4. Mósebók 4. kafli

Þegar 4. kaflinn er lesinn, í samhengi við 3. kaflann, vakna upp spurningar hvort að Levítar hafi haft stöðu þræla á þeim tíma sem reglurnar eru settar. Þar spilar inn í að þeir höfðu ekki heimild til að eiga eignir á sama hátt og aðrir.

Þó kemur þar á móti að þeir hafa ýmis réttindi og áhersla lögð í kaflanum á að skilgreina hlutverk þeirra með skýrum hætti, en þeir eru ekki aðeins upp á náð og miskunn eigenda sinna (afkomenda Arons) komnir eða hvað. Það kemur fram að ef leiðbeiningum er ekki fylgt í ystu æsar, þá liggur við því dauðarefsing.

Hver sem sjálfsákvörðunarstaða Levíta er, þá er orðið ljóst að ritarar 4. Mósebókar eru gagnteknir af tölulegum upplýsingum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.