Markúsarguðspjall 11. kafli

Að koma fram sem sá sem valdið hefur, kýrios er gríska orðið í 3. versinu, er það sem einkennir þessa frásögn. Fyrir nokkrum árum var ég mjög upptekinn af því að valdið er í höndum þess sem tekur sér það. Í umræðum við samnemendur mína í Trinity Lutheran Seminary, sagði ég oft „Claim Your Authority“. Í þessum kafla mætum við Jesú sem hefur valdið, eða öllu fremur tekur sér valdið.  Continue reading Markúsarguðspjall 11. kafli

Markúsarguðspjall 10. kafli

Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli

Markúsarguðspjall 7. kafli

Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli

Markúsarguðspjall 5. kafli

Hér ágerist stefið um hættulegu breytingarnar. Þegar Jesús stígur úr bátnum mætir honum sinnisveikur maður (haldinn illum öndum). Veikindi hans eru vel þekkt. Hann ræður ekki við sig, hann hrópar og stundar sjálfsmeiðingar. Þegar veiki maðurinn sér Jesús óttast hann að nú séu breytingar framundan. Continue reading Markúsarguðspjall 5. kafli

Markúsarguðspjall 3. kafli

Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli

„Nútímavæðing“ islam

This new interpretation of Islamic law creates enormous problems. Rather than for the most part leaving non-Muslims alone, as did traditional Islam, Islamism intrudes into their lives, fomenting enormous resentment and sometimes leading to violence. Continue reading „Nútímavæðing“ islam

2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli

Hebreabréfið 7. kafli

Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli