Daníelsbók 11. kafli

Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu.  Continue reading Daníelsbók 11. kafli

Daníelsbók 9. kafli

Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Continue reading Daníelsbók 9. kafli

Daníelsbók 7. kafli

Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið. Continue reading Daníelsbók 7. kafli

Daníelsbók 6. kafli

Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins.  Continue reading Daníelsbók 6. kafli

Daníelsbók 5. kafli

Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli

Daníelsbók 4. kafli

Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar.  Continue reading Daníelsbók 4. kafli

Daníelsbók 2. kafli

Nebúkadnesar hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart loddurum, hvort sem þeir eru særinga-, galdra- eða spásagnafólk. Fyrst þeir hafa svona góða tengingu við hið yfirnáttúrulega eiga þeir ekki aðeins að ráða drauma, heldur ættu að geta sagt frá því hver draumurinn var upphaflega. Aðeins þannig getur Nebúkadnesar dæmt um raunverulega tengingu miðlanna.  Continue reading Daníelsbók 2. kafli

Daníelsbók 1. kafli

Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.

Continue reading Daníelsbók 1. kafli

Markúsarguðspjall 12. kafli

Dæmisaga Jesú í 12. kaflanum er harkaleg og kallast á við frásögu Fjodor Dostojevski í The Grand Inquisitor í Karamasov bræðrunum. Guð fól þjóð sinni allt, þegar spámennirnir komu og kölluðu eftir réttlæti og friði, voru þeir svívirtir, sbr. Jeremía og fleiri. Continue reading Markúsarguðspjall 12. kafli

Markúsarguðspjall 10. kafli

Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli

„Nútímavæðing“ islam

This new interpretation of Islamic law creates enormous problems. Rather than for the most part leaving non-Muslims alone, as did traditional Islam, Islamism intrudes into their lives, fomenting enormous resentment and sometimes leading to violence. Continue reading „Nútímavæðing“ islam

2. Mósebók 20. kafli

Guð ávarpar lýðinn með lögum fyrir samfélagið allt, líkt og Jetró hafði bent á að væri mikilvægt að koma á sem fyrst. Lögin eru skýr og hafa á einn eða annan hátt verið notuð til rökstuðnings lagasetningum um allan heim síðan þetta var. Sér í lagi á síðustu 1700 árum. Það eru til fjölmargar leiðir til að skipta upp lögunum, en mig langar að skipta þeim upp í þrjá hluta. Continue reading 2. Mósebók 20. kafli

2. Mósebók 16. kafli

YHWH reddar vatni í eyðimörkinni, en það stoppar ekki hringingarnar í 113. Það er óþolandi að búa við óöryggi.

Þá möglaði allur söfnuður Ísraelsmanna gegn Móse og Aroni í eyðimörkinni og sagði við þá: „Betra væri okkur að við hefðum fallið fyrir hendi Drottins í Egyptalandi þegar við sátum við kjötkatlana, þegar við átum okkur södd af brauði. En þið hafið leitt okkur út í þessa eyðimörk til þess að láta allan þennan söfnuð farast úr hungri.“

Söfnuðurinn er með öllu ósjálfbjarga í nýjum aðstæðum og möglið er óstöðvandi. Guð sendir lynghænsn, gefur þeim vatn og brauð eins og hver þarf. Móse segir þeim að taka bara það sem þau þurfa og ekkert meir, en auðvitað eru einhverjir sem taka meira en þeim ber. Það gerist ekki bara í eyðimörkinni.

Á sama hátt gaf YHWH þeim tvöfalt einn dag vikunnar, svo þau héldu hvíldardaginn heilagan, en það voru að sjálfsögðu einhverjir sem reyndu að afla sér extra sjöunda daginn.

Það er á margan hátt magnað og merkilegt að lesa 3-4000 ára frásagnir um væl og græðgi, hræðsluna við breytingar og hegðun tækifærissinna. En hvað um það, ástandið í eyðimörkinni stóð í 40 ár. Þannig að sjálfsagt hafa margir í lokin sagt, en þetta hefur alltaf verið svona!

2. Mósebók 8. kafli

Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.

Continue reading 2. Mósebók 8. kafli