Að koma fram sem sá sem valdið hefur, kýrios er gríska orðið í 3. versinu, er það sem einkennir þessa frásögn. Fyrir nokkrum árum var ég mjög upptekinn af því að valdið er í höndum þess sem tekur sér það. Í umræðum við samnemendur mína í Trinity Lutheran Seminary, sagði ég oft „Claim Your Authority“. Í þessum kafla mætum við Jesú sem hefur valdið, eða öllu fremur tekur sér valdið. Continue reading Markúsarguðspjall 11. kafli
Tag: teaching
Markúsarguðspjall 10. kafli
Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli
Markúsarguðspjall 9. kafli
Við erum sum í guðfræðigeiranum sem afgreiðum spádóm Jesú um komu Guðsríkisins í fyrsta versinu með hugmyndinni um „proleptic“ endalokaguðfræði (e. eschatology). Continue reading Markúsarguðspjall 9. kafli
Markúsarguðspjall 8. kafli
Þessi kafli markar þáttaskil í Markúsarguðspjalli. Fram að þessu hafa lærisveinarnir horft í aðdáun, hræðslu og undrun á kraftaverkamanninn Jesú, en í miðjum 8. kaflanum segir:
Þá tók Jesús að kenna þeim… Continue reading Markúsarguðspjall 8. kafli
Markúsarguðspjall 7. kafli
Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli
Markúsarguðspjall 5. kafli
Hér ágerist stefið um hættulegu breytingarnar. Þegar Jesús stígur úr bátnum mætir honum sinnisveikur maður (haldinn illum öndum). Veikindi hans eru vel þekkt. Hann ræður ekki við sig, hann hrópar og stundar sjálfsmeiðingar. Þegar veiki maðurinn sér Jesús óttast hann að nú séu breytingar framundan. Continue reading Markúsarguðspjall 5. kafli
Markúsarguðspjall 3. kafli
Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli
Markúsarguðspjall 2. kafli
Frásögnin af vinunum sem rjúfa gat á þakið heima hjá Jesú, til að láta lama mann síga niður til hans er oft notuð í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og kristinna félagasamtaka. Continue reading Markúsarguðspjall 2. kafli
„Nútímavæðing“ islam
This new interpretation of Islamic law creates enormous problems. Rather than for the most part leaving non-Muslims alone, as did traditional Islam, Islamism intrudes into their lives, fomenting enormous resentment and sometimes leading to violence. Continue reading „Nútímavæðing“ islam
2. Mósebók 5. kafli
Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli
Jónas 4. kafli
Það eru margar Biblíusögur sem kalla á ranga túlkun, vegna þess að innihald þeirra pirrar okkur. Ein af þessum sögum er í Matteusarguðspjalli 20.1-16. Réttlæti Guðs getur nefnilega virkað sem óréttlæti. Það er upplifun Jónasar hér. Continue reading Jónas 4. kafli
Stuttar gamansögur
Í umfjöllun um Esterarbók og Jónas lagði einn Gamlatestamentiskennarinn minn mikla áherslu á að við nálguðum sögurnar á réttan hátt. Sögurnar um Ester og Jónas eru fyrst og fremst gamansögur (e. Comical Novellas) sem hafa erfst í munnlegri geymd. Continue reading Stuttar gamansögur
Hebreabréfið 13. kafli
Drottinn er minn hjálpari,
eigi mun ég óttast.
Hvað geta mennirnir gert mér?
Enn er komið inn á mögulegar ofsóknir og erfiðleika koma fram í lokakaflanum á bréfinu. Continue reading Hebreabréfið 13. kafli
Hebreabréfið 8. kafli
Koma Jesús felur í sér nýjan sáttmála. Sá sáttmáli byggir ekki á Torah, hinu ritaða lögmáli. Hið nýja lögmál er ritað í hjarta og huga þeirra sem trúa og treysta á Guð. Hinn nýi sáttmáli verður auk þess án skilmála af hendi Guðs, Continue reading Hebreabréfið 8. kafli
Unemployment
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=pLmmJxr41gM]
UNEMPLOYED er heimildamynd eftir Önnu Halldórsdóttur og Claire Zhu.
UNEMPLOYED is a documentary by Anna Halldorsdottir and Claire Zhu.
Hebreabréfið 7. kafli
Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli
Hebreabréfið 5. kafli
Guðdómur Jesú er í þessum kafla tengdur við iðrunarskírn Jesú af hendi Jóhannesar. En orðin í 5. versinu:
Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Continue reading Hebreabréfið 5. kafli
Hebreabréfið 3. kafli
Það er fyrst hér í þriðja kaflanum sem að Jesús er nafngreindur sem Guðssonur.
Við erum vöruð við því að forherðast. Okkur ber að varast að leyfa efasemdum og vantrú að grafa um sig í lífi okkar. Með því að snúa baki við Guði, með því að gera uppreisn gegn von Guðs, þá missum við af gleðinni á himnum.
Hebreabréfið 1. kafli
Hebreabréfið hefur merkilega stöðu í Nýja Testamentinu. Ritið er án vísunar til höfundar þess. Með öðrum orðum Hebreabréfið sækir ekki áhrifavald sitt til meints höfundar, heldur til textans sjálfs og þeirrar staðreyndar að textinn er hluti af kanón Biblíunnar. Continue reading Hebreabréfið 1. kafli
Barúksbók 2. kafli
Barúk lýsir því yfir að alsherjarhrun hafi átt sér stað. Drottinn leyfði ógæfunni að koma yfir þjóð sína, enda hafði þjóðin virt Drottinn að vettugi. En þegar botninum er náð kallar Barúk til Guðs um blessun. Röksemdafærsla Barúks er skemmtileg: Continue reading Barúksbók 2. kafli