Stuttar gamansögur

Í umfjöllun um Esterarbók og Jónas lagði einn Gamlatestamentiskennarinn minn mikla áherslu á að við nálguðum sögurnar á réttan hátt. Sögurnar um Ester og Jónas eru fyrst og fremst gamansögur (e. Comical Novellas) sem hafa erfst í munnlegri geymd. Þannig eru viðbrögð og hugmyndir í sögunum ýktar upp til að gefa þeim gamansamt yfirbragð um leið og þau endurspegla að einhverju leiti hugmyndir samfélagsins. Í íslensku samhengi minnir þetta e.t.v. á lýsingarnar á Gunnari Hámundarsyni eða á skáldagáfu hins 3ja ára Egils. Hér er oflof ekki háð, heldur skemmtun og hjálpar við að halda sögunni minnistæðri og lifandi.

Á sama hátt er spurningin um hvort persónur eru góðar eða slæmar, haldið opinni, líkt og í lýsingum á Gunnari og Agli, eða ef við lítum nær í tíma, persónusköpun Nick Hornby, en bækur hans hljóta að teljast til þessa gamanforms þó ekki séu þær stuttar.