and the National Institute of Statistical Sciences (NISS). There she will have a wonderful opportunity to work with some of the most talented people in her field of Statistics. SAMSI is located in the Research Triangle Park, kind of in between Raleigh, Chapel Hill, and Durham. Continue reading Fall and Future
Haustið og framtíðin
Nú er fjölskyldan í Bexleybæ loksins búin að teikna upp næstu skref og ganga frá fjölmörgum lausum endum varðandi verkefni næstu ára. Eins og margir vita hefur Jenný fengið Post Doc stöðu til tveggja ára í Norður-Karólínufylki hjá Duke University og SAMSI sem er rannsóknarstofnun rekin í samvinnu nokkurra háskóla í Norður-Karólínu. Þar gefst henni frábært tækifæri til að vinna með sumum af fremstu sérfræðingum heims á sínu sviði. Svæðið þar sem SAMSI er til húsa er kallað rannsóknarþríhyrningurinn (Research Triangle Park) en þríhyrningur markast af NC State University í Raleigh, University of North Carolina í Chapel Hill og Duke University í Durham. Allar þessar þrjár borgir renna saman og í miðju svæðisins er hinn áðurnefndi Research Triangle Park. Continue reading Haustið og framtíðin
Hefur þú tíma?
Þessir þankar voru skrifaðir fyrir KSS fund í desember 1998 og hafa verið lagfærðir með tilliti til málfars og aukins þroska og endurskrifaðir að hluta.
“Það sem mest er um vert í lífinu,” sagði maðurinn, “er að komast áfram, að verða eitthvað, að eiga eitthvað. Sá sem kemst vel áfram, sá sem verður eitthvað meira og eignast meira en aðrir fær allt annað eins og af sjálfu sér, vináttu, ást, heiður og svo framvegis. Þú álítur að þér þyki vænt um vini þína? Við skulum athuga það svolítið nánar.” Grámennið blés nokkrum núllum út í loftið. Mómó dró bera fótleggina inn undir pilsið sitt og reyndi af fremsta megni að skríða inn í stóra jakkann sinn.
Continue reading Hefur þú tíma?
Strákakristindómur
Ég tilheyri kvennastétt, ég er djákni. Vígðir djáknar í þjóðkirkjunni eru 40, þar af eru 5 karlmenn, ég, einn þeirra.
Fyrir nokkrum misserum fór ég eins og stundum áður á félagsfund Djáknafélags Íslands og hitti vinkonur mínar í félaginu. Ein þeirra vatt sér upp að mér og hóf að segja mér frá starfinu í Vatnaskógi. Continue reading Strákakristindómur
Religious Life
In her article “Creating a Spiritual World for Children to Inhabit,” Karen-Marie Yust talks about children’s formation and the role of practices, rituals, and ideas. She addresses especially how repetition enforces learning. She takes a helpful example.
An African American toddler boy who repeatedly watches cartoon videos in which the “good guys” with light-colored skin always beat the “bad guys” with dark-colored skin concludes from this observation that light-skinned people are good and dark-skinned people are bad. (A Caucasian child comes to a similar conclusion.) When he is four or five and becomes aware of his own skin color, he will likely experience a tension between his sense of himself as good and his cultural observation that dark-colored skin belongs to bad guys. His white peers will also be more likely to label him as bad when trouble erupts on the playground.
This also applies to gender-images. As part of the childhood culture those experiences that they see in “the adult world” are then “played out” or “tried on.” And here comes the connection to the Religious Life.
When adults act as if religious education is mainly a tool for children’s moral development, children quickly catch on to the irrelevance of religious culture for the grown-up world. They have no incentive for committing themselves to a particular spiritual identity on adolescence if faith is portrayed by adults as something one shed with childhood.
(The Article appeared in Family Ministry, Vol. 18, No. 4, Winter 2004)
A Helpful Counter Narrative
David Murrow offers a valuable and perhaps helpful narrative to counteract the niceness in the mainline churches, at least in the US, in his book Why Men Hate Going to Church. What he uses to encounter the “be nice” and “be irrelevant” theology of the mainline churches, is the boyish theology (isl. strákaguðfræðin), which I learned in Vatnaskogur Summer Camp in Iceland. Theology of action and fun, lay driven, running thru puddles, getting dirty and wet, competing for the price like Paul, solution based, focused on results rather than community “goody-goody” feeling. Its contains an “Onward Christian Soldiers” worship style, with stories of heroic adventures.
In his writing it is clear that Mr Murrow is surely not a theologian, his glorified thoughts about the early church is way off base, and John Gray’s pop-psychology, Mr. Murrow quotes, is not worth the paper its written on.
However, Mr Murrow is right that there is more to Christianity than kumbaya-ish be good to some, singing about our love to Jesus, and helping out in the nursery. If we are to live Christlike, we have to stop being polite and nice, become risk takers, step up and out, and be ready to get dirty and wet as we run for the price. Or as they say in Vatnaskogur: “Press on towards the goal.” (Phil 3:14)
Á Íslandi í mánuð
Ég verð með börnin á Íslandi í einn mánuð í sumar. Við mætum öll til landsins á fimmtudaginn og ég verð með krakkana fram yfir Verslunarmannahelgi. Jenný verður með okkur í eina viku en þarf síðan að fara aftur út í vinnu. Ég verð m.a. með hugleiðingu á Sæludögum í Vatnaskógi og með fræðsluerindi á sama stað á laugardeginum um Verslunarmannahelgi um Obama, Wright og Guð – Um Bandaríkin sem fæst okkar þekkja. Þar mun ég staldra stuttlega við þann veruleika sem Jeremiah Wright talar út úr/talar inn í, kem inn á frelsunarguðfræði svartra og nálgun James Cone. Ég velti fyrir mér hvernig þessi guðfræði hefur mótað Barack Obama og hvernig fjölmenningarlegur (postmodern) bakgrunnur hans hjálpar honum að standa samtímis innan og utan kenninga frelsunarguðfræðinnar.
Ef þú þarft að hafa samband við mig meðan ég er á Íslandi, þá er síminn minn 893 6687. Ég verð ekki með tölvu að staðaldri og veit ekki hvort ég tími að skoða póstinn minn reglulega með 3G símanum mínum.
Sumarbúðir
Þessi grein vakti áhuga minn í Time þessa helgina.
I’ll hate not talking to my daughter. But I agree with MIT psychologist Sherry Turkle, who says our gizmos are a “tethering technology,” a new kind of apron string, strong albeit wireless, a safety net woven a bit too tight. When colleges report kids explaining their lateness to class with the excuse that their mother forgot their wake-up call, when a professor finds undergraduates communicating with parents more than 10 times a week, I look back on my once-a-week calls home to the parents I was very close to and wonder if this really counts as progress.
The Meaning of Summer Camp by Nancy Gibbs.
Hinir útvöldu
Ég átti áhugavert samtal milli jóla og nýárs á Íslandi við ungan guðfræðing með BA-gráðu frá Guðfræðideild HÍ sem lýsti fyrir mér hvernig það hefði verið að stunda nám í deildinni. Viðkomandi þekkti engin deili á mér, að ég held, og útskýrði hvernig innan háskóladeildarinnar hefðu verið tvenns konar fólk. Annars vegar ungir strákar sem komu úr kirkjuumhverfinu og/eða KFUM&KFUK, með endalausa reynslu úr starfi kirkjunnar. Strákar sem segðu skemmtisögur af prestunum, vinum sínum, héldu úti korti með upplýsingum um laus prestaköll og hlunnindi og væru uppfullir af sjálfsöryggi og vissu um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þær væru enda sumir með vinnu í kirkjunni með námi og hefðu sterkt tengslanet inn í kirkjustofnunina. Síðan væru það hinir. Continue reading Hinir útvöldu
Það hefur alltaf verið svona!
Handrit prédikunar sem var flutt í guðsþjónustu í Grensáskirkju þann 1. janúar 2008.
Áður en ég kom til starfa í Grensáskirkju hafði ég starfað um margra ára skeið í sumarbúðunum í Vatnaskógi og geri svo sem enn viku og viku á hverju sumri. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja sem starfsmaður í Vatnaskógi var sjálfvirkt svar við hugmyndum um breytingar: En þetta hefur alltaf verið svona! Continue reading Það hefur alltaf verið svona!