Jesaja 22. kafli

Fall Jerúsalem var fyrirséð, þegar Guð kallaði til iðrunar var ekki hlustað.

Guð, Drottinn allsherjar,
hvatti menn á þeim degi til að gráta og kveina,
til að raka á sig skalla og gyrða sig hærusekk.
En þess í stað ríkti glaumur og gleði,
naut voru felld, sauðum slátrað,
kjöt snætt og vín drukkið:
„Etum og drekkum
því að á morgun deyjum vér.“
En Drottinn allsherjar lét hljóma í eyrum mínum:
„Þessi sekt verður yður ekki fyrirgefin
fyrr en þér deyið,“
segir Guð, Drottinn allsherjar.

Þegar hnignuninni lýkur mun þjón Guðs, Eljakím Hilkíason, kallaður til endurbyggingar. Naglinn sem var búin að koma sér vel fyrir í kerfinu, er líklegast vísun til einhvers forvera hans sem ekki var Guði þóknanlegur. Það er ekki ósennilegt að Jesaja hafi litið svo á að friðarhöfðinginn í 9. kaflanum hafi átt að vera Eljakím, þó að við sem segjumst kristinn teljum okkur vita betur í ljósi reynslunnar og sögunnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.