Hér fáum við aðra ættartölu 1. Mósebókar. Þeir eru til sem nota þessar tölur til að reikna nákvæmlega út ártalið sem Guð skapaði heiminn. Þeir eru til sem halda að hér sé verið að lýsa með mikilli nákvæmni uppruna allra þjóða. Þeir hinir sömu eru á villigötum. Meðan ég man, það verður ekki heimsendir 21. maí 2011 og ástæðan er ekki að verkfræðingurinn hafi reiknað vitlaust, heldur einfaldlega sú að dæmið sem hann er að glíma við er ekki til. Continue reading 1. Mósebók 10. kafli
Tag: storytelling
1. Mósebók 9. kafli
Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli
1. Mósebók 6. kafli
Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli
1. Mósebók 5. kafli
Nú er komið að fyrstu ættartölu Biblíunnar og það vekur athygli að allir urðu þeir fremur gamlir sem nefndir eru. Ég hef alltaf verið skotinn í hugmyndinni að talan sem nefnd sé, eigi við mánuði (tungl) en ekki ár (sól). Það hins vegar gengur vart upp þegar haft er í huga að þá var Kenan um 6,5 árs þegar hann átti sitt fyrsta barn. Continue reading 1. Mósebók 5. kafli
Að lesa flókna texta
Næsta rit Biblíunnar sem ég ætla að blogga er Genesis eða 1. Mósebók. Það er líklega flóknasta rit Biblíunnar fyrir margar sakir. Ritið er ofið saman úr margvíslegum textum frá mismunandi tímum, sem margir höfðu varðveist í munnlegri geymd jafnvel um aldir. Það eru margar leiðir til að greiða ritið í sundur, sú þekktasta er að greina ritið í J, E og P þræði. J stendur fyrir Jahve eða öllu heldur YHWH, Guð Ísraelsmanna sem gengur úti í kvöldsvalanum í Eden. E stendur fyrir Elohim, Guð alsherjar sem skapar allt og hefur tilhneigingu til að horfa á heiminn úr fjarlægð, Guð sem Bette Midler syngur um í laginu “From a Distance.” Loks stendur P fyrir texta sem eiga líkast til uppruna sinn hjá prestastétt gyðinga í herleiðingunni í Babylóníu. Continue reading Að lesa flókna texta
Jóhannesarguðspjall 20. kafli
Jæja, það er ekki nóg með að Pétur sé yfirleitt úti á þekju. Hann hleypur líka hægar en lærisveinninn sem Jesús elskaði. Hversu mikið “diss” er það að koma því að í mestseldu bók heims að félagi þinn hlaupi hægar en þú. Ef ég hef haft minnstu efasemdir um að lærisveinninn sem Jesús elskaði hafi komið að ritun Jóhannesarguðspjalls, þá eru þær efasemdir ekki lengur til staðar. Vá, þú ert að fara að tala um upprisu Jesú Krists, stærsta viðburð sögunnar og byrjar á því að tala um að þú hlaupir hraðar en félagi þinn Pétur. Djíí, ég verð að segja að þetta toppar eiginlega allt, nema kannski þá upprisuna sjálfa. Continue reading Jóhannesarguðspjall 20. kafli
Hvað er sannleikur?
Prédikun upphaflega flutt í Hjallakirkju í Kópavogi í september 1998.
Lokum augunum og reynum að sjá fyrir okkar lítið myndbrot. það er snemma morguns, við stöndum í stórum, tignarlegum salarkynnum þar sem ekkert virðist hafa verið sparað til að gera allt sem glæsilegast. Continue reading Hvað er sannleikur?
Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Hver er trú mín?
Á tölvunni minni hefur núna í marga mánuði verið skjal sem ég rakst á einhvers staðar, en virðist verið upprunið í fermingarfræðslu lúthersks safnaðar í Humboldt, Iowa. Continue reading Hver er trú mín?
Jóhannesarguðspjall 12. kafli
Lasarus sagan virðist hafa vakið mikla athygli. Skyndilega er Lasarus líka orðin vandamál fyrir trúarleiðtoganna. Ef við gefum okkur í stutta stund að lærisveinninn sem Jesús elskaði, Lasarus og höfundur Jóhannesarguðspjalls séu einn og sami maðurinn, þá er óendanlega mikið skemmtilegra og mannlegra að lesa fyrri hluta 12. kaflans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 12. kafli
Jóhannesarguðspjall 11. kafli
Mér finnst erfitt að glíma við kraftaverkasögur eins og Lasarus. Frásagnir sem ganga gegn öllu sem ég veit og skil um heiminn. Ég get vissulega nálgast hana út frá vangaveltum um hvort Lasarus hafi verið lærisveinninn sem Jesús elskaði. Einnig gæti ég velt upp hugmyndum um að Lasarus hafi verið aðalhöfundur Jóhannesarguðspjalls. Þannig gæti ég týnt mér í nútímavæddum akademískum pælingum um höfund guðspjallsins og sleppt upprisufrásögninni. Continue reading Jóhannesarguðspjall 11. kafli
Jóhannesarguðspjall 9. kafli
Það er auðvelt að festast í því sem skiptir ekki máli, sérstaklega ef það er erfitt að horfast í augu við aðalatriðin. Þannig hef ég oft lesið þessa frásögn og einblínt á kraftaverkið, hvernig Jesús breytti lífi blinda mannsins og hversu frábært það er að Jesús læknar. Á sama hátt þekki ég góða menn sem gera lítið úr frásögninni og benda í því sambandi á hversu ógeðslegt það sé að blanda saman munnvatni og drullu til að maka í augu einhvers. Continue reading Jóhannesarguðspjall 9. kafli
Hefur þú tíma?
Þessir þankar voru skrifaðir fyrir KSS fund í desember 1998 og hafa verið lagfærðir með tilliti til málfars og aukins þroska og endurskrifaðir að hluta.
“Það sem mest er um vert í lífinu,” sagði maðurinn, “er að komast áfram, að verða eitthvað, að eiga eitthvað. Sá sem kemst vel áfram, sá sem verður eitthvað meira og eignast meira en aðrir fær allt annað eins og af sjálfu sér, vináttu, ást, heiður og svo framvegis. Þú álítur að þér þyki vænt um vini þína? Við skulum athuga það svolítið nánar.” Grámennið blés nokkrum núllum út í loftið. Mómó dró bera fótleggina inn undir pilsið sitt og reyndi af fremsta megni að skríða inn í stóra jakkann sinn.
Continue reading Hefur þú tíma?
Júdasarbréf
Þegar ég les Júdasarbréf rifjast upp fyrir mér þegar ég tók kúrs í “Organizational Behavior” sem er kenndur sem hluti MBA námsins við Capital University. Kennslustundin fjallaði um hvers kyns “borderline” hegðun og narcissisma. Kennarinn listaði upp nokkur mismunandi einkenni slíks atferlis og spurði hversu mörg okkar hefðu verið í verulegum samskiptum, nánu samstarfi eða unnið með a.m.k. einum einstaklingi sem sýndi fleiri en eitt þessara einkenna yfir lengri tíma. Continue reading Júdasarbréf
Rutarbók 4. kafli
Ekki aðeins gátu tengdamæðgurnar leitað hjálpar fjölskyldunnar í 3. kafla. Í 4. kaflanum heyrum við að þær áttu jarðskika sem þær höfðu ekki aðgang að, líklega vegna stöðu sinnar sem ekkjur. Til að gefa þeim kost á lífi og réttindum fer því Bóas þá leið að taka sér Rut sem eiginkonu og gefa þeim, Naomi og Rut, tækifæri til að njóta réttar síns og nýta skikann sem með réttu var þeirra. Continue reading Rutarbók 4. kafli
Rutarbók 3. kafli
Í þriðja kaflanum sjáum við nýja Naomi. Sjálfsásökunin og stoltið eða kannski öllu fremur sú tilfinning að vera einskis verð, vera ‘failure’ virðist horfin. Hún upplifir það ekki lengur sem minnkun að leita réttar síns, fara fram á þá aðstoð sem henni ber. Naomi sendir Rut á fund Bóasar og til að óska eftir að líf þeirra tengdamæðgna verði reist við. Continue reading Rutarbók 3. kafli
Strákakristindómur
Ég tilheyri kvennastétt, ég er djákni. Vígðir djáknar í þjóðkirkjunni eru 40, þar af eru 5 karlmenn, ég, einn þeirra.
Fyrir nokkrum misserum fór ég eins og stundum áður á félagsfund Djáknafélags Íslands og hitti vinkonur mínar í félaginu. Ein þeirra vatt sér upp að mér og hóf að segja mér frá starfinu í Vatnaskógi. Continue reading Strákakristindómur
Rutarbók 2. kafli
Naomi kemst ekki upp með nafnbreytinguna úr fyrsta kafla, alla vega ekki hjá sögumanni Rutarbókar. Hún er ennþá Naomi, sama hvað sjálfsásökunum í fyrsta kaflanum líður. Tengdadóttirin Rut reynist betri en engin á nýjum stað og hjálpar tengdamóður sinni við að koma nauðsynjum í hús. Continue reading Rutarbók 2. kafli
Rutarbók 1. kafli
Ég hyggst byrja lesturinn á bókinni um Rut, sem var bæði sönn og góð. Alla vega ef eitthvað er að marka sunnudagaskólasöngva. Bókin byrjar af krafti, enda stutt. Við höfum þjóð sem er stýrt af dómurum og er að ganga í gegnum efnahagshrun. Það er hungursneyð og fjögurra manna fjölskylda, faðir, móðirin Naomi og tveir synir pakka saman og flytja úr landi. Þetta er allt í fyrsta versinu. Continue reading Rutarbók 1. kafli
It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek
Donald E. Meek takes it personally. Celtophiles (59) and plastic surgeons (190) are stealing his cultural heritage and religion. The elements that make him what he is. Meek’s account of the events are scholarly based, witty, ironic, and at times his anger is quite visible. His humor is wonderful, and from time to time, I laughed out loud, as I read through his description of contemporary Celtic Christianity. At one time I put the library book aside, grabbed my computer and ordered my own copy from amazon.com, thinking that this was one of the text books I had to own.
Yes, I liked Meek’s book, his meekness in the introductory chapter, his way of confronting the contemporary Celtic Christianity and the way he stands up against what he considers to be a theft of his own personal identity. Continue reading It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek