Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Daníelsbók 4. kafli
Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar. Continue reading Daníelsbók 4. kafli
Daníelsbók 3. kafli
Nebúkadnesar gerir kröfu um skilyrðislausa hlýðni og dýrkun, sem hetjurnar okkar Sadrak, Mesak og Abed-Negó geta ekki samþykkt vegna trúar sinnar og samvisku. Continue reading Daníelsbók 3. kafli
Daníelsbók 2. kafli
Nebúkadnesar hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart loddurum, hvort sem þeir eru særinga-, galdra- eða spásagnafólk. Fyrst þeir hafa svona góða tengingu við hið yfirnáttúrulega eiga þeir ekki aðeins að ráða drauma, heldur ættu að geta sagt frá því hver draumurinn var upphaflega. Aðeins þannig getur Nebúkadnesar dæmt um raunverulega tengingu miðlanna. Continue reading Daníelsbók 2. kafli
Daníelsbók 1. kafli
Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.
Markúsarguðspjall 16. kafli
Lærisveinarnir eru hvergi í fyrri hluta þessa kafla. Það eru konurnar sem hafa ekki yfirgefið Jesú, þó þær hafi upplifað hann tekin frá þeim. Þegar þær vitja grafarinnar þá sjá þær að steininum hefur verið velt frá. Inni í gröfinni sjá þær ungan mann. Continue reading Markúsarguðspjall 16. kafli
Markúsarguðspjall 15. kafli
Lýðræði er versta stjórnarformið, ef frá eru talin öll önnur stjórnarform sem reynd hafa verið. (Winston Churchill, í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947)
Vissulega var ekkert raunverulegt lýðræði til staðar í tíð Jesú Krists, en samt ákveður Pílatus að leyfa lýðnum að velja. Pílatus í Markúsarguðspjalli er ekki hræddur líkt og sá í Jóhannesarguðspjalli. Hann er undrandi og virðist ekki telja að Jesús sé hættulegur rómverska heimsveldinu. Continue reading Markúsarguðspjall 15. kafli
Markúsarguðspjall 14. kafli
Konan sem þvær Jesús með dýrum smyrslum kallar á sterk viðbrögð. Viðbrögð sem ég geri mig oft sekan um og eru næstum jafn klassísk í umræðum um alla hluti og setningin „já, en hvað með blessuð börnin.“ Continue reading Markúsarguðspjall 14. kafli
Markúsarguðspjall 13. kafli
Jesús boðar lærisveinum sínum ekki bjarta framtíð og margir NT-fræðingar benda á að þessi texti gefi til kynna að höfundur Markúsarguðspjalls hafi upplifað ofsóknir þá þegar hann skrifar textann.
Markúsarguðspjall 12. kafli
Dæmisaga Jesú í 12. kaflanum er harkaleg og kallast á við frásögu Fjodor Dostojevski í The Grand Inquisitor í Karamasov bræðrunum. Guð fól þjóð sinni allt, þegar spámennirnir komu og kölluðu eftir réttlæti og friði, voru þeir svívirtir, sbr. Jeremía og fleiri. Continue reading Markúsarguðspjall 12. kafli
Markúsarguðspjall 11. kafli
Að koma fram sem sá sem valdið hefur, kýrios er gríska orðið í 3. versinu, er það sem einkennir þessa frásögn. Fyrir nokkrum árum var ég mjög upptekinn af því að valdið er í höndum þess sem tekur sér það. Í umræðum við samnemendur mína í Trinity Lutheran Seminary, sagði ég oft „Claim Your Authority“. Í þessum kafla mætum við Jesú sem hefur valdið, eða öllu fremur tekur sér valdið. Continue reading Markúsarguðspjall 11. kafli
Markúsarguðspjall 10. kafli
Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli
Markúsarguðspjall 9. kafli
Við erum sum í guðfræðigeiranum sem afgreiðum spádóm Jesú um komu Guðsríkisins í fyrsta versinu með hugmyndinni um „proleptic“ endalokaguðfræði (e. eschatology). Continue reading Markúsarguðspjall 9. kafli
Markúsarguðspjall 8. kafli
Þessi kafli markar þáttaskil í Markúsarguðspjalli. Fram að þessu hafa lærisveinarnir horft í aðdáun, hræðslu og undrun á kraftaverkamanninn Jesú, en í miðjum 8. kaflanum segir:
Þá tók Jesús að kenna þeim… Continue reading Markúsarguðspjall 8. kafli
Markúsarguðspjall 7. kafli
Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli
Markúsarguðspjall 6. kafli
Það vita allir sem hafa farið á skóla-„reunion“ að það er rétt eins og tíminn hafi staðið í stað. Sá sem var nörd er ennþá nörd, sá sem var flottur er ennþá flottur (jafnvel þó tíminn hafi ekki leikið viðkomandi vel). Continue reading Markúsarguðspjall 6. kafli
Markúsarguðspjall 5. kafli
Hér ágerist stefið um hættulegu breytingarnar. Þegar Jesús stígur úr bátnum mætir honum sinnisveikur maður (haldinn illum öndum). Veikindi hans eru vel þekkt. Hann ræður ekki við sig, hann hrópar og stundar sjálfsmeiðingar. Þegar veiki maðurinn sér Jesús óttast hann að nú séu breytingar framundan. Continue reading Markúsarguðspjall 5. kafli
Markúsarguðspjall 4. kafli
Jesús er meðvitaður um að orð hans falla ekki alls staðar í góðan farveg. Hann leitast við að nota dæmisögur og líkingamál en meira að segja lærisveinarnir eiga í erfiðleikum með að skilja hvert hann er að fara með orðum sínum. Continue reading Markúsarguðspjall 4. kafli
Markúsarguðspjall 3. kafli
Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli
Markúsarguðspjall 2. kafli
Frásögnin af vinunum sem rjúfa gat á þakið heima hjá Jesú, til að láta lama mann síga niður til hans er oft notuð í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og kristinna félagasamtaka. Continue reading Markúsarguðspjall 2. kafli