4. Mósebók 11. kafli

Breytingar eru alltaf erfiðar og óvissa er óþolandi. Meira að segja fólk á flótta undan þrældómi getur þráð að komast aftur í öruggt skjól þrældómsins, fremur en að glíma við óvissa framtíð.

Ísraelsmenn sakna fæðunnar í Egyptalandi. Einhæft mataræðið í eyðimörkinni er óþolandi. Reiðin, vælið og kvartið beinist að Guði og Móse. Ísraelsmenn upplifa mótlætið og vandamálin sem reiði Guðs. Meira að segja Móse er að því kominn að gefast upp:

Hvers vegna leikur þú þjón þinn svona grátt? Hvers vegna finn ég ekki náð í augum þínum svo að ég rísi undir byrði alls þessa fólks?

Lausnin felst í dreifðri ábyrgð. Sjötíu öldungar fá að upplifa anda Guðs á sérstakan hátt og taka á sig ábyrgð á verkefninu sem Móse upplifði að hann hefði haft einn.

Innskotið um meinta hættu af of mikilli andagift er áhugaverð, en Eldad og Medad fara í spámannlegan guðmóð og ógna að einhverra mati stöðu Móse. Það er nefnilega svo að þegar við útdeilum völdum og ábyrgð, þá getur verið að þeir sem hafa haft völdin finnist sér ögrað.

Frásagan um lynghænsnin í lok kaflans er áhugaverð. Eftir að hafa kvartað undan kjötskorti, sendir Guð lynghænsni í tjaldbúðina. Græðgin eftir að ná sem mestu kjöti tekur öll völd, en svo virðist sem kjötið hafi verið sýkt og „laust Drottinn [fólkið] þungri plágu.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.