Fyrir nokkrum árum sat ég og hlustaði á upptöku af fyrirlestri Edwin Friedman þar sem hann velti upp hugsunum um kerfisbundin vanda í safnaðarstarfi. Hann benti meðal annars réttilega á að í kirkjulegu starfi séum við alltaf í spennu milli öryggis og ævintýra (þroska). Continue reading Öryggi eða þroski
Tag: my studies
Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs
Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:
Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs
Kynjafordómafærsla
Ein af áherslum kvennaguðfræðinga um og upp úr 1970 var andúðin á auðmýktartali kirkjunnar. Röksemdafærslan var eitthvað á þá leið að hógværðin og auðmýktin væru í raun dyggðir fyrir karla, en konur sem væru aldar upp við að vera annars flokks hefðu ekkert með slíkar dyggðir að gera, enda væri vandi kvenna ekki skortur á auðmýkt og hógværð heldur öllu fremur stöðug auðmýking. Því væri það dyggð kvenna að standa upp og krefjast réttar síns í stað þess að lúta stöðugt í duftið.
Ég féll ekki alveg fyrir þessari nálgun þegar ég var að lesa kvennaguðfræði (sem ég hef reynt ekki gert mjög mikið af). En kannski væri hægt að horfa til William Temple og nálgunar hans á erfðasyndina, þegar við skoðum þessar hugmyndir kvennaguðfræðinga fyrir 40 árum. Þannig skrifaði ég einhvern tímann hjá mér:
Erfðasyndin kemur ólíkt fram hjá konum og körlum. Konur segja “ég get ekki,” karlar segja “ég get.” Í báðum tilfellum er áherslan fyrst og fremst á orðið ÉG.
INTJ
Í náminu mínu í BNA var unnið þónokkuð með persónuleikatýpukenningar. Áhersla var lögð á að slíkar kenningar eru ekki óbrigðular eða endanlegar, heldur geta þeir verið hjálplegar til sjálfskoðunar og ígrundunar. Þegar ég hóf námið var Myers-Briggs málið og allir samnemendur mínir voru flokkaðir í eina af sextán persónuleikatýpum. Continue reading INTJ
Innihald eða umgjörð
Ég segi stundum að umgjörðin sé aðalatriðið, innihaldið sé aukaatriði. Þetta eigi ekki síst við um í þeim störfum sem ég hef sinnt í gegnum tíðina. Ég upplifði þetta sterkt þegar ég og konan skoðuðum leikskóla fyrir dótturina fyrir hartnær 10 árum. Það að leikskólinn hefði stefnu sem trúað var á og unnið eftir af heilindum virtist skila góðu leikskólastarfi, og það virtist ekki skipta öllu máli hver stefnan (innihaldið) var.
Framtíð kirkjustarfs
Í október verð ég með nokkur námskeið í Reykjavík um kirkju og kristni undir hatti Vangaveltna um kirkju og kristni. Fyrsta námskeiðið verður um framtíðarsýn í safnaðarstarfi laugardaginn 1. október 2011 kl. 10-17. Á námskeiðinu verður fjallað um markmið og tilgang kirkjustarfs í fortíð, nútíð og framtíð ásamt breytingastjórnun í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leiðtogum í kirkjustarfi, jafnt sóknarnefndarfólki, prestum og djáknum.
Um er að ræða heilsdagsnámskeið og er námskeiðsgjald 20.000 krónur. Öll námskeiðsgögn og léttur hádegiverður eru innifalin í gjaldinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Námskeiðið verður haldið í Grensáskirkju í Reykjavík.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.
—
Nánar um námskeiðið
Markmið
Safnaðarstarf er sem betur fer jafn fjölbreytt og söfnuðir eru margir. Það er þó öllum hollt að staldra við með reglubundnum hætti og leitast við að greina jákvæða og neikvæða þætti í starfinu. Námskeiðið fjallar um aðferðir sem geta hjálpað söfnuðum við að setja í orð hugmyndir um framtíðina og geta hjálpað til við að tala um kvíða og vonbrigði í starfi. Markmiðið er að styðja hvort annað og hjálpa hvort öðru í því sem við gerum nú þegar, ræða saman á gagnrýnin hátt um aðferðirnar sem við notum og spá í framtíðina saman.
Lýsing
Námskeiðið er byggt upp á tveimur megin fyrirlestrum, auk þess sem boðið er upp á umræður og hópavinnu. Námskeiðið í heild er rammað inn með vönduðu helgihaldi.
Interesting Information About Lay Staff
Lewis Center brings attention to an interesting research about lay staff in the church.
Ábyrgð, völd og Guðsmynd
Einn af fjölmörgum flötum leiðtogafræða sem ég hef skoðað nokkuð er samspil ábyrgðar og valds. Þá sér í lagi innan frjálsra félagasamtaka og á vettvangi kirkjunnar. Bowen Family Systems Theory (BFST) nálgast þetta út frá hugmyndum um “over- and under functioning” meðan að sumir aðrir leggja ofuráherslu á vönduð skipurit og góðar skilgreiningar til að koma í veg fyrir að rof myndist milli ábyrgðar og valds. Continue reading Ábyrgð, völd og Guðsmynd
Stærðfræði
Stundum þá velti ég fyrir mér hvers vegna ég náði ekki meiri árangri í stærðfræðinámi mínu en raun bar vitni. Þessi listi af stærðfræðiaðgerðum sem ég ásamt ágætum félaga mínum tókum saman í menntaskóla útskýrir það ef til vill. Continue reading Stærðfræði
Community Writing
When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing
Kirkja Guðs
I have seen God’s church doing great work in the worst of situations and I have seen the church at its worst in the best of situations, working for self-serving purposes. I have dealt with my childish image of God, both in the academic setting and when confronted by people with experiences I could never imagine having my self.
Meðan ég var í námi við Trinity Lutheran Seminary var ég ásamt öðrum erlendum stúdentum við skólann beðin um að ávarpa Board of Directors við skólann með þönkum mínum um dvöl mína þar. Hægt er að sjá innleggið mitt á vefsíðu skólans: Trinity Lutheran Seminary – Halldór Elías Guðmundsson.
1. Mósebók 6. kafli
Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli
Leadership models
Laura Wacker Stern writes on Duke Divinity Call & Response Blog about Struggling with leadership “effectiveness”.
The leadership models recommend constant evaluation in order to measure the “success” of an event, sermon series, or outreach ministry. From formal congregational surveys to first-time visitor interviews, we are encouraged to build accountability structures into our day-to-day church operations. Such evaluations alone are certainly understandable, yet they can create a narrow, data-driven measurement of success. Increased participation in worship, new professions of faith, and additions to the membership rolls disproportionately define a congregation’s faithfulness to the Gospel.
Bishop reflects on “the Draft”
In 1962, when Willie Rotter was about to graduate from seminary, President Fendt handed him an envelope. “What’s this?” he asked? “Your first call,” replied Fendt. That’s how it was done. You went where they told you. End of conversation.
It has been interesting to see the candidacy process in ELCA during the time I have stayed in the US. Bishop Mike Rinehart in the Gulf Coast Synods writes an interesting blog about “the Draft” in Chicago. The blog is here: From the Seminary to the Parish | Connections.
via Stephen Zeller’s Facebook Wall.
Bækur sem vert er að lesa
Ég er stundum spurður um hvaða bækur ég hef lesið nýlega sem vert er að glugga í. Á næstu vikum og mánuðum hyggst ég birta nokkra bókaumfjallanir hér á vefnum um misspennandi bækur sem ég hef rekist á. En þangað til er e.t.v. vert að benda á nokkrar bækur á sviði starfsháttafræði sem er vert að lesa fyrir áhugafólk og sérfræðinga um kirkjustarf.
- Margaret Marcuson: Leaders Who Last: Sustaining Yourself and Your Ministry (umfjöllun mín er hér).
- Israel Galindo: The Hidden Lives of Congregations: Discerning Church Dynamics (umfjöllun mín er hér).
- Nathan Frambach: Emerging Ministry: Being Church Today (Lutheran Voices).
- Mark Allan Powell: Giving to God: The Bible’s Good News about Living a Generous Life.
Israel Galindo gaf nýlega út bókina “Perspectives on Congregational Leadership: Applying systems thinking for effective leadership” sem tekur á því sama og “The Hidden Lives of Congregations” nema í styttra formi. Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma til að lesa þá bók.
Embættisgengi enn á ný
Á nokkurra ára fresti velti ég fyrir mér hvað mig vantar upp á til að hljóta embættisgengi til prests í íslensku þjóðkirkjunni. Lagagreinin um skilyrði til embættisgengis hljóðar svona:
Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla og skal biskup um hið síðarnefnda atriði leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands. Continue reading Embættisgengi enn á ný
Church’s Evolution
Christianity started out in Palestine as a fellowship. Then it moved to Greece and became a philosophy, then it went to Rome and became an institution, and then it went to Europe and became a government. Finally it came to America where we made it an enterprise.
This quote is said to be by Richard Halverson and I borrowed it from Kim Conway’s Facebook wall. Intriguing indeed, but lacking for sure.
The New Atheist Movement
In the winter semester of 2009 I gave a presentation in the course Theology of Mission at Trinity Lutheran Seminary about the “The New Atheist Movement.” This was a talk, and what you find in this post are my notes, slightly modified to be readable. (I did some more editing at Jan 27, 14:04 EST). Continue reading The New Atheist Movement
Bibleworks on Mac
I am told that it is possible to run Bibleworks on Mac with the help of Crossover Mac from CodeWeavers. Crossover does not need a Windows Operating System license, and according to my sources lets the application integrate seamlessly in OS X.
Differentiated Leadership Made Simple
http://www.youtube.com/watch?v=RgdcljNV-Ew
via Margaret Marcuson.