Ég trúi…

Ég trúi á þann Guð sem er með. Þann Guð sem er upphaf og endir alls. Þann Guð sem gefur sig allan fyrir aðra. Þann Guð sem gengur á undan, gefur ekki eftir, stendur sannleikans megin jafnvel þegar sannleikurinn særir vinahópinn.

Ég trúi á Guð sem í Jesú Kristi steig óhræddur fram og gagnrýndi þá sem völdin höfðu. Ég trúi á Jesú Krist sem gekk til þeirra sem fundu sig á jaðrinum, ég trúi á Jesú Krist sem kallar mig til að feta í fótspor sín. Ég trúi á Jesú Krist sem gaf sjálfan sig fyrir aðra.

Ég er meðvitaður um syndina og sjálfhverfuna sem lýsir sér m.a. í að skrifa trúarjátninguna MÍNA. Ég er meðvitaður um illskuna sem býr í heiminum sem algóður Guð hefur skapað og glími við hvort frelsið sé illskunnar virði.

Ég trúi á heilagan anda Guðs sem hjálpar mér að sjá brot af Guðsríkinu, því fagra góða og fullkomna allt í kringum mig. Ég er þakklátur anda Guðs að hafa veitt mér innsýn í ríki sitt, bæði í sköpunarverkinu í heild og í gjörðum fólks sem ég hef fengið að mæta. Ég er þakklátur fyrir vonina um Guðsríkið, þakklátur fyrir að hafa mark til að stefna að.

Ég er misánægður með að Guð hafi kallað mig til þjónustu við sig. Ég er ekki viss um að Guð hafi endilega valið vel, hugsa oft að ég hafi hugsanlega misheyrt kallið. En ég leitast eftir að standa mig. Vitandi að þegar mér mistekst þá reisir Guð mig við.

Ég hef séð illskuna og afleiðingar hennar í gjörðum fólks eins og mín sem kallar sig Kristsfólk. En ég hef einnig séð Guð starfa í gegnum þá sem lofa Guð og ákalla. Ég hef séð fegurðina í baráttu trúaðra og trúlausra fyrir réttlæti, en svo sem líka séð sársauka og eymd þar sem hinir sterku kúga í krafti hefðar, vitsmuna, valds og venju.

Fyrst og fremst trúi ég á Guð sem skapar, frelsar, leiðir og elskar. Guð sem fyrirgefur og Guð sem stendur með hinum smáa í baráttunni fyrir réttlæti.

Reglurnar

Í mínum hluta skógarins hefur margt breyst. Það er minna en 10 ár síðan fagfólk og sjálfboðaliðar í kristilegu æskulýðsstarfi settu sér siðareglur og fóru á markvissan hátt að taka á óæskilegri hegðun samstarfsfólks. Fram að þeim tíma má segja að flestar siðareglur hafi lagt ofuráherslu á gagnkvæma virðingu kollega og snúist fyrst og fremst um starfsvernd og samstöðu þeirra sem tilheyrðu viðkomandi “gildi”. Þetta má sjá bæði í eldri siðareglum presta og lækna, sjálfsagt lögfræðinga líka. Continue reading Reglurnar

Hamfarir, reiði, hatur og náð

Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”

Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.

Continue reading Hamfarir, reiði, hatur og náð

Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

Mótsstaður Guðs og manneskja

Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).

Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Galatabréfið 6. kafli

Við eigum að leitast við að leiðrétta hvort annað. Við eigum að stunda sjálfskoðun, koma fram af hógværð og gera gott. Það stingur reyndar í augun þegar Páll segir “einkum trúsystkinum okkar.” Þó má benda á að hann notar “einkum,” ekki “einungis” eða “bara”. Það er samt spurning hversu mikil huggun það er.
Continue reading Galatabréfið 6. kafli

Galatabréfið 2. kafli

Kaflinn virðist byrja á lýsingu Páls á Postulafundinum og hvernig hann sættist við lykilmenn í hópi gyðingkristinna um skilning á fagnaðarerindinu. Hann segir þá sammála um að lykilatriðið í boðun kirkjunnar sé að minnast hinna fátæku, sem andsvar við náðargjöf Guðs. Hins vegar má líka vera að hér sé ekki um hinn formlega fund að ræða sem átti sér stað 48 e.Kr. Fullyrðingin um einkafund bendir til þess að hér sé jafnvel um að ræða samtal sem Páll tók þátt í fyrir árið 48 e.Kr.
Continue reading Galatabréfið 2. kafli

1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli

1. Mósebók 18. kafli

Sagan úr síðasta kafla er endurtekin hér. Hér er Guð reyndar, Guð kvöldsvalans, sá sem gengur um meðal fólksins síns, Guð J-hefðarinnar, Jahve. Jahve mætir að tjaldi Abrahams í fylgd tveggja manna, Abraham virðist þekkja hann og býr til veislu, biður Söru um að baka flatkökur, lætur slátra kálfi og býður upp á mjólk og skyr (skv. íslensku þýðingunni alla vega). Jahve vill ekki bara ræða við Abraham líkt og El áður, hann vill að Sara heyri einnig erindið. Nú, er það Sara sem hlær og meðan hlátur Abrahams í 17. kaflanum var vegna þess að hann efaðist um að 100 ára karlmenn gætu getið börn og níræð kona alið það, þá hlær Sara fyrst og fremst að tilhugsuninni að sofa hjá gamla karlinum. Continue reading 1. Mósebók 18. kafli

Gospel of John – Chapter 9

As a response to Pastor Al’s sermon this morning I decided to translate one section of my Bible blog. The chapter I have chosen is naturally chapter 9 of John’s Gospel, the gospel reading for today. The idea with the Bible blog is to write down thoughts and speculations that arise when I read through the whole Bible, publishing a chapter a day here on iSpeculate.net. I hope my translation is slightly more accurate than Google Translate would be. Continue reading Gospel of John – Chapter 9

1. Mósebók 6. kafli

Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli

Skapaði Guð illgresið?

Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.

Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.

Continue reading Skapaði Guð illgresið?

Hvað er sannleikur?

Prédikun upphaflega flutt í Hjallakirkju í Kópavogi í september 1998.

Lokum augunum og reynum að sjá fyrir okkar lítið myndbrot. það er snemma morguns, við stöndum í stórum, tignarlegum salarkynnum þar sem ekkert virðist hafa verið sparað til að gera allt sem glæsilegast. Continue reading Hvað er sannleikur?