Vefsabbatical

Nú er enn einu sinni komið að hinu mjög svo óreglulega vef-sabbatical. Að þessu sinni er slíkt frí nokkuð flóknara en venjulega, enda notast ég við Facebook í vinnunni og vinn að lokahönnun á nýrri vefsíðu KFUM og KFUK sem er væntanleg í loftið innan nokkurra daga. Þess utan er fjölskyldan í annarri heimsálfu og ég notast við Skype og gChat í samskiptum þangað á hverjum degi.  Continue reading Vefsabbatical

Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Fyrir mörgum árum fór ég í hjónavígsluathöfn hjá vinafólki þar sem Tómas Sveinsson annaðist athöfnina. Í ræðu sinni til parsins talaði hann um hjónavígsluathöfnina í tengslum við umbreytingarfrásögnina á fjallinu. Í athöfninni stæðu þau á fjallstindinum og allt væri frábært. Hins vegar stæði okkur ekki til boða að vera þar alltaf, það væri ekki valmöguleiki að setja upp tjaldbúð í blissinu. Við þyrftum að stíga niður af fjallinu og takast á við hið daglega. Continue reading Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar

Okurlánaviðskipti Múla

Þær eru trendí auglýsingarnar hjá Múla þessa dagana. Þeir bjóða lán til þeirra sem eru í klemmu og fyrsta 10 daga lánið er vaxtalaust. Ef ég geng út frá 10.000 króna láni í 10 daga reynist reyndar lánstökukostnaðurinn 4,5% sem reiknast sem 490% kostnaður á ársgrundvelli. Ef við hins vegar ákvæðum/þyrftum að framlengja lánið um 30 daga, þá myndu 10.450 krónurnar sem við skuldum eftir dagana 10, fyrst byrja að kosta okkur. Miðað við upplýsingar sem ég tók saman á vefsíðu Múla má reikna út að vextirnir af upphæðinni ásamt kostnaði yrði 3.404% á ársgrundvelli.* Continue reading Okurlánaviðskipti Múla

Jeremía 6. kafli

Engin(n) vill hlusta. “Þeir skopast að orði Drottins, þeim fellur það ekki í geð.” Loforðin um betri tíð, þegar engin framtíð liggur fyrir. Skjótur gróði er markmið þeirra sem segjast hafa lausnir, hegðunin er viðurstyggileg samkvæmt Jeremía, en loforðaspámennirnir hafa enga blygðunarkennd.

Hamingja samfélagsins skiptir engu, hvíld, sátt og friður skipta engu fyrir þá sem vilja hagnast. Engin spyr um “gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin.” Ógæfan er afleiðing hugarfarsins, hrunið er óumflýjanlegt.

Jeremía 5. kafli

“Engin ógæfa mun koma yfir oss, … Spámennirnir eru loftið tómt, orðið er ekki í munni þeirra, það kemur þeim í koll.”

Skeytingar- og andvaraleysið leiðir til glötunar. Þegar viðvörunarraddirnar eru hunsaðar og spámennirnir niðurlægðir, þá er endirinn nærri. Þá styttist í að samfélagið leysist upp. Þá taka völdin þeir sem svíkja og hunsa munaðarleysingjana, fátæklingana og ekkjurnar í leit að skjótum gróða. Í landi skeytingarleysisins og sjálfhverfunnar, kenna prestarnir að eigin geðþótta það sem fellur í kramið hjá þjóðinni. Sannleikurinn verður afstæður og notaður í þágu hins sterka.

Jeremía 4. kafli

Uppgjör, ákall til að snúa frá villu vega, ákall um að endurvekja traustið á Dorttin. Jeremía kallar landa sína til að opna sig gagnvart Guði, koma fram fyrir Drottin án feluleiks. Framundan er innrás, auðn og eyðilegging. Vanmátturinn að horfast í augu við sjálfan sig, ganga inn í eigin sjálfhverfu, illsku og eigingirni gerir okkur bitur og leiðir til þess að við gerum illt.

En mitt í aðkomandi eyðileggingu, klæðist sjálfumhverft fólkið skarlati, skreytir sig með gulli og faðrar augun, láta sem ekkert sé fyrr en það er of seint.

Jeremía 2. kafli

Guð er gleymdur, nema á degi neyðarinnar. Íbúar Jerúsalem hafa snúið baki við skapara sínum. Sjálfhverfan og fullvissan um eigið ágæti hefur leyst af hólmi auðmýkt gagnvart Guði. Sagan og traustið til Guðs er gleymt, guðirnir sem eru dýrkaðir eru sjálfgerðir, hver borg hefur gert guði eftir eigin mynd.

Sektin felst í því að neita að horfast í augu við misgjörðirnar. Að fullyrða, “ég hef ekki syndgað.” Að neita að horfast í augu við óréttlætið meðan blóð fátæklinganna litar klæðafald okkar.

Ferðasaga dagsins

Ég sem sé var að koma til landsins rétt í þessu eftir að hafa átt góðar stundir með fjölskyldunni í Norður Karólínufylki. En alla vega.

Ég mætti á flugvöllinn í Raleigh rúmlega 12:00 á hádegi að staðartíma og til að “check-a” mig inn. Ég gerði reyndar tilraun til þess á netinu daginn áður en fékk villumeldingu um að hringja í US Airways sem ég og gerði. Þeir sögðu mér að tala við Icelandair og ég hringdi þangað líka. Þar var mér sagt að hætta þessari vitleysu, það væri lang auðveldast að bóka sig inn á flugvellinum.

US Airways er með sjálfvirkar bókunarvélar og þar fékk ég villumeldingu. Ég fór því að þjónustuborði og eftir að afgreiðslukonan hafði reynt hitt og þetta til að bóka mig komst hún að niðurstöðu. Icelandair hafði einfaldlega ekki gengið endanlega frá bókuninni minni og flugmiðinn minn væri ekki til. Konan hringdi því næst í einhvern þjónustufulltrúa US Airways, sem hringdi í Icelandair á Íslandi, en þar var búið að loka. Þá var mér einfaldlega tilkynnt að ef ekki næðist í Icelandair, þá væri ekkert hægt að gera. Ég benti þeim á það væri söluskrifstofa í BNA og ég hefði einhvern tíma fundið símanúmerið þeirra á icelandair.us í stað .is. Það tókst fyrir rest og eftir að starfsmaður Icelandair hafði loksins ýtt á “confirm” á skjánum sínum, gekk þetta í gegn eftir rúmar 30 mínútur. Þegar ég var að fara í gegnum öryggishliðið kom síðan tölvupóstur frá Icelandair um 10.000 króna breytingagjald. Ef starfsmaðurinn sem ég talaði við daginn áður hefði hlustað á mig, þegar ég sagði að eitthvað væri að, þá hefði þetta ekki gerst.

Jæja, hvað um það. Þessu næst fór ég að hliðinu fyrir 45 mínútna flugið mitt frá Raleigh til Charlotte, en þar átti ég að vera með 45 mínútna “stop-over” og fara síðan frá Charlotte til Washington-Dulles. Allt leit út eins og best var á kosið, vélin var á áætlun og allir farþegar komnir í sæti vel áður en flugvélin átti að fara frá hliðinu. Nema hvað, vélin fór ekki af stað. Flugstjórinn tilkynnti um vélarbilun sem tæki að minnsta kosti 30 mínútur að laga, flugfreyjan sagði að unnið væri að því að laga tengiflug allra farþega sem á þyrftu að halda og engin ástæða til annars en að bíða róleg, vélin kæmist í loftið og öllu yrði reddað í Charlotte. Nema hvað eftir rúmar 60 mínútur frá áætlaðri brottför og hálftíma áður en tengiflugið mitt átti að fara í loftið í Charlotte, komust flugvirkjarnir að því að vélin færi ekkert í loftið og við vorum öll send út úr vélinni og látin mynda raðir við þjónustuborð. Þar var ég bókaður með öðru flugfélagi, United, beint frá Raleigh til Washington-Dulles, þannig að flugferðum mínum var skyndilega fækkað um eina sem var svo sem ekki slæmt. Hins vegar var augljóst að þjónustufulltrúinn sem breytti fluginu mínu hafði ekki mikla trú á því að taskan mín sem ég hafði bókað myndi birtast. Þetta trúleysi var síðan staðfest af starfsmanni United þegar ég fór um borð í þá vél kl. 17:10 að staðartíma. En alla vega, ég komst til Washington-Dulles, einum og hálfum tíma áður en Icelandair vélin fór í loftið og er mættur til Íslands núna.

Það er líklega óþarfi að taka fram að taskan mín er týnd.

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

Skapaði Guð illgresið?

Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.

Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.

Continue reading Skapaði Guð illgresið?

Hefur þú tíma?

Þessir þankar voru skrifaðir fyrir KSS fund í desember 1998 og hafa verið lagfærðir með tilliti til málfars og aukins þroska og endurskrifaðir að hluta.

“Það sem mest er um vert í lífinu,” sagði maðurinn, “er að komast áfram, að verða eitthvað, að eiga eitthvað. Sá sem kemst vel áfram, sá sem verður eitthvað meira og eignast meira en aðrir fær allt annað eins og af sjálfu sér, vináttu, ást, heiður og svo framvegis. Þú álítur að þér þyki vænt um vini þína? Við skulum athuga það svolítið nánar.” Grámennið blés nokkrum núllum út í loftið. Mómó dró bera fótleggina inn undir pilsið sitt og reyndi af fremsta megni að skríða inn í stóra jakkann sinn.
Continue reading Hefur þú tíma?

It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek

Donald E. Meek takes it personally. Celtophiles (59) and plastic surgeons (190) are stealing his cultural heritage and religion. The elements that make him what he is. Meek’s account of the events are scholarly based, witty, ironic, and at times his anger is quite visible. His humor is wonderful, and from time to time, I laughed out loud, as I read through his description of contemporary Celtic Christianity. At one time I put the library book aside, grabbed my computer and ordered my own copy from amazon.com, thinking that this was one of the text books I had to own.

Yes, I liked Meek’s book, his meekness in the introductory chapter, his way of confronting the contemporary Celtic Christianity and the way he stands up against what he considers to be a theft of his own personal identity. Continue reading It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek

Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

It is clear according to Dori Grinenko Baker and Joyce Ann Mercer, youth should not be a time of waiting to become. Young people are not to be subjects of our solution based church ministry. Continue reading Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

Neysluviðmiðið

Ég ákvað í dag að gefa mér tíma og skoða reiknivél Velferðarráðuneytisins. Þar fékk ég út með hjálp rsk.is að sameiginlegar tekjur hjóna með tvö börn á grunnskólaaldri þurfi að vera 900 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta til að endar nái saman. Hér tek ég reyndar ekki tillit til barna- og vaxta-/húsaleigubóta, og veit ekki hvort það sé gert í reiknivélinni. Ég efa það reyndar. Continue reading Neysluviðmiðið

Church’s Evolution

Christianity started out in Palestine as a fellowship. Then it moved to Greece and became a philosophy, then it went to Rome and became an institution, and then it went to Europe and became a government. Finally it came to America where we made it an enterprise.

This quote is said to be by Richard Halverson and I borrowed it from Kim Conway’s Facebook wall. Intriguing indeed, but lacking for sure.