Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.
Tag: God’s Plan
Jeremía 12. kafli
Hvers vegna njóta ranglátir velgengni, af hverju lifa svikarar óhultir?
Jeremía er hótað lífláti vegna prédikunar sinnar og snýr sér því að Guð. Af hverju er lífið ekki gott og einfalt hjá þeim sem treystir Guði, meðan illmenni fá að njóta alls þess besta? Continue reading Jeremía 12. kafli
Jeremía 10. kafli
En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur.
Jeremía minnir á að skurðgoð og styttur úr gulli eða silfri, sé bara það, styttur úr gulli og silfri.
Þær geta ekki gert neitt illt og þær geta ekki heldur gert neitt gott.
Drottinn Ísraelsþjóðarinnar sé hins vegar Guð, sá sem skapaði jörðina með krafti sínum, sá sem lifir með okkur. Bæn Jeremía er að Guð miskunni sig yfir sig, þó hann eigi það ekki endilega skilið.
Jeremía 9. kafli
Upplifun Jeremía er af samfélagi vantrausts, lyga og blekkinga. Sannleikurinn hefur orðið eiginhagsmunum að bráð. Ekki er hægt að treysta bræðrum, vinir hafa gerst rógberar. Jeremía sér kúgun og svik gegnsýra samfélagið sem hann tilheyrir. Hrunið er yfirvofandi, óumflýjanlegt og væl þeirra sem sviku, prettuðu og lugu í kjölfar hrunsins er jafn fyrirsjáanlegt. Af hverju ég, spyrjum við, eftir að hafa kallað yfir okkur hremmingarnar.
Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni, hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu og og hinn ríki hrósi sér ekki af af auði sínum. Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því að hann sé hygginn og þekki mig.
Því að ég Drottinn, iðka miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.
Það að þekkja Guð í huga Jeremía er að láta sjálfsmynd sína skína af miskunnsemi, rétti og réttlæti.
Biskupsframtíð og tvíþætt köllun
Fyrir þremur árum sat ég með tveimur ungum guðfræðingum í Bandaríkjunum og við ræddum vítt og breytt um framtíðina í kirkjunni. Þegar talið barst að prestsembættinu nefndi annar þeirra hugtak sem ég hafði aldrei heyrt áður, talaði um “bivocational” presta og sagði framtíðina verða afturhvarf til fortíðar. Presta í ELCA (Evangelical Lutheran Church in America) biði það hlutskipti á næstu 30-40 árum að þurfa á ný að verða bivocational, hafa tvíþætta köllun. Fjárhagslegar forsendur yrðu einfaldlega ekki til staðar til að söfnuðir gætu greitt boðleg laun fyrir presta og þeir þyrftu því að sinna prestsskyldum sínum meðfram öðrum störfum. Continue reading Biskupsframtíð og tvíþætt köllun
Jeremía 8. kafli
Konungsríkið, hús Davíðs, sem átti að ríkja um aldir eins og stendur í 2Sam 7, á sér ekki mikla framtíð í spádómi Jeremía. Þjóðinni er ómögulegt að horfast í augu við gjörðir sínar, iðrunin er enginn, blygðunin er engin. Sjálfhverfan og sjálfseyðileggingarhvötin ræður ríkjum. Getuleysið er algjört þegar kemur að því að laga það sem hefur misfarist.
Guð grætur þjóð sína sem lætur ekki segjast.
Jeremía 7. kafli
Zion guðfræði musterisins, um fyrirheitnu þjóðina sem hefur byggt sér hús þar sem Guð býr, musterið í Jerúsalem, þar sem Guð býr sama hvað. Hugmynd sem við sjáum t.d. í áætlunum Davíðs og væntingum um ævarandi konungsdóm í Annarri Samúelsbók 7. kafla og bregður víða fyrir hjá fyrsta Jesaja, fær harkalega útreið hér hjá Jeremía.
Treystið ekki lygaræðum þegar sagt er: “Þetta er musteri Drottins, musteri Drottins, musteri Drottins.”
Trúarskilningur Jeremía byggir ekki á húsinu glæsilega í Jerúsalem, heldur á afstöðunni til Torah, til lögmálsins. Guð býr þar sem aðkomumenn búa við frelsi, munaðarleysingjar og ekkjur hafa réttindi, þar sem saklausu blóði er ekki úthellt. Guð er þar sem sanngirni ríkir, á slíkum stað finnur Guð sér bústað.
Það að byggja hallir og skrauthýsi þar sem gengið er fram fyrir Guð, eftir að hafa svikið og prettað náungann er ekki þóknanlegt fyrir Guði. Slíkt hús er ræningjabæli. Fórnarþjónustan í musterinu er hluti af þessum blekkingarleik að mati Jeremía. Guð kallar ekki eftir fórnargjöfum heldur hlýðni við lögmálið segir spámaðurinn.
Lögmálið sem Jeremía vísar til og við sjáum í skrifum Amosar, er ekki lögmál sem festist í að fylgja í blindni, heldur lögmál sem krefst réttar fyrir hin veika, smáa og jaðarsetta. Lögmálið knýr á um rétt fyrir ekkjur og munaðarlausa, fátæka og útlendinga, það snýst ekki um hárgreiðslu, föt eða fórnaraðferðir, alls ekki.
Jeremía 6. kafli
Engin(n) vill hlusta. “Þeir skopast að orði Drottins, þeim fellur það ekki í geð.” Loforðin um betri tíð, þegar engin framtíð liggur fyrir. Skjótur gróði er markmið þeirra sem segjast hafa lausnir, hegðunin er viðurstyggileg samkvæmt Jeremía, en loforðaspámennirnir hafa enga blygðunarkennd.
Hamingja samfélagsins skiptir engu, hvíld, sátt og friður skipta engu fyrir þá sem vilja hagnast. Engin spyr um “gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin.” Ógæfan er afleiðing hugarfarsins, hrunið er óumflýjanlegt.
Jeremía 4. kafli
Uppgjör, ákall til að snúa frá villu vega, ákall um að endurvekja traustið á Dorttin. Jeremía kallar landa sína til að opna sig gagnvart Guði, koma fram fyrir Drottin án feluleiks. Framundan er innrás, auðn og eyðilegging. Vanmátturinn að horfast í augu við sjálfan sig, ganga inn í eigin sjálfhverfu, illsku og eigingirni gerir okkur bitur og leiðir til þess að við gerum illt.
En mitt í aðkomandi eyðileggingu, klæðist sjálfumhverft fólkið skarlati, skreytir sig með gulli og faðrar augun, láta sem ekkert sé fyrr en það er of seint.
Jeremía 3. kafli
Áfram heldur gagnrýnin á hegðun landa sinna. Hann bendir á hvernig Norðurríkið, Ísrael, leystist upp en það hafi ekki dugað til. Suðurríkið, Júdea, hafi haldið áfram að sniðganga Guð. Líkingin um ótrúu eiginkonuna er notuð í 3. kaflanum, líking sem er mun þekktari í meðförum annars spámanns, Hósea. Continue reading Jeremía 3. kafli
Jeremía 1. kafli
Spádómsbók Jeremía lýsir viðvörunum spámannsins og áminningu til landa sinna, en ekki síður fjallar hún um glímu spámannsins við sjálfan sig og köllun sína. Þannig sér spámaðurinn þörfina á að boðskapurinn sem hann telur sig hafa frá Guði heyrist, en óskar sér þess að hann þurfi ekki að sjá um flutninginn. Jeremía telur sannleikann mikilvægari en eigin velferð, þó það sé alls ekki alltaf auðvelt.
Eftir að ritari tímasetur líf Jeremía Hilkíasonar á tímabilinu milli fyrri og síðari Herleiðingarinnar, eða á árabilinu 597-587 f.Kr. hefst glíma Jeremía.
Hann veit sem er að hann á að fara og benda á misgjörðir samfélagsins, hann upplifir köllun sína sem Guðs útvalningu, en Jeremía upplifir sig takmarkaðan, “ég er enn svo ungur.” Guð lofar Jeremía ekki auðveldu lífi, fullyrðir að á hann verði ráðist, en hlutverk hans sé að tala sannleikann og hjálpa þjóð sinni að horfast í augu við stöðu sína.
Spámenn Gamla testamentisins
Spámenn Gamla testamentisins mynda stóran hluta Biblíunnar sem heildar. Þegar við nálgumst spámennina þá er mikilvægt að hafa í huga að þeir standa fyrir mismunandi hópa, svæði og hugmyndir. Í einhverjum tilfellum má jafnvel hugsa sér að skrif einstakra spámanna eða hópa spámanna séu með beinum hætti að bregðast við og gagnrýna hugmyndir annarra spámanna. Þannig sjá sumir skrif þriðja Jesaja í 56.6-8 sem beina gagnrýni á einangrunarhyggju Esekíels. Continue reading Spámenn Gamla testamentisins
INTJ
Í náminu mínu í BNA var unnið þónokkuð með persónuleikatýpukenningar. Áhersla var lögð á að slíkar kenningar eru ekki óbrigðular eða endanlegar, heldur geta þeir verið hjálplegar til sjálfskoðunar og ígrundunar. Þegar ég hóf námið var Myers-Briggs málið og allir samnemendur mínir voru flokkaðir í eina af sextán persónuleikatýpum. Continue reading INTJ
Kirkjujarðirnar
Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar
Intriguing Thought about the Cross
One of my absolute favorite “boyish” theologians (isl. strákaguðfræðingur) is Rev. Nick Billardello. It is probably important to point out that in my mind “boyish” theology is a name for a theology that gets straight to the point, is not afraid to sing “Onward Christian Soldiers” when it is appropriate (and sometimes when it is not), and has a Summer Camp, athletic, “jumping from a cliff into the streaming river” feel to it. Being a “boyish” theologian is to understand that God is here among us. We should have fun together and proclaim God’s reign without hesitation. Continue reading Intriguing Thought about the Cross
Evolving God
On my way to Iceland I decided to listen to Krista Tippet’s interview with Robert Wright about his understanding of god, based on his reading, mostly of the Hebrew Scripture. Robert Wright is a self acclaimed agnostic, and his thoughts are exciting for me as a religious person. They are honest, kind of scientific, and respectful in their way of addressing religious systems from the outside.
His book The Evolution of God (Back Bay Readers’ Pick) sounds interesting.
Fall and Future
My family has finally drafted the next few steps on our journey. Jenny has accepted a two year Post Doc position at Duke University and SAMSI, but SAMSI is a partnership of Duke University, North Carolina State University (NCSU), the University of North Carolina at Chapel Hill (UNC), and the National Institute of Statistical Sciences (NISS). There she will have a wonderful opportunity to work with some of the most talented people in her field of Statistics. SAMSI is located in the Research Triangle Park, kind of in between Raleigh, Chapel Hill, and Durham. Continue reading Fall and Future
Haustið og framtíðin
Nú er fjölskyldan í Bexleybæ loksins búin að teikna upp næstu skref og ganga frá fjölmörgum lausum endum varðandi verkefni næstu ára. Eins og margir vita hefur Jenný fengið Post Doc stöðu til tveggja ára í Norður-Karólínufylki hjá Duke University og SAMSI sem er rannsóknarstofnun rekin í samvinnu nokkurra háskóla í Norður-Karólínu. Þar gefst henni frábært tækifæri til að vinna með sumum af fremstu sérfræðingum heims á sínu sviði. Svæðið þar sem SAMSI er til húsa er kallað rannsóknarþríhyrningurinn (Research Triangle Park) en þríhyrningur markast af NC State University í Raleigh, University of North Carolina í Chapel Hill og Duke University í Durham. Allar þessar þrjár borgir renna saman og í miðju svæðisins er hinn áðurnefndi Research Triangle Park. Continue reading Haustið og framtíðin
Lestrarverkefni í bið
Undanfarna þrjá mánuði hef ég skráð hér á síðuna viðbrögð mín og hugsanir þegar ég les í gegnum Biblíuna, einn kafla á dag. Verkefnið hefur verið gefandi og skemmtilegt en þar sem framundan eru miklar breytingar hjá mér og fjölskyldu minni á næstu fjórum mánuðum, ferðalög, flóknir flutningar, nýir vinnustaðir, nýir skólar hjá börnunum ásamt nýjum tækifæri og margvíslegum hindrunum, þá ætla ég að setja verkefnið í bið í bili.
Næsti texti sem ég hafði hugsað mér að taka fyrir var Spádómsbók Jeremía en hún hefst á köllunarfrásögn sem mér þykir vænt um. Framundan er að takast á við svar fjölskyldunnar við næstu köllun okkar. Afsökun Jeremía “En ég er enn svo ungur” á líkast til ekki við, svo um fátt annað að ræða en að takast á við framtíðina.
Eitthvað spennandi í gangi?
Eins og einhverjir vita þá er ég á leiðinni til Íslands í haust eftir rúmlega 5 1/2 árs dvöl í Bandaríkjunum. Ég á samt eftir að ganga frá einu máli áður en ég kem til baka. Finna mér eitthvað skemmtilegt að gera. Continue reading Eitthvað spennandi í gangi?