Jesaja 23. kafli

Sýn Jesaja nær lengra en margra annarra spámanna Gamla testamentisins. Hann sér allan hin þekkta heim sem viðfangsefni Guðs Ísraelsþjóðarinnar. Stefið er áfram um stórveldin sem rísa og hnigna, hann vísar til Tarsis og Sídon, Kanverja og Kaldea. Allar þjóðir eiga sinn blómatíma áður en hrunið kemur og það kemur.

Viðrar vel til loftárása

http://vimeo.com/12256355

It was during Nato’s bombing of Yugoslavia in 1999. A weather reporter at the National Broadcast Television in Iceland said in a sarcastic protest, while talking about the weather around Beograd:

Það viðrar vel til loftárása. (e. it’s a preferable weather for airstrikes)

This statement was used later as the name for a song by Sigur Rós. The music video is filmed in Hvalfjörður, approx 50 minutes north of Reykjavik. A painful but mesmerizing story about love and hateful homophobia

Jesaja 17. kafli

Áherslan hjá Jesaja er ekki fyrst og fremst kallið til iðrunar líkt og hjá Jeremía, heldur sú staðreynd að stórveldi (og smáríki) munu rísa upp, hnigna niður og hverfa. Vissulega spilar inn í þessa hringrás (ef það er rétta orðið) að fólk gleymir Guði, en það er hluti ferilsins. Í uppsveiflunni og á góðæristímanum gleymist Guð, en þegar herðir að þá… Continue reading Jesaja 17. kafli

Jesaja 16. kafli

Upplausn og endalok Móab er Jesaja hugleikin og áhugavert að endalok Móab kemur einnig fyrir í skrifum Jeremía næstum 150 árum síðar. Hér eru rúsínukökur notaðar sem táknmynd hjáguðadýrkunar, en rúsínukökur Móabíta koma við sögu m.a. í Ljóðaljóðunum (á jákvæðan hátt) og í 3. kafla Hósea. Continue reading Jesaja 16. kafli

Jesaja 15. kafli

Þegar við lesum spámenn Gamla testamentisins er ekki alltaf auðvelt að vita og sjá hvort þeir séu í skrifum sínum að vísa til þess sem er, var eða verður. Þannig velti ég fyrir mér hvort hernaðaraðgerðin gegn Móab sem hér er lýst, sé vitnisburður um það sem hefur gerst, vísun til atburða sem eru í gangi eða framtíðarsýn Jesaja. Continue reading Jesaja 15. kafli