4. Mósebók 5. kafli

Hættan af smitsjúkdómum er í forgrunni hér í upphafi 5. kaflans. Þeir sem eru holdsveikir, hafa útferð eða hafa snert lík, geta ekki búið í tjaldbúðinni. Á tímum ebólufaraldurs í Afríku er auðvelt að skilja þessar reglur, þó vissulega geti þær virkað harkalegar og framandi á okkur sem búum við hátæknisjúkrahús og sótthreinsunarklúta.

Við taka reglur um trúnaðar- og hjúskaparbrot, m.a. reglur um hvernig bregðast skuli við ásökunum eiginmanna um hjúskaparbrot eiginkvenna. En í því felst að eiginkonur skuli drekka vígt vatn með örlítill mold. Ef kona veikist, þá er hún talin sek, en að öðrum kosti telst hún saklaus.

Einhverjum kann að virðast aðfarirnar ógnandi gagnvart eiginkonum, en mér sýnist að hér sé fyrst og fremst um að ræða ferli sem ætlað sé að slá á afbrýðissemi karla og koma í veg fyrir að karlar geti haldið fram órökstuddum ásökunum á hendur kvenna, til að losna undan ábyrgð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.