4. Mósebók 12. kafli

Þessi frásögn er erfið. Mirjam og Aron áminna Móse vegna konunnar sem hann hafði tekið sér sem eiginkonu. Það eru fjölmargar leiðir til að túlka söguna og e.t.v. má sjá tvö meginstef sem er rétt að staldra við.

Fyrir það fyrsta er það áminning Mirjam og Arons. Þegar ég las textann yfir í fyrsta sinn, velti ég fyrir mér hvort áminningin byggði á því að Móses hafði þá þegar verið giftur og textinn fæli í sér gagnrýni á fjölkvæni. Ég staldraði ekki lengi við þá pælingu enda er líklegra að gagnrýnin felist í því að konan tilheyrði ekki Ísraelsþjóðinni. Það átti reyndar líka við um fyrri konu Móse, svo ef hér er ekki um sömu konu að ræða sem er hugsanlegt. Kús vísar til þess að konan hafi líkast til verið svört og skv. heimildum sem ég hef rekist á voru Mídíanítar fremur dökkir á hörund.

Það er líka hægt að velta fyrir sér í ljósi þess að þau gagnrýna Móses fyrir að taka sér konu frá Kús, hvort að gagnrýnin beinist e.t.v. fyrst og fremst að húðlit konunnar. Þ.e. áminning Mirjam og Arons sé rasísk sem útskýri viðbrögð Guðs að hluta.

Að Mirjam hafi orðið „snjóhvít af holdsveiki“ væri hægt að skilja sem vísun til þess hversu rasísk ummæli þeirra systkina voru.

Síðara meginstefið er ekki auðveldara viðfangs. Ef Aron og Mirjam lögðu gagnrýnina fram saman, hvers vegna var Mirjam einni refsað og Aroni sleppt? Refsing Arons virðist felast í að sjá refsinguna koma niður á Mirjam, en hann þarf ekki að svara fyrir gjörðir sínar að neinu leiti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.