3. Mósebók 11. kafli

Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin). 

Hefðin, lögin, helgihaldið er sett fram í frásagnastíl, þar sem helgisagnir og trúarhetjur samfélagsins eru virkir þátttakendur í mótun hefðanna með samskiptum sínum við Guð.

Hér í 11. kaflanum eru reglur um matvælaeftirlit fyrir samfélag án virks matvælaeftirlits. Upptalning á kjöti sem er óhætt til neyslu og eins því kjöti sem getur verið skemmt og skaðlegt. Hér er lagt bann við átu hræfugla, skeldýra, krabba, ýmissa tegunda skordýra, eðla, snáka og músa. Það er ekki leyft að notast við vatn þar sem sjálfdauð dýr af þessum tegundum hafa verið í snertingu við. Það er varað við að snerta skriðdýr og svo mætti telja áfram.

Þetta eru augljóslega reynslureglur. Það er ýmislegt á þessum lista sem ég kæri mig um að eta á 21. öldinni, þó röksemdafærsla mín snúist um sýkingarhættu og salmónellu, en ekki endilega boð Drottins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.