Kreppa og/eða gerjun

Ég hlustaði á mjög áhugavert fræðsluerindi hjá Kristni Ólasyni fyrir nokkru síðan í Hallgrímskirkju um kreppu í kjölfar herleiðingarinnar. Þar kom fram að kreppur leiða til spurninga um hver við séum í raun. Þannig hafi hrunið í kjölfar herleiðingarinnar leitt til alsherjar uppgjörs í Jerúsalem. Textabrotum fortíðar er raðað saman og þjóðin eignast sameiningartákn í margbrotnum/margræðnum/mótsagnakenndum textum fortíðarinnar. Sjálfsmyndarleitin og þörfin fyrir sameiningartákn kallar um leið á aðgreiningu frá þeim sem tilheyra ekki, standa utan við.

Svipað var upp á teningnum á Íslandi og reyndar í keltneska heiminum í upphafi 19. aldar og ég spyr mig hvort að íslensku fornsögurnar og samantektir Snorra um miðja 13. öld séu af sama meiði. Tilraun til að endurskrifa fortíðina, í von um að rísa upp úr eymd og kreppu.

Hvaða texta skyldi íslenska þjóðin á 21. öld leita í. Ef ætlunin væri að endurheimta sjálfsmynd sína?

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar

Hamfarir, reiði, hatur og náð

Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”

Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.

Continue reading Hamfarir, reiði, hatur og náð

Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

Fall and Future

My family has finally drafted the next few steps on our journey. Jenny has accepted a two year Post Doc position at Duke University and SAMSI, but SAMSI is a partnership of Duke University, North Carolina State University (NCSU), the University of North Carolina at Chapel Hill (UNC), and the National Institute of Statistical Sciences (NISS). There she will have a wonderful opportunity to work with some of the most talented people in her field of Statistics. SAMSI is located in the Research Triangle Park, kind of in between Raleigh, Chapel Hill, and Durham. Continue reading Fall and Future

1. Mósebók 47. kafli

Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Ein af grunnstoðum nýfrjálshyggjunnar var/er andlát samfélagsins. Um það eru orð Margaret Thatcher: “There is no such thing as society: there are individual men and women, and there are families” kannski skýrasta dæmið. Án samfélags er engin ábyrgð á öðrum en þér sjálfum og þínum nánustu. Fréttin um slökkvilið smábæjar í Tennessee sem fór eins og eldur um sinu um miðríkin í BNA síðasta haust er dæmi um sigur nýfrjálshyggjunnar á samfélaginu. Nú og svo má nefna árásirnar á stéttarfélög í Wisconsin og Ohio nú á síðustu mánuðum. Continue reading Samfélagsleg ábyrgð (þankar í mótun)

Icesave auglýsingin mín

Ég get nú ekki sagt að mér hafi mikið til auglýsingar Egils Ólafssonar koma, enda ekki mikið um námagröft á Englandi á 15. öld, en sjálfsagt eitthvað. Eins fannst mér hallærislegt að sjá tilvísun í ameríska bíómynd í auglýsingu já-fólksins. Mér sýnist nefnilega á öllu að deilan snúist fyrst og fremst um hvaða viðhorf við höfum til einhverrar þekktustu sögupersónu íslenskrar bókmenntasögu.

Af þeim sökum ákvað ég að útbúa mína eigin hræðsluáróðursauglýsingu og notast við heimildatækni sem stundum er kennd við Hannes Hólmstein Gissurarson og tel það reyndar við hæfi.

1. Mósebók 11. kafli

Sagan um turninn í Babel er sagan um tilraun mankyns til að taka sæti Guðs. Þannig lærði ég hana alla vega í sunnudagaskóla. Þegar ég les hana í dag, þá les ég um menn sem ætla að byggja sér minnismerki til að verða frægir eins og stendur í íslensku þýðingunni, eða “make a name for ourselves” í NRSV. Ísland á síðasta tug tuttugustu aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu og fyrstu var fullt af svona fólki. Continue reading 1. Mósebók 11. kafli

1. Mósebók 9. kafli

Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli

1. Mósebók 8. kafli

Böðvar bendir réttilega á í athugasemd við 7. kaflann að nálgun mín á textanum er e.t.v. einhliða. Vissulega er hægt að sjá Nóa sögurnar sem áminningu um að illska mannsins geti orðið óbærileg fyrir Guð. Þannig má lesa sögurnar sem ákall um iðrun og yfirbót, kannski í svipuðum stíl og ræða Jónasar yfir Nínevubúum. Slíkur lestur var mér samt ekki ofarlega í huga, þegar ég las kaflann í gær.

En þá að 8. kaflanum. Þegar ég sé fréttamyndir frá flóðasvæðum, þegar ég sé myndir sem félagar mínir tóku á ströndinni í Jacmel, þar sem það leit út fyrir að vatnið væri að ganga á land fáeinum mínútum eftir skjálftann á Haiti, þá velti ég fyrir mér, hvaðan kemur allt þetta vatn og hvert fer það þegar flóðinu sjatnar. Continue reading 1. Mósebók 8. kafli

Ríkisábyrgðir og rangar þýðingar

Það er góð regla að hafa sig hægan þegar æsingurinn stendur sem hæst. Mig langaði samt að halda því til haga hér að fullyrðing um að ríkinu sé ekki heimilt að gangast í ábyrgðir fyrir innistæðutryggingasjóði er byggð á rangri þýðingu úr ensku. Ríkinu er óheimilt að gangast í ábyrgðir fyrir einstakar lánastofnanir eða banka skv. setningunni sem oft er vísað til af “nei”-fólki.

Hins vegar á þessi setning ekki við um tryggingasjóðinn sem Icesave málið snýst víst um. Enda er það þekkt í Evrópu að ríkið eða Seðlabankar séu í ábyrgðum fyrir tryggingasjóðina. Til að útskýra í hverju munurinn á þessu tvennu felst, þá er ríkinu óheimilt að veita einni ákveðinni lánastofnun fyrirgreiðslu í formi ríkisábyrgða, enda getur slíkt leitt til mismununar, sbr. gagnrýni íslensku bankanna fyrir hrun á Íbúðalánasjóð. Hins vegar er ekkert sem segir að ríkið geti ekki staðið á bak við tryggingasjóð sem tryggir jafnræði á markaði.

1. Mósebók 6. kafli

Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli

1. Mósebók 4. kafli

Sagan af Kain og Abel er margþætt. Á persónulegum nótum lýsir hún, öfund og ólund, glímir við reiði, sorg og eftirsjá. En hún er líka saga um spennu á milli akuryrkjusamfélaga með fasta búsetu og hirðingjasamfélaga. Ef til vill á sagan uppruna sinn í akuryrkjusamfélagi með léleg landgæði, sem hrekst frá einum stað á annan. Hugsanlega er hér um að ræða réttlætingu á því að til séu landlaus samfélög. Síðari hluti kaflans gerir síðan grein fyrir tilvist margvíslegra menningarhópa í frjósama hálfmánanum, þar sem í senn er gerð grein fyrir sérkennum þeirra og minnt á að þau eiga sér sameiginlegan uppruna.

1. Mósebók 3. kafli

Adam var ekki lengi í Paradís. Tími sakleysisins entist ekki lengi, frásagan sem hefst í 2. kaflanum kynnir til sögunnar blygðun og skömm, vitneskjuna um gott og illt. Guð er hér eins og í síðasta kafla í nánu samneyti við mannkyn. Tilraun Guðs til að vernda mannkyn frá veruleikanum mistekst, og e.t.v. kallast sagan á við söguna um Búdda og tilraunir föður hans til að halda honum frá eymdinni og óréttlætinu. Continue reading 1. Mósebók 3. kafli

Icesave í samhengi

Guðmundur Andri Thorsson (Vísir – Hengiflugið eða vegurinn) útskýrir um hvað Icesave snýst á mjög einfaldan og skiljanlegan hátt. Ég tek reyndar ekki undir hræðslu hans um dómstólaleiðina, enda helvítishótanir alltaf leiðinlegar. Þá sleppir hann því að stjórnvöld sem við kusum höfðu yfir að skipa eftirlitsstofnun sem hafði það hlutverk að fylgjast með hegðun bankanna og gaf þeim grænt ljós á innrásina í Bretland og Holland. Ekki nefnir hann heldur ferðalög ráðherrana okkar um Evrópu vorið 2008, til að sannfæra stjórnvöld á meginlandinu um að allt væri í lagi. En hann bendir á þetta: Continue reading Icesave í samhengi