Prestskosningar

Hugmyndin um prestskosningar er um margt áhugaverð frá lúthersku sjónarhorni, embættismannaskilningi, hugmyndum um þjóð- eða ríkiskirkju.

Það er líka áhugavert að um leið og vægi leikmanna hefur stóraukist í þjóðkirkjunni hefur hugmyndin um prestskosningar allt að því horfið. Síðan ég byrjaði að fylgjast með kirkjupólítík á Íslandi hafa verið einungis þrennar prestskosningar sem ég fylgdist með/man eftir. Í Garðaprestakalli, þar sem Sr. Hans Markús Hafsteinsson var kosinn, í Selfossprestakalli þar sem sr. Þórir Jökull Þorsteinsson sigraði og í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd en þar sigraði sr. Kristinn Jens Sigurþórsson.

Það væri áhugavert að velta fyrir sér hvaða áhrif prestskosningar hafa á væntingar og samspil safnaðar og prests. Það væri spennandi að skoða hvers vegna fólk kallar eftir kosningum með undirskriftarlistum. Það væri upplýsandi að gera rannsókn á því hvers vegna fólk kýs einn einstakling öðrum fremur.

Alla vega, Staðastaðarprestakall er laust til umsóknar og sóknarbörn hafa óskað eftir prestskosningum. Þessi færsla er aðallega sett hér inn til að segja frá því að sá ágæti drengur Páll Ágúst Ólafsson er einn þeirra sem sóttu um. Kynningarsíðan hans er á www.pallagust.is.

One thought on “Prestskosningar”

  1. Það má auðvitað ekki gleyma því að þær kosningar sem þú telur upp áttu sér allt öðruvísi aðdraganda heldur en þann sem hér er á ferð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.