1. Mósebók 49. kafli

Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða. Continue reading 1. Mósebók 49. kafli

1. Mósebók 47. kafli

Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli

1. Mósebók 45. kafli

Þá kemur að því. Jósef missir andlitið. Hann passar sig á að senda hirðmenn sína úr herberginu, enda mikilvægt að þjónustufólkið sjái ekki veikleikamerki. Það kemur þó fyrir ekki. Grátur Jósefs heyrist um allt Egyptaland. Bræðurnir vita skiljanlega ekki hvernig þeir eiga að bregðast við, en þegar Jósef hefur sannfært þá um að allt þetta sé hluti af plani Guðs, þá róast þeir. Continue reading 1. Mósebók 45. kafli

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Dóttir mín sagði mér í morgun þegar ég keyrði hana í skólann, að Osama Bin Laden væri dáinn. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt fréttirnar, sat yfir CBS News í nótt, fylgdist með fréttum á NPR og CNN og hafði hlustað á ávarp Barack Obama í gærkvöldi. Hins vegar hafði þetta ekki komið til tals fyrr um morguninn og ég vissi sem var að 12 ára dóttir mín hafði ekki hlustað á fréttir síðan í gærdag.
Continue reading Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

1. Mósebók 39. kafli

Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð. Continue reading 1. Mósebók 39. kafli

1. Mósebók 35. kafli

Jakob sér sig tilneyddan til að flytja fjölskylduna eftir harmleikinn í fyrri kafla. Hann reisir altari í Betel. Sagan um að Guð hafi gefið honum nýtt nafn er endurtekinn. Við lesum að Rakel eiginkona hans ferst af barnsförum þegar hún eignast Benjamín. Kaflinn endar á andláti Ísaks og okkur er sagt að Esaú og Jakob jörðuðu hann í sameiningu, sem kallar fram hugrenningatengsl við jarðarför Abrahams, þar sem Ísmael og Ísak virtust ná saman á ný.

Kirkja Guðs

I have seen God’s church doing great work in the worst of situations and I have seen the church at its worst in the best of situations, working for self-serving purposes. I have dealt with my childish image of God, both in the academic setting and when confronted by people with experiences I could never imagine having my self.

Meðan ég var í námi við Trinity Lutheran Seminary var ég ásamt öðrum erlendum stúdentum við skólann beðin um að ávarpa Board of Directors við skólann með þönkum mínum um dvöl mína þar. Hægt er að sjá innleggið mitt á vefsíðu skólans: Trinity Lutheran Seminary – Halldór Elías Guðmundsson.

1. Mósebók 28. kafli

Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46). Continue reading 1. Mósebók 28. kafli

1. Mósebók 24. kafli

Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað? Continue reading 1. Mósebók 24. kafli

1. Mósebók 23. kafli

Þrátt fyrir 120 ára aldursmarkið varð Sara 127 ára og er hún lést frá Abraham var hann væntanlega orðin 136 ára. 23. kaflinn fjallar um að Abraham fær til eignar land til að greftra Söru og festir þannig enn sterkari rætur í Kanaanslandi, að þessu sinni Hebron, og styrkir þannig kröfu afkomenda sinna til fyrirheitna landsins. Þessi texti kallast þannig á við 21. kaflann, þar sem réttur Abrahams til Beerseba er útskýrður.

1. Mósebók 18. kafli

Sagan úr síðasta kafla er endurtekin hér. Hér er Guð reyndar, Guð kvöldsvalans, sá sem gengur um meðal fólksins síns, Guð J-hefðarinnar, Jahve. Jahve mætir að tjaldi Abrahams í fylgd tveggja manna, Abraham virðist þekkja hann og býr til veislu, biður Söru um að baka flatkökur, lætur slátra kálfi og býður upp á mjólk og skyr (skv. íslensku þýðingunni alla vega). Jahve vill ekki bara ræða við Abraham líkt og El áður, hann vill að Sara heyri einnig erindið. Nú, er það Sara sem hlær og meðan hlátur Abrahams í 17. kaflanum var vegna þess að hann efaðist um að 100 ára karlmenn gætu getið börn og níræð kona alið það, þá hlær Sara fyrst og fremst að tilhugsuninni að sofa hjá gamla karlinum. Continue reading 1. Mósebók 18. kafli

1. Mósebók 16. kafli

Biblían er uppfull af sögum um misnotkun og kúgun. Saga Hagar er ein af þeim. Kona sem hefur verið hreppt í þrældóm er notuð til að ala eigendunum barn, vegna ófrjósemis eiginkonunnar. Þegar Hagar verður ólétt, kemur upp afbrýðissemi hjá Saraí, og í kjölfarið flýr Hagar með barn undir belti inn í eyðimörkina, flýr frá kvölurum sínum. Continue reading 1. Mósebók 16. kafli

1. Mósebók 15. kafli

Abram upplifir auð sinn til einskis, þar sem hann og Saraí eru barnlaus. Guð mætir honum og lofar því að hann muni eignast marga afkomendur, en segir honum jafnframt að niðjar hans verði hrepptir í þrældóm en muni losna þaðan með mikinn auð. Það er auðvelt að ímynda sér mikilvægi svoleiðis vilyrðis fyrir fólk í útlegð, hvort sem þessi frásögn nær flugi í Egyptalandi eða Babýlon. Vilyrði Guðs um að ástandið sé tímabundið og í lok kúgunarinnar geti þau snúið aftur til landsins sem Guð hafði lofað.