Risastór ljósblár bangsi með bleikt hjarta á maganum

Flutt á Sæludögum í Vatnaskógi og í námskeiði um prédikunarfræði við Háskóla Íslands einhvern tímann á síðustu öld. Lítillega lagfært með tilliti til málfars og þroska.

Fyrir nokkrum árum var ég að tala við fáeina unglinga og það kom til tals hvernig Guð væri.

„Ég held að Guð sé gamall karl með skegg,“ sagði einn.  „Guð er allt,“ sagði annar. „Guð er svona einhvers konar þoka,“ „Guð er þetta,“ „Guð er hitt“ og „Guð er fyrir mér,“ sagði ein stelpan, „Guð er fyrir mér risastór ljósblár bangsi með bleikt hjarta á maganum.“ Continue reading Risastór ljósblár bangsi með bleikt hjarta á maganum

Bækur sem vert er að lesa

Ég er stundum spurður um hvaða bækur ég hef lesið nýlega sem vert er að glugga í. Á næstu vikum og mánuðum hyggst ég birta nokkra bókaumfjallanir hér á vefnum um misspennandi bækur sem ég hef rekist á. En þangað til er e.t.v. vert að benda á nokkrar bækur á sviði starfsháttafræði sem er vert að lesa fyrir áhugafólk og sérfræðinga um kirkjustarf.

Israel Galindo gaf nýlega út bókina “Perspectives on Congregational Leadership: Applying systems thinking for effective leadership” sem tekur á því sama og “The Hidden Lives of Congregations” nema í styttra formi. Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma til að lesa þá bók.

Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

It is clear according to Dori Grinenko Baker and Joyce Ann Mercer, youth should not be a time of waiting to become. Young people are not to be subjects of our solution based church ministry. Continue reading Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

Tættir þankar um fermingarfræðslu

Reglulega velti ég fyrir mér hvernig hægt er að nálgast fermingarfræðsluna í íslensku þjóðkirkjunni. Verkefnið er flókið, þar sem fermingarhefðin og foreldrakrafan um að “allir” unglingar fermist kallast á við áhuga kirkjunnar á að fá unglingana til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um ferminguna sína. Continue reading Tættir þankar um fermingarfræðslu

Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When a young person walks into a church, it’s a significant moment, because no one expects her to go and nothing pressures her to attend; instead, she enters the church looking for something. (16)

Tribal Church is one person’s attempt to put it out there; her thoughts and feelings about being a parent, a spouse, a seeker, a rostered church leader, a young adult, a person-in-debt, all while living in a world of constant changes and uncertainty. She addresses the struggle of being a follower of Christ in a world were young people outside the church walls “seem much more gracious, loving, and responsible, more consistent with Christ-like behavior.” (2) Continue reading Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

Stutt athugasemd um aðalnámskrá

Strax í upphafi er rétt að taka fram að ég hef ekki lesið nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í heild og vel má vera að um gott plagg sé að ræða. Athygli mín var hins vegar vakin á öðrum kaflanum þar sem gerð er grein fyrir hugtakinu almenn menntun. Þar er haldið á lofti fullyrðingum um eldri skilgreiningar á almennri menntun og án þess að ég sé sagnfræðingur eða sérfræðingur í menntunarfræðum get ég fullyrt að svona framsettar fullyrðingar yrðu seint samþykktar sem vitneskja á Wikipedia.

Þannig kemur fram einstaklega barnaleg söguskoðun og grunnur skilningur á miðaldasamfélaginu og stöðu kirkjunnar á miðöldum í Evrópu. Það að setja svona inn í nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er fráleitt, nema ef ætlunin sé að námskráin endurspegli hugmyndaheim grunnskólaritgerða.

Svo ég útskýri mál mitt frekar. Í aðalnámskránni er sagt:

Miðaldakirkjan skilgreindi almenna menntun í Evrópu á miðöldum út frá sínum þörfum, …

Og er þessi fullyrðing notuð til að sýna hversu mjög hugmyndir um almenna menntun hefur breyst því að á:

21. öld er almenn menntun skilgreind út frá samfélagslegum þörfum og út frá þörfum einstaklinganna.

Gallinn við þessa framsetningu er auðvitað tvenns konar. Fyrir það fyrsta var einstaklingshyggja upplýsingarinnar óþekkt á miðöldum þannig að réttilega hefur sú áhersla bæst við (í orði að minnsta kosti). En það sem meira er um vert, kirkjan var sá samfélagslegi veruleiki sem allir bjuggu við og mótaði samfélagið. Almenn menntun á miðöldum tók því mið af samfélagslegum þörfum á sama hátt og nú er, en í stað fyrirtækjastyrktra kennslustofa og ríkismiðaðra námsferla, voru samfélagslegu þarfirnar skilgreindar af kirkjunni, enda stærsta og öflugasta samfélagslega stofnunin á þeim tíma.

Nú er ekki svo að ég telji að kirkjan eigi að hafa þetta hlutverk í dag, fjarri fer því, en það er einfaldlega barnalegt að halda því fram að grunnmarkmið almennrar menntunar hafi breyst svo mjög, þ.e. hvað varðar það hlutverk að uppfylla samfélagslegar þarfir.

Vissulega getur verið að höfundur sé einvörðungu að benda á að samfélagslegar þarfir á miðöldum hafi verið skilgreindar af kirkjunni en í dag séu samfélagslegar þarfir “raunverulegar” samfélagslegar þarfir. En það lýsir ekki bara barnaskap heldur hroka, og kallar á upplýsingar í námskránni um hvaða stofnanir og samfélagshópar móta hvaða samfélagslegar þarfir almenn menntun í dag á að mæta.

Þegar opinberir aðilar skrifa stefnumótandi gögn er gífurlega mikilvægt að slík gögn séu gagnrýnd ítarlega til að takast á við og greina rómantískar ranghugmyndir, hvort sem um er að ræða “illu miðaldakirkjuna” eða “kristilegan menningararf íslendinga.” Ef þrátt fyrir allt er ákveðið er að notast við slíkar hugmyndir þarf að gera það á faglegan hátt, þannig að hægt sé að leita í heimildir fyrir hugmyndunum.

Ég er ekki viss um að sagnfræðikennarinn minn í MR hefði orðið sáttur við vinnubrögðin ef ég hefði sett fram fullyrðingar um almenna menntun yfirstétta til forna og kirkjumiðlæga menntun á miðöldum á þann hátt sem gert er í drögum að námskránni sem honum ber að fylgja.

Tækifæri til nýrrar hugsunar

Ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að greina betur á milli kirkju- og skólastarfs er um margt áhugaverð og skapar spennandi tækifæri fyrir kirkjuna til að endurskoða aðferðafræði barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á sérfræðistarf í kirkjunni, þar sem sérfræðingar eru ráðnir til starfa af söfnuðunum til að mynda tengsl og bjóða upp á dagskrá fyrir börn og unglinga. Þetta starf hefur verið áberandi, líklega hafa aldrei fleiri börn og unglingar tekið þátt í kirkjustarfi og dagskráin er hönnuð og sett upp af mjög hæfileikaríku fólki. Continue reading Tækifæri til nýrrar hugsunar

Umhyggja, vonbrigði og reiði

Þankar vegna skrifa formanns Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu 4. september 2010.

Margir hafa tjáð sig um málefni þjóðkirkjunnar síðustu vikur, margt gott hefur verið sagt, og annað miður fallegt látið fjúka. Þegar formaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs í dag, ásakaði fréttamenn um annarlegar kenndir og minnti okkur sum með óbeinum hætti á ógeðfellt samtal Davíðs Oddssonar og Ólafs Skúlasonar um að athygli fjölmiðla væri eðli málsins samkvæmt alltaf tímabundin, þá fannst mér tímabært að leggja orð í belg.
Continue reading Umhyggja, vonbrigði og reiði

Bæn

Um þessar mundir er ég að endurskoða efni fyrir fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Ein af stundunum sem ég horfi til er kennslustund í kapellunni um bænina. Spurningin sem ég stend frammi fyrir er hvernig fjalla á um bænina/samtal við Guð fyrir unglinga. Klassíska kennsluhugmyndin um bænina sem fyrirspurnaþjónustu er að sjálfsögðu alls ófullnægjandi. Continue reading Bæn

Manneskjan og/eða kerfið

Árið eftir að ég hætti störfum sem framkvæmdastjóri ÆSKR (Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum), notaði ég mikið af tíma mínum í lestur og skrif um persónuleikabresti, velti upp spurningum hvað það merkti að kirkjan væri öllum opin og að allir væru velkomnir. Brennipunkturinn í vangaveltum mínum var mjög einstaklingsbundin og undir sterkum áhrifum einstaklingshyggju pietismans. Continue reading Manneskjan og/eða kerfið

Að gleðjast með skaparanum

Mig langar að lesa úr Litla Prinsinum eftir Antoine De Saint-Exupéry

– Stjörnurnar eru ekki eins fyrir alla. Fyrir suma sem ferðast eru stjörnurnar leiðarljós. Fyrir aðra eru þær ekkert nema smáljós. Fyrir aðra sem eru lærðir eru þær viðfangsefni. Fyrir kaupsýslumanninn minn voru þær gull. En allar þessar stjörnur eru þöglar. Fyrir þig verða stjörnurnar öðruvísi en fyrir alla aðra… Continue reading Að gleðjast með skaparanum

Spiritual formation: a family matter

In his article “Spiritual formation: a family matter,” C. Ellis Nelson writes about spiritual formation in light of Shemá.

Hear, O Israel: The Lord is our God, the Lord alone. You shall love the Lord your God with all your heart, and with all your soul, and with all your might.  Keep these words that I am commanding you today in your heart. Recite them to your children and talk about them when you are at home and when you are away, when you lie down and when you rise. Bind them as a sign on your hand, fix them as an emblem on your forehead, and write them on the doorposts of your house and on your gates. (Deut 6.4-9)

Nelson emphasizes that if God is not part of an upbringing in a household, “children will, under ordinary circumstances, either fashion a private idea of God, become unaware of God’s existence, or consider God unimportant.” Direct teaching by some kind of religious institution or authority can not substitute for the family in this regard. Nelson claims:

Direct teachings about God are important but what is taught can get split off from the events of daily life. If this happens, then the children may begin to develop a legalistic, obey-the-rules type of relation to God or a dogmatic, I-know the-truth style of religion.

Why Anne Rice Has Never Been More of a Christian

Whatever backlash Anne Rice might eventually receive from her Christian readers, or from the Evangelical establishment itself, the undeniable fact is that the decision of this sensitive, passionate, and devout woman to leave Christianity is one that Christ himself would likely understand, even applaud, even as He would likely weep at the holocaust of hatred, bigotry, and collateral carnage that has devolved from the grimy, shopworn religion to which His glorious name has been affixed.

via Michael Rowe: Why Anne Rice Has Never Been More of a Christian.

I lift up my eyes to the hills

It is sometimes annoying being a student of theology. One of the devastating moments in my studies was addressing Psalm 121, and learning that the original meaning is NOT that God’s comes from the hill to save us. The reason we lift our eyes to the hills, is that the heathens live there, and we are afraid they are coming to get us.

This completely ruins the reading of this text in the context of Vatnaskogur Summercamp. How often have I thought about hill “Kambur” and its beauty when I have read this text.

Gospel as a threat

As I looked through my stuff, there are lot of interesting things that might as well go here on ispeculate.net. When taking a class about Urban Ministry in Detroit, I attended few lectures by Dr. James W. (Jim) Perkinson. Dr. Perkinson was in his lectures focused on the reading of the Bible as a response to the Empire. Continue reading Gospel as a threat

Merit of sources

When looking at merit of historical sources, there are five criteria that are of most importance.

  • Multiple Attestation – Do we have many independent sources?
  • Dissimilarity – Do our sources seem to support the writers agenda? If not its better!
  • Language and Environment – Does the language and the environment fit the setting it is supposed to fit?
  • Coherence – Does what we are researching fit what we already know?
  • Post-Enlightenment World View – Does it fit what we know about reality? For example, people don’t rise from dead.

Multitasking

Multitasking messes with the brain in several ways. At the most basic level, the mental balancing acts that it requires—the constant switching and pivoting—energize regions of the brain that specialize in visual processing and physical coordination and simultaneously appear to shortchange some of the higher areas related to memory and learning. We concentrate on the act of concentration at the expense of whatever it is that we’re supposed to be concentrating on.

via The Autumn of the Multitaskers by Walter Kirn.

Finding our way into the future

Unless we are able, as Christians, to discover ways of conducting our life and our mission that differ radically from the Christendom form of the church that has dominated throughout most of Christian history, we shall be doomed in the future to be part of our world’s problem, and not its solution.

Perhaps if ecumenism was less concerned about the union of tired, old institutions and more concerned about the calling of the Christian movement in the world as a whole, ecumenicity itself would be more vital to all who take this faith with some degree of seriousness.

We Christians, who have imposed ourselves and our faith on so many, for so long, must now earn the right to explain the reason for our hope.

Finding Our Way into the Future by Douglas John Hall.