Jónas 1. kafli

Tilraun Jónasar til að flýja köllun sína er ein af gamansmásögum Biblíunnar. Strax í þriðja versi má okkur var ljóst að Jónasi mun ekki takast ætlunarverk sitt,

Jónas… ætlaði að flýja frá Drottni til Tarsis.

Og sagan segir okkur hvernig flóttinn mistekst, en um leið er okkur ætlað að læra eitthvað, sem er erfitt að halda fram án þess að notast við „comic relief“.

Einn af fjölmörgum Gamla testamentisfræðingum sem ég hef setið í tímum hjá, bendir á að boðskapur sögunnar sé m.a. að Jahve er meira en einvörðungu Guð, Ísraels.

Sjómennirnir sem kasta Jónasi fyrir borð hér í fyrsta kaflanum, biðja til Jahve um miskunn. Það er verulegt frávik frá þeirri hugmynd sem er mjög sterk í Gamla Testamentinu að Jahve sé bara í tengslum við Ísrael. Gamla Testamentisfræðingurinn benti á að ákvörðun sjómannanna um að fórna Ísraelanum sé hægt að túlka í ljósi þess að aðgangur heiðingjanna að Jahve, felist í því að þeir fórni Jónasi. Þannig kallist fórn sjómannanna á Jónasi á við dauða Krists í einhverjum skilningi. Þó samlýkingin nái e.t.v. ekki mikið lengra. Það er enda ekki fórnarhugur sem fær sjómennina til að kasta Jónasi fyrir borð, enda streytast þeir gegn því og biðja Jahve fyrirgefningar á verki sínu, jafnvel áður en þeir kasta honum út.

Hins vegar slátra þeir dýri þegar veðrið lægir í þakkarskini fyrir lífgjöf sína.

Hins vegar er mikilvægt að

One thought on “Jónas 1. kafli”

Comments are closed.