Daníelsbók 8. kafli

„Framtíðarsýnir“ Daníels halda áfram. Söguskilningur ritara á valdabaráttu, uppbyggingu og falls stórvelda fyrir botni Miðjarðarhafs á árunum 597 f.Kr.-167 f.Kr. eru settar fram í draumi Daníels, ríki þenjast út og dragast saman, klofna og hverfa. 

Geithafurinn er þannig tákn fyrir uppbyggingu gríska heimsveldisins í tíð Alexanders mikla.

Meðan ég horfði á birtist geithafur úr vestri og barst hann yfir jörðina alla án þess að snerta hana. Sá hafur hafði horn mikið milli augna. Hann stefndi á tvíhyrnda hrútinn sem ég hafði séð standa milli mín og árinnar og rann á hann af miklum ofsa. Ég sá hann renna á hrútinn og hamast gegn honum af miklu offorsi. Hann stangaði hrútinn og braut bæði horn hans en hrúturinn megnaði ekki að veita honum viðnám. Hann slengdi honum til jarðar og tróð hann undir og enginn var til að frelsa hrútinn undan valdi hans.

En við megum vita að tilvist gríska heimsveldisins er ekki eilíf.

Slægð hans mun tryggja vélabrögðum hans framgang. Hann mun hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun er þeir ugga ekki að sér. Hann mun jafnvel etja kappi við höfðingja höfðingjanna. En honum verður steypt og án þess að menn komi nærri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.