Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi). Continue reading 1. Mósebók 14. kafli
Tag: God’s Plan
1. Mósebók 13. kafli
Abram hagnaðist gífurlega á Egyptalandsævintýrinu sínu. Við lesum um hvernig hann flytur hjörð sína og ættfólk í áföngum til Kanaansland og hvernig þessi mikli auður veldur því að hann og Lot ákveða að skilja skiptum. Abram heldur áfram til á landsbyggðinni og fær vilyrði Guðs fyrir landi til ræktunar og lífs fyrir sig og afkomendur sína. Lot flutti í borgirnar á sléttlendinu. Ein borg er nefnd til sögunnar sérstaklega, Sódóma, þar sem íbúarnir voru bæði illir og syndugir.
Líkt og áður getum við lesið að Abram reisir altari þar sem hann sest að, fyrst við Betel og nú í Hebron.
1. Mósebók 12. kafli
Frásagnirnar af Abram og Saraí eru um margt óþægilegar. Textinn í 1. Mósebók er eins og oft áður ofinn saman úr tveimur mismunandi heimildum, þannig virðast atburðir endurtaka sig, þegar farið er frá einni frásagnarhefðinni til annarrar. Jafnframt neyðir lestur textans mig til að takast á við stöðu Hagar og sonar hennar Ísmael. Síðast en ekki síst kallar textinn okkur til að velta fyrir okkur hvað það merkir að njóta sérstakrar blessunar Guðs. Hvort að mér takist gera þessu góð skil þegar ég skrifa mig í gegnum næstu 11-12 kafla verður síðan að koma í ljós.
Continue reading 1. Mósebók 12. kafli
1. Mósebók 9. kafli
Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli
1. Mósebók 7. kafli
Hér sjáum við hvernig sögurnar tvær renna saman í eina. Í J-heimildinni eru dýrin tvö og tvö, hvort af sínu kyni, en í prestlegu heimildinni eru dýrin orðin 7, enda talan ein af fjölmörgum heilögum tölum í trúarritum Ísraelsþjóðarinnar og tákn fullkomleikans. Continue reading 1. Mósebók 7. kafli
1. Mósebók 6. kafli
Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli
1. Mósebók 5. kafli
Nú er komið að fyrstu ættartölu Biblíunnar og það vekur athygli að allir urðu þeir fremur gamlir sem nefndir eru. Ég hef alltaf verið skotinn í hugmyndinni að talan sem nefnd sé, eigi við mánuði (tungl) en ekki ár (sól). Það hins vegar gengur vart upp þegar haft er í huga að þá var Kenan um 6,5 árs þegar hann átti sitt fyrsta barn. Continue reading 1. Mósebók 5. kafli
Skapaði Guð illgresið?
Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.
Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.
1. Mósebók 3. kafli
Adam var ekki lengi í Paradís. Tími sakleysisins entist ekki lengi, frásagan sem hefst í 2. kaflanum kynnir til sögunnar blygðun og skömm, vitneskjuna um gott og illt. Guð er hér eins og í síðasta kafla í nánu samneyti við mannkyn. Tilraun Guðs til að vernda mannkyn frá veruleikanum mistekst, og e.t.v. kallast sagan á við söguna um Búdda og tilraunir föður hans til að halda honum frá eymdinni og óréttlætinu. Continue reading 1. Mósebók 3. kafli
Jóhannesarguðspjall 20. kafli
Jæja, það er ekki nóg með að Pétur sé yfirleitt úti á þekju. Hann hleypur líka hægar en lærisveinninn sem Jesús elskaði. Hversu mikið “diss” er það að koma því að í mestseldu bók heims að félagi þinn hlaupi hægar en þú. Ef ég hef haft minnstu efasemdir um að lærisveinninn sem Jesús elskaði hafi komið að ritun Jóhannesarguðspjalls, þá eru þær efasemdir ekki lengur til staðar. Vá, þú ert að fara að tala um upprisu Jesú Krists, stærsta viðburð sögunnar og byrjar á því að tala um að þú hlaupir hraðar en félagi þinn Pétur. Djíí, ég verð að segja að þetta toppar eiginlega allt, nema kannski þá upprisuna sjálfa. Continue reading Jóhannesarguðspjall 20. kafli
Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Jesús kallar lærisveina sína til að breiða út fagnaðarerindið. Hann gengur út frá því við lærisveina sína að ef Guð er ekki miðlægur í fagnaðarerindinu sé það marklaust, gagnslaust. Sá sem boðar fagnaðarerindið án Guðs, visnar upp og verður eldinum að bráð. Sumir vilja túlka þetta sem helvítishótun. Það er oftúlkun, byggir á þörfinni til að aðgreina, til að senda þá sem eru öðruvísi til andskotans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Hver er trú mín?
Á tölvunni minni hefur núna í marga mánuði verið skjal sem ég rakst á einhvers staðar, en virðist verið upprunið í fermingarfræðslu lúthersks safnaðar í Humboldt, Iowa. Continue reading Hver er trú mín?
Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Það er gospelpoplag sem ég hlusta stundum á sem er alveg rosalega grípandi, en guðfræðin óþolandi röng. Þegar MercyMe syngur “I Can Only Imagine” þá langar mig að syngja með, um leið og sjálfhverfan í söngnum fer í mínar fínustu taugar. Spurning Filippusar er eldri útgáfa af MercyMe villunni, hugmyndinni um að ef við bara sjáum Guð/Jesús þá verði allt æðislegt. Continue reading Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Jóhannesarguðspjall 13. kafli
Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist taka ákveðna stöðu með Kalvín og útvalningarkenningu hans í 13. kaflanum (nú eða þá að Kalvín leiti í 13. kaflann til stuðnings sínum hugmyndum). Öllu og öllum er ákvörðuð stund og hlutverk. Frjáls vilji virðist ekki til í hlutverkum Júdasar, Jesús eða jafnvel Péturs. Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist sjá atburðarásina sem fyrirfram skrifað handrit af himnum. Þar sem hann situr og rifjar upp atburðina 50 árum áður, þá virðist allt passa saman. Jesús vissi, Júdas vissi og Pétur hefði átt að vita en var alltaf svolítið seinn. Continue reading Jóhannesarguðspjall 13. kafli
Jóhannesarguðspjall 1. kafli
Jóhannesarguðspjall er fyrsta guðspjallið sem ég glími við í þessum blogglestri. Áður en við hellum okkur í textann er rétt að taka fram að Jóhannesarguðspjall er yngst af guðspjöllunum fjórum. Það er kannski auðveldast að sjá með því að líta á upphaf hvers Guðspjalls fyrir sig. Við sjáum nefnilega glöggt hvernig staða Jesús þróast í hugum kristinna þegar líður á. Elsta guðspjallið, Markús, horfir til skírnar Jesús þegar hann er um þrítugt og markar hana í einhverjum skilningi sem komu Messíasar (meira um það í umfjöllun minni um Markús), Matteus og Lúkas eru uppteknir af því að Jesús hafi verið Messías strax frá fæðingu (nú eða getnaði öllu heldur). Jóhannes stígur hins vegar skrefinu lengra og heldur því fram að:
Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Continue reading Jóhannesarguðspjall 1. kafli
Frelsi fyrir aðra
Hugleiðing á æskulýðsdaginn 1999, flutt í Háteigskirkju. Lítillega lagfærð með tilliti til málfars og þroska.
Narcissus var eitt af goðum grísku goðafræðinnar og fallegasta vera sem nokkurn tímann hafði lifað. Goðið Echo varð ástfangið af Narcissusi og og gerði allt til að vinna ástir hans. Echo var hins vegar svo ólánsöm að á hana höfðu verið lögð álög. Það eina sem hún gat sagt var bergmál þess sem hún heyrði. Þegar Echo ætlaði að tjá Narcissusi ást sína, var það eina sem hún gat gert að endurtaka orð Narcissusar. Narcissus datt ekki í hug að eitthvað væri að hjá Echo, hélt að hún væri að gera att í sér með því að endurtaka allt sem hann sagði og gekk í burtu. Continue reading Frelsi fyrir aðra
Júdasarbréf
Þegar ég les Júdasarbréf rifjast upp fyrir mér þegar ég tók kúrs í “Organizational Behavior” sem er kenndur sem hluti MBA námsins við Capital University. Kennslustundin fjallaði um hvers kyns “borderline” hegðun og narcissisma. Kennarinn listaði upp nokkur mismunandi einkenni slíks atferlis og spurði hversu mörg okkar hefðu verið í verulegum samskiptum, nánu samstarfi eða unnið með a.m.k. einum einstaklingi sem sýndi fleiri en eitt þessara einkenna yfir lengri tíma. Continue reading Júdasarbréf
Embættisgengi enn á ný
Á nokkurra ára fresti velti ég fyrir mér hvað mig vantar upp á til að hljóta embættisgengi til prests í íslensku þjóðkirkjunni. Lagagreinin um skilyrði til embættisgengis hljóðar svona:
Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla og skal biskup um hið síðarnefnda atriði leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands. Continue reading Embættisgengi enn á ný
Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt
When a young person walks into a church, it’s a significant moment, because no one expects her to go and nothing pressures her to attend; instead, she enters the church looking for something. (16)
Tribal Church is one person’s attempt to put it out there; her thoughts and feelings about being a parent, a spouse, a seeker, a rostered church leader, a young adult, a person-in-debt, all while living in a world of constant changes and uncertainty. She addresses the struggle of being a follower of Christ in a world were young people outside the church walls “seem much more gracious, loving, and responsible, more consistent with Christ-like behavior.” (2) Continue reading Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt