Á Íslandi í mánuð

Ég verð með börnin á Íslandi í einn mánuð í sumar. Við mætum öll til landsins á fimmtudaginn og ég verð með krakkana fram yfir Verslunarmannahelgi. Jenný verður með okkur í eina viku en þarf síðan að fara aftur út í vinnu. Ég verð m.a. með hugleiðingu á Sæludögum í Vatnaskógi og með fræðsluerindi á sama stað á laugardeginum um Verslunarmannahelgi um Obama, Wright og Guð – Um Bandaríkin sem fæst okkar þekkja. Þar mun ég staldra stuttlega við þann veruleika sem Jeremiah Wright talar út úr/talar inn í, kem inn á frelsunarguðfræði svartra og nálgun James Cone. Ég velti fyrir mér hvernig þessi guðfræði hefur mótað Barack Obama og hvernig fjölmenningarlegur (postmodern) bakgrunnur hans hjálpar honum að standa samtímis innan og utan kenninga frelsunarguðfræðinnar.

Ef þú þarft að hafa samband við mig meðan ég er á Íslandi, þá er síminn minn 893 6687. Ég verð ekki með tölvu að staðaldri og veit ekki hvort ég tími að skoða póstinn minn reglulega með 3G símanum mínum.