Stærðfræði(sumar)búðir

Nú í vikunni hef ég hjálpað til sem sjálfboðaliði í stærðfræði(sumar)búðum. Stærðfræðibúðirnar eru í boði nú þegar þátttakendur eru í vorfríi í skólanum sínum og eru skipulagðar af tveimur söfnuðum og í samvinnu við grunnskóla barnanna sem taka þátt. Markhópurinn fyrir búðirnar eru krakkar í 3. og 5. bekk sem gætu hagnast á viðbótarþjálfun í stærðfræði fyrir samræmd próf í Ohio sem verða haldin núna í kringum mánaðarmótin. Continue reading Stærðfræði(sumar)búðir

Að sjá að sér

Saga Páls er áhugaverð. Páll var hugsjónamaður, baráttumaður, hann var það sem hægt er að kalla á ensku „all-in”. Eftir nám í rabbískum fræðum, taldi hann það hlutverk sitt að berjast af krafti gegn villukenningum samtíma síns, m.a. fylgdarmönnum Jesú Krists, sem hafði nýverið verið krossfestur og að sögn fylgdarmannanna risið frá dauðum.

Continue reading Að sjá að sér

Trúarlegt ofbeldi gegn börnum

Fyrir rétt um 18 árum tók ég námskeið við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands um ofbeldi gegn börnum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu fjallaði um kenningar Votta Jehóva um barnauppeldi. Ástæðan fyrir því að það trúfélag varð fyrir valinu en ekki t.d. Krossinn, mormónar, lútherska kirkjan eða Ásatrúarsöfnuðurinn var sú að Vottar Jehóva lifa eftir mjög ákveðnum reglum og hugmyndir þeirra um uppeldi barna eru aðgengilegar í ritum trúfélagsins, en ekki einvörðungu í munnlegum prédikunum. Continue reading Trúarlegt ofbeldi gegn börnum

Að höndla verkefnið

Dóttir mín bauðst fyrir nokkrum vikum til að aðstoða við ljósastýringar á „Fiðlaranum á þakinu“ sem unglingaleikhús í St. Paul’s Episcopal Church er að setja upp. Boði hennar var tekið fagnandi en þegar hún mætti á staðinn fékk hún munnlegan lista yfir ljósabúnaðinn sem til var og spurð hvernig hún vildi vinna verkið. Continue reading Að höndla verkefnið

Hvað er ófyrirgefanlegt?

Þegar Háskóli Íslands leitaði til Jóns Baldvins Hannibalssonar um um að kenna hluta af námskeiði við skólann, skrifuðu tvær konur bréf. Inntak bréfsins var að þær töldu að einstaklingur sem hafði sannanlega viðhaft kynferðislega tilburði gagnvart barni og hafði skrifað lýsingar á heimsóknum til vændiskvenna þegar hann var í opinberum erindagjörðum í löndunum sem honum var ætlað að kenna um, ætti ekki heima sem kennari við Háskólann. Continue reading Hvað er ófyrirgefanlegt?

James Darmody kláraði heldur ekki sína gráðu

Við höfum verið að horfa á Boardwalk Empire hér á heimilinu síðustu vikur og erum núna að nálgast lok annarrar þáttaraðar. Í henni gegnir James Darmody eða „Jimmy“ mikilvægu hlutverki og hefur þegar nú er komið sögu í áhorfi okkar náð öllum völdum í Atlantic City. Hans tími er kominn.

Continue reading James Darmody kláraði heldur ekki sína gráðu

Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling

Ég var af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér lestri drengja og meintum hrakandi lesskilningi þeirra. Ef við gefum okkur að niðurstöður kannanna séu réttar og samanburður við eldri kannanir marktækur og lesskilningur fari versnandi, sér í lagi hjá drengjum, þá kallar það auðvitað á margskonar spurningar og vangaveltur. Tölvur og tölvuleikir eru nefndir til sögunnar, sem er hálfkómískt, enda kallar tölvuleikjaspil á lesskilning og áliktunarhæfni. Aukning nemenda í hverjum bekk með greiningar sem gerir kennurum erfitt fyrir hef ég heyrt nefnt, en fákunnandi ég hefði talið að aukning greininga yki ekki vandann heldur einfaldlega skilgreindi hann.

Continue reading Um innri og ytri hvata til lesturs – Smápæling

Trúvending – Yfir á beinu brautina

Rannsókn Kristjáns Þórs Sigurðssonar á Íslendingum sem hafa tekið islam inniheldur áhugaverða umfjöllun um mótun trúarafstöðu.

Þegar einstaklingar trúvenda til íslam er það oftast á tvenna vegu. Í fyrsta lagi á andlegum, tilfinningalegum forsendum þar sem guðleg nálgun og trúarlegar tilfinningar eru mikilvægustu viðmiðin og svo þar sem nálgunin er rökræn, vitsmunaleg og jafnvel vísindaleg og þar sem reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). Það má miða þessar tvær nálganir við tvær stefnur innan íslam, sem eru sufi (siðferðilegt íslam – ,,með hjartanu”) og salafi (hreintrúarstefna – bókstafleg) og er algengt að trúvendingar sveiflist í byrjun á milli þessara póla.  Continue reading Trúvending – Yfir á beinu brautina

Illmennska og ógeðisheit

Eitt af einkennum kerfisbundins misréttis er ósýnileikinn. Þegar reynt er að benda á tilvist kerfisbundins misréttis eða ef út í það er farið kerfislægrar kynþáttahyggju, er viðhorf forréttindafólks oft á þá leið að það persónulega séu góðar manneskjur. Við sjáum þetta í umræðum um feminisma, rasisma, fátækt og í trúarlegri umræðu. Og hér er mikilvægt að taka fram að ég er í ríkjandi stöðu þegar kemur að umræðunni um öll þessi mál. Ég er giftur karl, hvítur, vel stæður og kristinn og ég er ekki vondur. Continue reading Illmennska og ógeðisheit

Ójöfnuður skapar verri samfélög (smápóstur um pólítík)

Rannsókn Paul Piff við UC Berkeley, bendir til þess að ríkt fólk komi verr fram og sýni ábyrgðarlausari hegðun gagnvart náunga sínum en þeir sem hafa minna á milli handanna. Hvort að sjálfhverfan fylgi ríkidæminu eða ríkidæmið byggi á sjálfhverfu er kannski ekki alveg ljóst. Continue reading Ójöfnuður skapar verri samfélög (smápóstur um pólítík)

Velferðarkerfi er grundvallandi í uppbyggingu samfélags (smápóstur um pólítík)

Umræðan um að minnka stuðning við þá sem verr standa á Íslandi rýmar að sumu leiti við viðleitni stjórnmálamanna í BNA á síðustu árum. Rannsóknir hér í BNA sýna hins vegar að betra bótakerfi hjálpar fólki að öðlast sjálfstæði, byggir það upp og eykur möguleika þess að bæta stöðu sína. Continue reading Velferðarkerfi er grundvallandi í uppbyggingu samfélags (smápóstur um pólítík)

Guðsþjónusta án altarisgöngu

Hér á eftir er guðsþjónustuform án altarisgöngu og prédikunar, byggt í kringum kyrrð og tónlist frá Taize-klaustrinu í Frakklandi. Hefðbundnir liðir guðsþjónustuformsins eru notaðir að einhverju leiti, þannig er inngöngusálmur, miskunnarbæn, lofgjörð, lexía, pistill og guðspjall, ásamt almennri kirkjubæn og blessun til staðar í forminu.

Continue reading Guðsþjónusta án altarisgöngu

„Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“

Þegar ég kom til starfa hjá KFUM og KFUK á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum tók Ragnar Gunnarsson viðtal við mig fyrir Bjarma – tímarit um kristna trú. Ég rakst á viðtalið við tiltekt í skjölunum mínum í tölvunni og datt í hug að birta það hér. Þrátt fyrir að ég hafi staldrað styttra við hjá KFUM og KFUK en planið var í upphafi, þá er innihald viðtalsins jafn mikilvægt og fyrr. Continue reading „Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“

Fræðslumál í Kirkjuskipan Kristjáns III – þankar

Það er áhugavert þegar kirkjuskipanin er skoðuð hvernig hagsmunir ríkjandi valdakerfis á Íslandi, komu í veg fyrir að Danakonungur gæti byggt upp menntakerfi í landinu á 16. öld. Þannig má ætla að ríkjandi valdastéttir á Íslandi á 16. öld hafi seinkað uppbyggingu samfélagsins á Íslandi e.t.v. um nokkrar aldir í tilraun sinni til að viðhalda ríkjandi ástandi. Continue reading Fræðslumál í Kirkjuskipan Kristjáns III – þankar

Kreppur, þroski og sjálfsmyndarmótun

Í guðfræðináminu á Íslandi, ólíkt náminu í BNA, var mikil áhersla lögð í nokkrum kúrsum á kenningar Erik Erikson um þroska og sjálfsmyndarmótun. Þessu tengt voru okkur kynntar hugmyndir um overgangs objekt og fjallað um samspil Guðsmyndar við þroska eða skort. Continue reading Kreppur, þroski og sjálfsmyndarmótun