3. Mósebók 12. kafli

Reglur fyrir sængurkonur eru næst á dagskrá. Konum er gert að halda kyrru fyrir í 33 daga eftir fæðingu sveinbarns en 66 daga eftir fæðingu stúlkubarns. Þeim er ekki heimilt að koma inn í helgidóminn á þessum tíma. Að þessu hreinsunartímabili loknu skal hún leggja fram brennifórn og syndafórn til helgidómsins. Hér er enn á ný gert ráð fyrir að fórnargjafir séu í samræmi við fjárhagslega getu, en ekki föst stærð.

Það er ekki auðvelt að fjalla um reglur á borð við þessar og á hverju þær byggja. Hvað veldur því að stúlkubarn kallar á lengri hreinsunartíma en sveinbarn. Hvers vegna er móðir talin óhrein eftir fæðingu? Hvern/hverja/hvað er verið að verja með þessum reglum?

Það er ódýrt að tala um kúgun kvenna í þessu samhengi og áhrif feðraveldisins, án frekari útskýringar. Það er allt eins hægt að sjá í þeim inngrip samfélagsins til verndar stúlkubörnum eða leið til að koma í veg fyrir að konur séu sendar út á vinnumarkaðinn áður en þær hafa að fullu jafnað sig eftir barnsburðinn. Felst í því að vera óhreinn í þessu samhengi, ganga í gegnum hreinsunartímabil, endilega sú fordæming og skömm sem við í samtímanum höfum tilhneigingu til að setja á hugtakið?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.