Að mynda traust

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég færslu þar sem ég sagði:

Verkefni næsta biskups verður EKKI að endurvekja traust á kirkjunni. Einfaldlega vegna þess að það að búa til, endurvekja eða smíða traust er ekki verkefni í sjálfu sér. Traust myndast. Traust er ekki heldur markmið í sjálfu sér. Traust er verkfæri til að gera og vera. Það er gífurlega mikilvægt að næsti biskup skilji muninn á verkfærum og verkefnum. Það er ekki alltaf auðvelt að greina þar á milli. Continue reading Að mynda traust

Gaman að Vaktu

Tilviljun? - VaktuÉg ákvað að styðja við hljómsveitina Tilviljun? og fjárfesti í vikunni í nýja smádisknum þeirra sem kom út í byrjun mánaðarins, enda ekki á hverjum degi sem að íslensk kristileg tónlist kemur út á diskum.

Diskurinn kom mér skemmtilega á óvart, enda hef ég sjaldan heyrt í þeim flytja eigin tónlist. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei heyrt kristilega íslenska tónlist sem er jafn fullorðins, hvort sem litið er til textagerðar, flutnings eða stemmningar.  Continue reading Gaman að Vaktu

Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Fyrir mörgum árum fór ég í hjónavígsluathöfn hjá vinafólki þar sem Tómas Sveinsson annaðist athöfnina. Í ræðu sinni til parsins talaði hann um hjónavígsluathöfnina í tengslum við umbreytingarfrásögnina á fjallinu. Í athöfninni stæðu þau á fjallstindinum og allt væri frábært. Hins vegar stæði okkur ekki til boða að vera þar alltaf, það væri ekki valmöguleiki að setja upp tjaldbúð í blissinu. Við þyrftum að stíga niður af fjallinu og takast á við hið daglega. Continue reading Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Biskupsframtíð og tvíþætt köllun

Fyrir þremur árum sat ég með tveimur ungum guðfræðingum í Bandaríkjunum og við ræddum vítt og breytt um framtíðina í kirkjunni. Þegar talið barst að prestsembættinu nefndi annar þeirra hugtak sem ég hafði aldrei heyrt áður, talaði um “bivocational” presta og sagði framtíðina verða afturhvarf til fortíðar. Presta í ELCA (Evangelical Lutheran Church in America) biði það hlutskipti á næstu 30-40 árum að þurfa á ný að verða bivocational, hafa tvíþætta köllun. Fjárhagslegar forsendur yrðu einfaldlega ekki til staðar til að söfnuðir gætu greitt boðleg laun fyrir presta og þeir þyrftu því að sinna prestsskyldum sínum meðfram öðrum störfum. Continue reading Biskupsframtíð og tvíþætt köllun

Jeremía 5. kafli

“Engin ógæfa mun koma yfir oss, … Spámennirnir eru loftið tómt, orðið er ekki í munni þeirra, það kemur þeim í koll.”

Skeytingar- og andvaraleysið leiðir til glötunar. Þegar viðvörunarraddirnar eru hunsaðar og spámennirnir niðurlægðir, þá er endirinn nærri. Þá styttist í að samfélagið leysist upp. Þá taka völdin þeir sem svíkja og hunsa munaðarleysingjana, fátæklingana og ekkjurnar í leit að skjótum gróða. Í landi skeytingarleysisins og sjálfhverfunnar, kenna prestarnir að eigin geðþótta það sem fellur í kramið hjá þjóðinni. Sannleikurinn verður afstæður og notaður í þágu hins sterka.

Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Hér á iSpeculate hyggst ég velta fyrir mér biskupsmálum á næstu vikum. Ekki vegna þess að það skipti neinu máli, heldur vegna þess að það er hollt að hugsa upphátt. Fyrsta færslan horfir afturábak (rétt er að taka fram að það eru 15 ár síðan ég stúderaði íslenska kirkjusögu í kjölfar iðnbyltingar). Continue reading Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Kreppa og/eða gerjun

Ég hlustaði á mjög áhugavert fræðsluerindi hjá Kristni Ólasyni fyrir nokkru síðan í Hallgrímskirkju um kreppu í kjölfar herleiðingarinnar. Þar kom fram að kreppur leiða til spurninga um hver við séum í raun. Þannig hafi hrunið í kjölfar herleiðingarinnar leitt til alsherjar uppgjörs í Jerúsalem. Textabrotum fortíðar er raðað saman og þjóðin eignast sameiningartákn í margbrotnum/margræðnum/mótsagnakenndum textum fortíðarinnar. Sjálfsmyndarleitin og þörfin fyrir sameiningartákn kallar um leið á aðgreiningu frá þeim sem tilheyra ekki, standa utan við.

Svipað var upp á teningnum á Íslandi og reyndar í keltneska heiminum í upphafi 19. aldar og ég spyr mig hvort að íslensku fornsögurnar og samantektir Snorra um miðja 13. öld séu af sama meiði. Tilraun til að endurskrifa fortíðina, í von um að rísa upp úr eymd og kreppu.

Hvaða texta skyldi íslenska þjóðin á 21. öld leita í. Ef ætlunin væri að endurheimta sjálfsmynd sína?

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar

Statistical Polar adventures – Lecture at University of Iceland

The third talk in the statistics colloquium series 2011-2012 at the University of Iceland will be given on Friday November 18th, see details below.

Speaker: Jenný Brynjarsdóttir, Postdoctoral Fellow, Statistical and Applied Mathematical Sciences Institute (SAMSI)
Title: Statistical Polar adventures – Downscaling temperatures over the Antarctic using a dimension reduced space-time modeling approach
Location: Room V-152 in VR-II building on the UI campus
Time: Friday November 18th, at 12:10 to 13:00.

Abstract: Dimension reduced approaches to spatio-temporal modeling are usually based on modeling the spatial structure in terms of a low number of specified basis functions. The temporal evolution of the space-time process is then modeled through the amplitudes of the basis functions. A common choice of bases are data-dependent basis vectors such as Empirical Orthogonal Functions (EOFs), also known as Principal Components. I will discuss ways to extend these ideas to modeling of two spatio-temporal processes where the primary goal is to predict one process from the other. I incorporate these methods in a Bayesian hierarchical model and show an example of downscaling surface temperatures over the Antarctic.

Hamfarir, reiði, hatur og náð

Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”

Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.

Continue reading Hamfarir, reiði, hatur og náð

Fall and Future

My family has finally drafted the next few steps on our journey. Jenny has accepted a two year Post Doc position at Duke University and SAMSI, but SAMSI is a partnership of Duke University, North Carolina State University (NCSU), the University of North Carolina at Chapel Hill (UNC), and the National Institute of Statistical Sciences (NISS). There she will have a wonderful opportunity to work with some of the most talented people in her field of Statistics. SAMSI is located in the Research Triangle Park, kind of in between Raleigh, Chapel Hill, and Durham. Continue reading Fall and Future

Áliktun eða ályktun

Það er merkilegt hvernig stafsetningarvillur festast í manni. Þannig hef ég í mörg ár skrifað orðið “ályktun” og tengd orð með “i” í stað “y”. Þegar mér var bent á þetta fyrr í dag ákvað ég að fara í gegnum bloggið mitt undanfarin 7 ár og leiðrétta villuna þar sem hún kemur fyrir í færslum. Það tók nokkurn tíma. Ég ætla hins vegar að láta villuna eiga sig í ummælum.

Góð umfjöllun um kvótakerfið

Ragnar Þór Pétursson skrifar hreint ágæta grein um kvótakerfið í samhengi hrunsins, Maurildi: Ranglæti x ranglæti = réttlæti?.

Í stað þess að ala á hatri og andúð til þess eins að við þurfum ekki að horfast í augu við eigin bresti á að gagna djarft til verks og finna hin raunverulegu fórnarlömb rangláts kvótakerfis. Það eru sjávarbyggðir og íbúar þeirra. Það er fólkið sem tapað hefur tilverugrundvelli vegna þess að útgerðarmenn voru gráðugir og stjórnmálamenn voru misvitrir. Það eru hinir ungu sem ekki komast inn í greinina vegna þess að kvótinn er svo dýr. Og hugsanlega einhverjir fleiri.

En það eru ekki kunningjar mínir sem gráta nú jepplinginn og fellihýsið – og vilja fá arð af kvótakerfinu til að halda áfram að fjármagna eigin neyslu.

 

Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Ein af grunnstoðum nýfrjálshyggjunnar var/er andlát samfélagsins. Um það eru orð Margaret Thatcher: “There is no such thing as society: there are individual men and women, and there are families” kannski skýrasta dæmið. Án samfélags er engin ábyrgð á öðrum en þér sjálfum og þínum nánustu. Fréttin um slökkvilið smábæjar í Tennessee sem fór eins og eldur um sinu um miðríkin í BNA síðasta haust er dæmi um sigur nýfrjálshyggjunnar á samfélaginu. Nú og svo má nefna árásirnar á stéttarfélög í Wisconsin og Ohio nú á síðustu mánuðum. Continue reading Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Icesave í samhengi

Guðmundur Andri Thorsson (Vísir – Hengiflugið eða vegurinn) útskýrir um hvað Icesave snýst á mjög einfaldan og skiljanlegan hátt. Ég tek reyndar ekki undir hræðslu hans um dómstólaleiðina, enda helvítishótanir alltaf leiðinlegar. Þá sleppir hann því að stjórnvöld sem við kusum höfðu yfir að skipa eftirlitsstofnun sem hafði það hlutverk að fylgjast með hegðun bankanna og gaf þeim grænt ljós á innrásina í Bretland og Holland. Ekki nefnir hann heldur ferðalög ráðherrana okkar um Evrópu vorið 2008, til að sannfæra stjórnvöld á meginlandinu um að allt væri í lagi. En hann bendir á þetta: Continue reading Icesave í samhengi