Í dag var mér bent á auglýsingu frá Kristilegu skólahreyfingunni þar sem leitað er eftir einstaklingi með djákna- eða guðfræðimenntun til starfa sem starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar, KSH, í 50% starf. Þegar ég fékk vígslu sem djákni fyrir 17 árum þá var þetta draumaframtíðarstarfið mitt. Continue reading Kristilega skólahreyfingin
Tag: leadership
4. Mósebók 18. kafli
Það er stundum talað um hvernig 4. Mósebók sé fyrst og fremst rit helgihaldsins og prestanna. Nákvæmar útlistanir á hvers kyns tölulegum upplýsingum, ítarlegar lýsingar á helgihaldinu og áherslan á sérstöðu levíta gefa til kynna að textinn eigi uppruna sinn í musterinu. Continue reading 4. Mósebók 18. kafli
4. Mósebók 17. kafli
Ísraelsþjóðin lítur ekki svo á að Guð hafi tekið andstæðinga Móse og Arons af lífi. Það hafi verið verk þeirra bræðra, þannig að í fyrstu dregur ekki úr mótmælum. Guð er sagður senda drepsótt í búðirnar og en Aron og Móse bregðast við með friðþægingarhelgihaldi til að róa Guð. Continue reading 4. Mósebók 17. kafli
4. Mósebók 16. kafli
Þeir söfnuðust saman gegn Móse og Aroni og sögðu við þá: „Þið ætlið ykkur um of því að allur söfnuðurinn er heilagur og Drottinn er mitt á meðal hans. Hvers vegna hefjið þið sjálfa ykkur yfir söfnuð Drottins?“
4. Mósebók 14. kafli
Breytingastjórnun er tískuhugtak, í kirkjunni í BNA er talað um transformational ministry. Þetta er sérsviðið mitt og áður en ég tók tvær meistaragráður með áherslu á þessi mikilvægu fræðum, hafði ég upplifað að standa frammi fyrir söfnuði sem grét þær breytingar sem framundan voru, líkt og Aron og Móses. Það var kannski grátur kvenfélagskvennanna og hótanir og kvein unglinganna í æskulýðsstarfinu sem kallaði mig í frekara nám. Continue reading 4. Mósebók 14. kafli
4. Mósebók 13. kafli
Þegar Ísraelsþjóðin kemur til fyrirheitna landsins eftir dvöl í eyðimörkinni sendir Móse inn í landið til að skoða aðstæður. Þeir koma aftur og lýsa aðstæðum þar sem:
Það flýtur sannarlega í mjólk og hunangi og hérna eru ávextir þess.
4. Mósebók 11. kafli
Breytingar eru alltaf erfiðar og óvissa er óþolandi. Meira að segja fólk á flótta undan þrældómi getur þráð að komast aftur í öruggt skjól þrældómsins, fremur en að glíma við óvissa framtíð. Continue reading 4. Mósebók 11. kafli
4. Mósebók 4. kafli
Þegar 4. kaflinn er lesinn, í samhengi við 3. kaflann, vakna upp spurningar hvort að Levítar hafi haft stöðu þræla á þeim tíma sem reglurnar eru settar. Þar spilar inn í að þeir höfðu ekki heimild til að eiga eignir á sama hátt og aðrir. Continue reading 4. Mósebók 4. kafli
4. Mósebók 3. kafli
Hlutverk Levíta er skilgreint enn frekar hér í 3. kafla. Eftir andlát tveggja sona Arons, taka levítar að sér helgihaldshlutverkið, stíga inn í stað allra frumburða Ísraelsmanna.
[Guð hefur] sjálfur greint Levíta frá öðrum Ísraelsmönnum.
4. Mósebók 2. kafli
Upptalningin úr 1. kafla er endurtekin í öðrum kafla með upplýsingum um hvaða leiðtogi leiddi hvaða hóp. Aftur er tekið fram að levítar voru undanþegnir manntalinu.
4. Mósebók 1. kafli
Það er áhugavert í upphafi 4. Mósebókar að Guð segir hverjir eigi að vera leiðtogar hópsins, en um leið kemur fram að þeir hafi verið valdir af söfnuðinum. Aðgreiningin milli vilja Guðs og vilja safnaðarins er ekki alltaf skýr í textum Torah. Continue reading 4. Mósebók 1. kafli
How is the Church?
On the Ezra-Nehemiah scroll, we come across an interesting tension between Ezra 3 and Nehemiah 8. If redaction criticism is used to address the texts, it can be claimed that Nehemiah 7.72b-8.3 is in fact a twist on Ezra 3.1-5.* Both texts describe celebration in the seventh month. The texts start in exactly the same way.
Nokkrar greinar um ráðningarferli
Síðustu vikur hef ég verið að skoða nokkra fleti á ráðningarmálum presta í íslensku þjóðkirkjunni og datt í hug að taka saman vísanir á þá hér.
- 27. maí – Framtíðarsýn í starfsmannamálum á ispeculate.net.
- 30. maí – Framtíðarsýn í safnaðarstarfi á trú.is
- 4. júní – Fagmennska sem kemur á óvart á ispeculate.net
- 9. júní – Þankar um ráðningarferli og nýliðun ásamt séra Guðna Má Harðarsyni á trú.is.
Fagmennska sem kemur á óvart
Ég held að flestir séu sammála um að ákvörðun frú Agnesar M. Sigurðardóttur í tengslum við ráðningu sóknarprests í Seljakirkju hafi komið á óvart. Það að fallast ekki á rökstuðning valnefndar er óvenjulegt. Þegar litið er til þess frábæra starfs sem unnið er í Seljakirkju verður undrunin jafnvel meiri.
Framtíðarsýn í starfsmannamálum
Það eru spennandi tímar framundan í starfsmannamálum í kristilega geiranum á Íslandi. Það hefur verið bent á að fleiri prestsembætti hafa verið eða verða auglýst á árinu 2014 en dæmi eru um áður. Þá hafa nokkrir söfnuðir auglýst eftir djáknum (það voru reyndar fleiri djáknaauglýsingar s.l. sumar) og síðan finnst mér vert að nefna framkvæmdastjórastöðu KFUM og KFUK (þó vissulega sé KFUM og KFUK æskulýðshreyfing). Continue reading Framtíðarsýn í starfsmannamálum
Ævintýri í Vatnaskógi
Upphaflega birt í Morgunblaðinu föstudaginn 2. maí 2014.
Ljósmóðirin spurði okkur hvort að læknanemi í starfsnámi mætti vera viðstaddur fæðingu sonar okkar. Okkur fannst það sjálfsagt og ljósmóðirin gekk fram á ganginn til að bjóða læknanemanum inn. Þegar hann gekk inn á stofuna kynnti hann sig og við kynntum okkur. Hann leit á mig og spurði: „Varst þú ekki foringi í Vatnaskógi þegar ég var strákur?“
Að sjá að sér
Saga Páls er áhugaverð. Páll var hugsjónamaður, baráttumaður, hann var það sem hægt er að kalla á ensku „all-in”. Eftir nám í rabbískum fræðum, taldi hann það hlutverk sitt að berjast af krafti gegn villukenningum samtíma síns, m.a. fylgdarmönnum Jesú Krists, sem hafði nýverið verið krossfestur og að sögn fylgdarmannanna risið frá dauðum.
Að höndla verkefnið
Dóttir mín bauðst fyrir nokkrum vikum til að aðstoða við ljósastýringar á „Fiðlaranum á þakinu“ sem unglingaleikhús í St. Paul’s Episcopal Church er að setja upp. Boði hennar var tekið fagnandi en þegar hún mætti á staðinn fékk hún munnlegan lista yfir ljósabúnaðinn sem til var og spurð hvernig hún vildi vinna verkið. Continue reading Að höndla verkefnið
Haggaí 2. kafli
Musterið sem er byggt undir stjórn Serúbabel er augljóslega ekki jafn veglegt og Haggaí (eða Drottinn) hafði vonast eftir. Í þessum kafla er kallað eftir auknum metnaði. Continue reading Haggaí 2. kafli
Haggaí 1. kafli
Spádómsbók Haggaí er fyrst og fremst ákall um að flýta endurreisn musterisins eftir herleiðinguna til Babýlóníu.
Þið hafið vænst mikils en ykkur áskotnast lítið og ég hef blásið burt því sem þið fluttuð heim. Og hvers vegna? – Segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns sem liggur í rústum meðan sérhver ykkar er á þönum við eigið hús. Continue reading Haggaí 1. kafli