Jesaja 26. kafli

Hann hefur lítillækkað þá sem bjuggu á hæðum,
steypt hinni háreistu borg,
steypt henni til jarðar
og varpað henni í duftið.
Hún var troðin fótum,
fótum fátækra,
tröðkuð iljum umkomulausra.

Réttlæti Guðs felst í að snúa samfélaginu á hvolf. Þeir sem ráða og ráðskast með aðra verða undir, en fátækir og umkomulausir fá uppreisn æru. Lýsingar Jesaja eru lýsingar þess sem býr við misrétti og órétt. Í skrifunum felst von um að réttlætið sigri, um leið og þau lýsa vonleysi í garð þeirra sem hafa fram til þessa hafnað réttlætinu sér til framdráttar og til eigin ágóða.

Við sem lifum í samfélagi alsnægta og forréttinda, ættum að staldra við þennan texta, ekki til að hneykslast á því að Guði sé lýst sem ofbeldisfullum, heldur vegna þess að við erum viðfang ofbeldisins að mati Jesaja. Við sem brjótum á þeim fátæku og umkomulausu, vegna kerfislægs óréttlætis eigum ekki bjarta framtíð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.