Lestrarverkefni í bið

Undanfarna þrjá mánuði hef ég skráð hér á síðuna viðbrögð mín og hugsanir þegar ég les í gegnum Biblíuna, einn kafla á dag. Verkefnið hefur verið gefandi og skemmtilegt en þar sem framundan eru miklar breytingar hjá mér og fjölskyldu minni á næstu fjórum mánuðum, ferðalög, flóknir flutningar, nýir vinnustaðir, nýir skólar hjá börnunum ásamt nýjum tækifæri og margvíslegum hindrunum, þá ætla ég að setja verkefnið í bið í bili.

Næsti texti sem ég hafði hugsað mér að taka fyrir var Spádómsbók Jeremía en hún hefst á köllunarfrásögn sem mér þykir vænt um. Framundan er að takast á við svar fjölskyldunnar við næstu köllun okkar. Afsökun Jeremía “En ég er enn svo ungur” á líkast til ekki við, svo um fátt annað að ræða en að takast á við framtíðina.