3. Mósebók 13. kafli

Lögin hér á undan snúast um að vernda samfélagið sem heild. Einstaklingar voru sjaldnast mikilvægari en heildin í samfélagi fortíðar. Einstaklingshyggja á kostnað heildarinnar er nýtt fyrirbæri í heimssögunni og lítt þekkt og enn síður skilið annars staðar en í hinum vestræna heimi.

Holdsveikireglur 13. kaflans snúast þannig ekki að réttindum sjúklingsins, enda engin umboðsmaður sjúklinga til staðar á þessum tíma. Um leið virðist leitast eftir því í reglunum að gefa annan séns. Holdsveiki er smitandi sjúkdómur og lækningin var ekki til staðar. Lausnin á vandanum fólst því í einangrun, eftir að prestarnir höfðu skoðað viðkomandi einstakling. Reglurnar gera hins vegar ráð fyrir áfrýjun, endurskoðun „dómsins“.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.