Upplifun – ígrundun – reynsla

Ég sat í gær áhugaverða ráðstefnu á menntavísindasviði Háskóla Íslands um útinám. Það var um margt áhugavert að heyra faglegt samtal um þætti sem ég hef tileinkað líf mitt, þar sem notast var við fullkomlega “sekúliserað” orðfæri. Þannig rímaði áherslan á naratívuna og persónulega upplifun ásamt mikilvægi ígrundunar fullkomlega við helstu áherslur í því fræðsluefni sem ég hef unnið að síðustu ár. Þó inntak naratívunnar, upplifuninnar og reynslunnar væri kannski ekki alltaf á hreinu í framsetningu fyrirlesaranna í gær, enda að þeirra mati e.t.v. ekki aðalatriði. Continue reading Upplifun – ígrundun – reynsla

Hamfarir, reiði, hatur og náð

Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”

Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.

Continue reading Hamfarir, reiði, hatur og náð

Mótsstaður Guðs og manneskja

Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).

Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Sumarbúðirnar í Vatnaskógi

Þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndunum mínum úr Vatnaskógi. Mynd af leiðtoga sem hjálpar, styður við drengina sem eru á leið yfir vatnið. Það er samt ekki eitthvað eitt við myndina, það er allt. Sumarbúðirnar í bakgrunni, mismunandi klæðnaður drengjanna, stelling leiðtogans sem hefur sest á hækjur sér til að einfalda drengjunum að styðjast við sig. Kannski ekki síst að leiðtoginn á myndinni var barn í sumarbúðum í Vatnaskógi þegar ég starfaði þar.
Continue reading Sumarbúðirnar í Vatnaskógi

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

Bréf Páls

Lestur Biblíunnar kallar á margskonar vangaveltur eins og ég hef nefnt áður hér á vefnum. Að mörgu leiti eru bréf Páls einföldustu og aðgengilegustu textarnir í ritsafninu. Hér er um að ræða sendibréf frá einstaklingi til einstaklinga eða hópa. Í mörgum tilfellum kemur nafn sendanda og nafn viðtakenda fyrir í bréfinu. Í bréfunum er jafnframt í einhverjum tilfellum tiltekin ástæðan fyrir skrifum viðkomandi bréfs. Tímasetning flestra skrifanna liggur einnig fyrir +/- 10 ár.
Continue reading Bréf Páls

1. Mósebók 45. kafli

Þá kemur að því. Jósef missir andlitið. Hann passar sig á að senda hirðmenn sína úr herberginu, enda mikilvægt að þjónustufólkið sjái ekki veikleikamerki. Það kemur þó fyrir ekki. Grátur Jósefs heyrist um allt Egyptaland. Bræðurnir vita skiljanlega ekki hvernig þeir eiga að bregðast við, en þegar Jósef hefur sannfært þá um að allt þetta sé hluti af plani Guðs, þá róast þeir. Continue reading 1. Mósebók 45. kafli

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

Community Writing

When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing

Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Dóttir mín sagði mér í morgun þegar ég keyrði hana í skólann, að Osama Bin Laden væri dáinn. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt fréttirnar, sat yfir CBS News í nótt, fylgdist með fréttum á NPR og CNN og hafði hlustað á ávarp Barack Obama í gærkvöldi. Hins vegar hafði þetta ekki komið til tals fyrr um morguninn og ég vissi sem var að 12 ára dóttir mín hafði ekki hlustað á fréttir síðan í gærdag.
Continue reading Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli

1. Mósebók 35. kafli

Jakob sér sig tilneyddan til að flytja fjölskylduna eftir harmleikinn í fyrri kafla. Hann reisir altari í Betel. Sagan um að Guð hafi gefið honum nýtt nafn er endurtekinn. Við lesum að Rakel eiginkona hans ferst af barnsförum þegar hún eignast Benjamín. Kaflinn endar á andláti Ísaks og okkur er sagt að Esaú og Jakob jörðuðu hann í sameiningu, sem kallar fram hugrenningatengsl við jarðarför Abrahams, þar sem Ísmael og Ísak virtust ná saman á ný.