Tengsl vonar og hamingju eru áhugaverð. Þannig er mér minnisstætt þegar prófessorinn minn í Kristniboðsfræðum talaði um að rannsóknir í Afríkuríkjum bentu til þess að þeir sem tækju kristna trú færðust upp á við í þjóðfélagskerfinu. Mest áberandi væri breytingin frá hópnum sem lifði við eymd og færðist upp í hópinn sem býr við gífurlega fátækt.
Tag: mission
Jeremía 1. kafli
Spádómsbók Jeremía lýsir viðvörunum spámannsins og áminningu til landa sinna, en ekki síður fjallar hún um glímu spámannsins við sjálfan sig og köllun sína. Þannig sér spámaðurinn þörfina á að boðskapurinn sem hann telur sig hafa frá Guði heyrist, en óskar sér þess að hann þurfi ekki að sjá um flutninginn. Jeremía telur sannleikann mikilvægari en eigin velferð, þó það sé alls ekki alltaf auðvelt.
Eftir að ritari tímasetur líf Jeremía Hilkíasonar á tímabilinu milli fyrri og síðari Herleiðingarinnar, eða á árabilinu 597-587 f.Kr. hefst glíma Jeremía.
Hann veit sem er að hann á að fara og benda á misgjörðir samfélagsins, hann upplifir köllun sína sem Guðs útvalningu, en Jeremía upplifir sig takmarkaðan, “ég er enn svo ungur.” Guð lofar Jeremía ekki auðveldu lífi, fullyrðir að á hann verði ráðist, en hlutverk hans sé að tala sannleikann og hjálpa þjóð sinni að horfast í augu við stöðu sína.
Kirkjujarðirnar
Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar
Samþykkt dagsins
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.
Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.
En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.
Söfnuður sem heimahöfn
Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag. Continue reading Söfnuður sem heimahöfn
Galatabréfið 5. kafli
Það að leitast við að fylgja lögmálinu til að tryggja sér á einhvern hátt náð Guðs, er yfirlýsing um að náð Guðs sé skilyrt og með slíkri yfirlýsingu gerum við lítið úr náðarverki Guðs, þá gerum við lítið úr Kristi.
Continue reading Galatabréfið 5. kafli
Galatabréfið 3. kafli
Við eigum ekki trúna á Krist vegna þess að við höfum staðið okkur svo vel, vegna þess að við höfum gert góða hluti. Trúin á Krist byggir ekki á því að við séum góð, hvað þá að við séum betri en aðrir.
Continue reading Galatabréfið 3. kafli
Galatabréfið 2. kafli
Kaflinn virðist byrja á lýsingu Páls á Postulafundinum og hvernig hann sættist við lykilmenn í hópi gyðingkristinna um skilning á fagnaðarerindinu. Hann segir þá sammála um að lykilatriðið í boðun kirkjunnar sé að minnast hinna fátæku, sem andsvar við náðargjöf Guðs. Hins vegar má líka vera að hér sé ekki um hinn formlega fund að ræða sem átti sér stað 48 e.Kr. Fullyrðingin um einkafund bendir til þess að hér sé jafnvel um að ræða samtal sem Páll tók þátt í fyrir árið 48 e.Kr.
Continue reading Galatabréfið 2. kafli
Galatabréfið 1. kafli
Galatabréfið er málsvörn Páls, uppgjör við hugmyndir sumra gyðingkristna að einvörðungu þeir sem fylgja lögmálinu, láta umskerast og fylgja hreinleikalögum Leviticusar geti verið kristnir.
Continue reading Galatabréfið 1. kafli
Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar
Með lögum um sóknargjöld nr. 97 frá 1987 breyttust forsendur þjóðkirkjusafnaða allverulega. Með lögunum komst festa á tekjur safnaðanna og möguleikar til að setja sér framtíðarplön um safnaðarstarf urðu möguleg sem aldrei fyrr. Continue reading Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar
Jóhannesarguðspjall 21. kafli
Það er búið að tala um krossfestinguna og upprisuna, en höfundur þarf enn að bæta við sögu af kjánalegri hegðun Péturs. Án þess að hugsa kastar Pétur sér fáklæddur út úr bát til að freista þess að verða fyrstur að hitta Jesús, þar sem hann stendur á ströndinni. Continue reading Jóhannesarguðspjall 21. kafli
Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Jesús kallar lærisveina sína til að breiða út fagnaðarerindið. Hann gengur út frá því við lærisveina sína að ef Guð er ekki miðlægur í fagnaðarerindinu sé það marklaust, gagnslaust. Sá sem boðar fagnaðarerindið án Guðs, visnar upp og verður eldinum að bráð. Sumir vilja túlka þetta sem helvítishótun. Það er oftúlkun, byggir á þörfinni til að aðgreina, til að senda þá sem eru öðruvísi til andskotans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Það er gospelpoplag sem ég hlusta stundum á sem er alveg rosalega grípandi, en guðfræðin óþolandi röng. Þegar MercyMe syngur “I Can Only Imagine” þá langar mig að syngja með, um leið og sjálfhverfan í söngnum fer í mínar fínustu taugar. Spurning Filippusar er eldri útgáfa af MercyMe villunni, hugmyndinni um að ef við bara sjáum Guð/Jesús þá verði allt æðislegt. Continue reading Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Jóhannesarguðspjall 4. kafli
Höfundi Jóhannesarguðspjalls er umhugað um að það komi greinilega fram að Jesús hélt sig fjarri “VIP” partýjum trúarleiðtoganna. Þegar leiðtogarnir veita honum of mikla athygli, er komin tími til að leggja land undir fót og hanga með almúganum. Það eru engir “Lilju og Hildar Lífar” komplexar hjá Jesú.
Continue reading Jóhannesarguðspjall 4. kafli
Frelsi fyrir aðra
Hugleiðing á æskulýðsdaginn 1999, flutt í Háteigskirkju. Lítillega lagfærð með tilliti til málfars og þroska.
Narcissus var eitt af goðum grísku goðafræðinnar og fallegasta vera sem nokkurn tímann hafði lifað. Goðið Echo varð ástfangið af Narcissusi og og gerði allt til að vinna ástir hans. Echo var hins vegar svo ólánsöm að á hana höfðu verið lögð álög. Það eina sem hún gat sagt var bergmál þess sem hún heyrði. Þegar Echo ætlaði að tjá Narcissusi ást sína, var það eina sem hún gat gert að endurtaka orð Narcissusar. Narcissus datt ekki í hug að eitthvað væri að hjá Echo, hélt að hún væri að gera att í sér með því að endurtaka allt sem hann sagði og gekk í burtu. Continue reading Frelsi fyrir aðra
Strákakristindómur
Ég tilheyri kvennastétt, ég er djákni. Vígðir djáknar í þjóðkirkjunni eru 40, þar af eru 5 karlmenn, ég, einn þeirra.
Fyrir nokkrum misserum fór ég eins og stundum áður á félagsfund Djáknafélags Íslands og hitti vinkonur mínar í félaginu. Ein þeirra vatt sér upp að mér og hóf að segja mér frá starfinu í Vatnaskógi. Continue reading Strákakristindómur
It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek
Donald E. Meek takes it personally. Celtophiles (59) and plastic surgeons (190) are stealing his cultural heritage and religion. The elements that make him what he is. Meek’s account of the events are scholarly based, witty, ironic, and at times his anger is quite visible. His humor is wonderful, and from time to time, I laughed out loud, as I read through his description of contemporary Celtic Christianity. At one time I put the library book aside, grabbed my computer and ordered my own copy from amazon.com, thinking that this was one of the text books I had to own.
Yes, I liked Meek’s book, his meekness in the introductory chapter, his way of confronting the contemporary Celtic Christianity and the way he stands up against what he considers to be a theft of his own personal identity. Continue reading It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek
Recruiting Volunteers
Recruiting volunteers still requires work, but the context has changed. Now there is awareness and pride where before was obligation. And that makes all the difference both for those who recruit and those who say "yes" to this opportunity for ministry.
Fake Christians
No matter their background, Dean says committed Christian teens share four traits: They have a personal story about God they can share, a deep connection to a faith community, a sense of purpose and a sense of hope about their future.
“There are countless studies that show that religious teenagers do better in school, have better relationships with their parents and engage in less high-risk behavior,” she says. “They do a lot of things that parents pray for.”
Dean, a United Methodist Church minister who says parents are the most important influence on their childrens faith, places the ultimate blame for teens religious apathy on adults.
Some adults dont expect much from youth pastors. They simply want them to keep their children off drugs and away from premarital sex.
Others practice a “gospel of niceness,” where faith is simply doing good and not ruffling feathers. The Christian call to take risks, witness and sacrifice for others is muted, she says.
“If teenagers lack an articulate faith, it may be because the faith we show them is too spineless to merit much in the way of conversation,” wrote Dean, a professor of youth and church culture at Princeton Theological Seminary.