Rutarbók 3. kafli

Í þriðja kaflanum sjáum við nýja Naomi. Sjálfsásökunin og stoltið eða kannski öllu fremur sú tilfinning að vera einskis verð, vera ‘failure’ virðist horfin. Hún upplifir það ekki lengur sem minnkun að leita réttar síns, fara fram á þá aðstoð sem henni ber. Naomi sendir Rut á fund Bóasar og til að óska eftir að líf þeirra tengdamæðgna verði reist við.

Það er erfitt að átta sig á hvað “ritualið” merkir sem Naomi biður Rut um að framfylgja í samskiptum sínum við Bóas. Það er samt ljóst að Bóas telur að Rut sé dygðug kona þrátt fyrir það sem fram fór við endann á kornbingnum. Þó hann telji jafnframt vænlegast að vera hennar þar spyrjist ekki út.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.