Reglurnar

Í mínum hluta skógarins hefur margt breyst. Það er minna en 10 ár síðan fagfólk og sjálfboðaliðar í kristilegu æskulýðsstarfi settu sér siðareglur og fóru á markvissan hátt að taka á óæskilegri hegðun samstarfsfólks. Fram að þeim tíma má segja að flestar siðareglur hafi lagt ofuráherslu á gagnkvæma virðingu kollega og snúist fyrst og fremst um starfsvernd og samstöðu þeirra sem tilheyrðu viðkomandi “gildi”. Þetta má sjá bæði í eldri siðareglum presta og lækna, sjálfsagt lögfræðinga líka. Continue reading Reglurnar

Upplifun – ígrundun – reynsla

Ég sat í gær áhugaverða ráðstefnu á menntavísindasviði Háskóla Íslands um útinám. Það var um margt áhugavert að heyra faglegt samtal um þætti sem ég hef tileinkað líf mitt, þar sem notast var við fullkomlega “sekúliserað” orðfæri. Þannig rímaði áherslan á naratívuna og persónulega upplifun ásamt mikilvægi ígrundunar fullkomlega við helstu áherslur í því fræðsluefni sem ég hef unnið að síðustu ár. Þó inntak naratívunnar, upplifuninnar og reynslunnar væri kannski ekki alltaf á hreinu í framsetningu fyrirlesaranna í gær, enda að þeirra mati e.t.v. ekki aðalatriði. Continue reading Upplifun – ígrundun – reynsla

Er hægt að kaupa vellíðan?

Grein Steindórs J. Erlingssonar í tímariti Félagsráðgjafafélagsins er til umfjöllunar í Smugunni í dag. Steindór gagnrýnir í grein sinni ofuráherslu geðlæknasamfélagsins á kenningar um að flestir geðrænir kvillar stafi af efnaójafnvægi í heila. Í greininni á Smugunni er komið stuttlega inn á pólítískar afleiðingar þessara hugmynda.

„ef við setjum mannlega þjáningu, eymd og sorg inn í lífvísindareiknilíkan,þá er engin ástæða til að breyta samfélagsgerðinni, því að okkur nægir að koma reglu á taugaboðefnin“

Hér er hægt er að nálgast grein Steindórs í heild.

1. Mósebók 32. kafli

Enn á ný sjáum við hvernig ákveðin svæði/staðir/brunnar fá nafn og eru með beinum hætti tengdir við sögu Hebrea. Þannig hefur 1. Mósebók í einhverjum skilningi gildi sem kröfugerð á þá brunna og það land sem afkomendur Abrahams grafa eða ná á sitt vald þegar þeir koma sér fyrir í fyrirheitna landinu. Continue reading 1. Mósebók 32. kafli

Kirkja Guðs

I have seen God’s church doing great work in the worst of situations and I have seen the church at its worst in the best of situations, working for self-serving purposes. I have dealt with my childish image of God, both in the academic setting and when confronted by people with experiences I could never imagine having my self.

Meðan ég var í námi við Trinity Lutheran Seminary var ég ásamt öðrum erlendum stúdentum við skólann beðin um að ávarpa Board of Directors við skólann með þönkum mínum um dvöl mína þar. Hægt er að sjá innleggið mitt á vefsíðu skólans: Trinity Lutheran Seminary – Halldór Elías Guðmundsson.

1. Mósebók 18. kafli

Sagan úr síðasta kafla er endurtekin hér. Hér er Guð reyndar, Guð kvöldsvalans, sá sem gengur um meðal fólksins síns, Guð J-hefðarinnar, Jahve. Jahve mætir að tjaldi Abrahams í fylgd tveggja manna, Abraham virðist þekkja hann og býr til veislu, biður Söru um að baka flatkökur, lætur slátra kálfi og býður upp á mjólk og skyr (skv. íslensku þýðingunni alla vega). Jahve vill ekki bara ræða við Abraham líkt og El áður, hann vill að Sara heyri einnig erindið. Nú, er það Sara sem hlær og meðan hlátur Abrahams í 17. kaflanum var vegna þess að hann efaðist um að 100 ára karlmenn gætu getið börn og níræð kona alið það, þá hlær Sara fyrst og fremst að tilhugsuninni að sofa hjá gamla karlinum. Continue reading 1. Mósebók 18. kafli

Gospel of John – Chapter 9

As a response to Pastor Al’s sermon this morning I decided to translate one section of my Bible blog. The chapter I have chosen is naturally chapter 9 of John’s Gospel, the gospel reading for today. The idea with the Bible blog is to write down thoughts and speculations that arise when I read through the whole Bible, publishing a chapter a day here on iSpeculate.net. I hope my translation is slightly more accurate than Google Translate would be. Continue reading Gospel of John – Chapter 9

Hvað er sannleikur?

Prédikun upphaflega flutt í Hjallakirkju í Kópavogi í september 1998.

Lokum augunum og reynum að sjá fyrir okkar lítið myndbrot. það er snemma morguns, við stöndum í stórum, tignarlegum salarkynnum þar sem ekkert virðist hafa verið sparað til að gera allt sem glæsilegast. Continue reading Hvað er sannleikur?

Jóhannesarguðspjall 11. kafli

Mér finnst erfitt að glíma við kraftaverkasögur eins og Lasarus. Frásagnir sem ganga gegn öllu sem ég veit og skil um heiminn. Ég get vissulega nálgast hana út frá vangaveltum um hvort Lasarus hafi verið lærisveinninn sem Jesús elskaði. Einnig gæti ég velt upp hugmyndum um að Lasarus hafi verið aðalhöfundur Jóhannesarguðspjalls. Þannig gæti ég týnt mér í nútímavæddum akademískum pælingum um höfund guðspjallsins og sleppt upprisufrásögninni. Continue reading Jóhannesarguðspjall 11. kafli

Jóhannesarguðspjall 9. kafli

Það er auðvelt að festast í því sem skiptir ekki máli, sérstaklega ef það er erfitt að horfast í augu við aðalatriðin. Þannig hef ég oft lesið þessa frásögn og einblínt á kraftaverkið, hvernig Jesús breytti lífi blinda mannsins og hversu frábært það er að Jesús læknar. Á sama hátt þekki ég góða menn sem gera lítið úr frásögninni og benda í því sambandi á hversu ógeðslegt það sé að blanda saman munnvatni og drullu til að maka í augu einhvers. Continue reading Jóhannesarguðspjall 9. kafli

Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

It is clear according to Dori Grinenko Baker and Joyce Ann Mercer, youth should not be a time of waiting to become. Young people are not to be subjects of our solution based church ministry. Continue reading Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When a young person walks into a church, it’s a significant moment, because no one expects her to go and nothing pressures her to attend; instead, she enters the church looking for something. (16)

Tribal Church is one person’s attempt to put it out there; her thoughts and feelings about being a parent, a spouse, a seeker, a rostered church leader, a young adult, a person-in-debt, all while living in a world of constant changes and uncertainty. She addresses the struggle of being a follower of Christ in a world were young people outside the church walls “seem much more gracious, loving, and responsible, more consistent with Christ-like behavior.” (2) Continue reading Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When I Say, “I am a Christian”

When I say, “I am a Christian” I don’t speak with human pride I’m confessing that I stumble – needing God to be my guide

This is a part of a poem by Carol Wimmer. I came across it on Pastor DJ Dent’s wall on Facebook and thought it was worth quoting here. The whole poem can be found on  Carol Wimmer’s website.

Ofbeldismaður í prestastétt

Fyrir nokkrum árum settist ég niður með fyrrverandi eiginkonu kynferðisbrotamanns úr prestastétt á kaffihúsi. Þar sagði hún mér hluta af sögu sinni. Það var lærdómsríkt að heyra hana tala um barnaskap sinn, hvernig hún dýrkaði þennan frábæra mann og trúði honum í einu og öllu. Continue reading Ofbeldismaður í prestastétt

Að takast á við áhyggjur

Fyrir nokkrum árum endaði ég fyrir tilviljun á aðalsafnaðarfundi í lútherskri kirkju. Fyrir fundinum lá að samþykkja eða synja hugmynd um að leyfa félagasamtökum í bænum að nýta lítinn skikka af kirkjulóðinni fyrir ákveðið verkefni. Enginn á fundinum var í sjálfu sér mótfallinn verkefninu, en margskonar áhyggjur voru viðraðar. Continue reading Að takast á við áhyggjur

Umhyggja, vonbrigði og reiði

Þankar vegna skrifa formanns Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu 4. september 2010.

Margir hafa tjáð sig um málefni þjóðkirkjunnar síðustu vikur, margt gott hefur verið sagt, og annað miður fallegt látið fjúka. Þegar formaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs í dag, ásakaði fréttamenn um annarlegar kenndir og minnti okkur sum með óbeinum hætti á ógeðfellt samtal Davíðs Oddssonar og Ólafs Skúlasonar um að athygli fjölmiðla væri eðli málsins samkvæmt alltaf tímabundin, þá fannst mér tímabært að leggja orð í belg.
Continue reading Umhyggja, vonbrigði og reiði

Að gleðjast með skaparanum

Mig langar að lesa úr Litla Prinsinum eftir Antoine De Saint-Exupéry

– Stjörnurnar eru ekki eins fyrir alla. Fyrir suma sem ferðast eru stjörnurnar leiðarljós. Fyrir aðra eru þær ekkert nema smáljós. Fyrir aðra sem eru lærðir eru þær viðfangsefni. Fyrir kaupsýslumanninn minn voru þær gull. En allar þessar stjörnur eru þöglar. Fyrir þig verða stjörnurnar öðruvísi en fyrir alla aðra… Continue reading Að gleðjast með skaparanum