Jesaja 14. kafli

Upphafið hér virðist ekki í samhengi, framtíðarsýn þar sem Ísraelsmenn munu að nýju setjast að í landi sínu og ríkja yfir þeim sem kúguðu þá áður. 

Jesaja talar svo áfram um hrun Babýlóníu sem lýst er í 13. kaflanum og gleðst yfir því að hrun Babýlóníu þýði að Ísraelsþjóðin sé hólpin (alla vega í bili).

Jafnvel kýprustrén fagna yfir þér
ásamt sedrustrjánum á Líbanon:
„Fyrst þú ert að velli lagður
kemur enginn hingað til að fella oss.“

Jesaja ásakar valdhafa í Babýlóníu um mikilmennskubrjálæði. Þeir héldu sig æðri Guði.

Nú ertu fallinn af himni,
ljósberi, sonur morgunroðans.
Nú ert þú að velli lagður,
sigurvegari þjóðríkja.
Þú sagðir við sjálfan þig:
„Ég skal stíga upp til himins,
ofar stjörnum Guðs,
þar skal ég reisa hásæti mitt.
Á þingfjalli guðanna tek ég mér sæti,
yst í norðri.
Ég skal stíga ofar hæstu skýjum,
líkjast Hinum hæsta.“
En þér var varpað niður til heljar,
í hina dýpstu gryfju.

Hér er ekki um táknræna mynd af Lúsífer eða satan að ræða, alla vega ekki af hendi Jesaja. Hér er einfaldlega lýst leiðtoga sem heldur sig ekki þurfa að svara gagnvart neinum. Það á jafnt við um leiðtoga Babýlóníu sem þessum orðum er beint sérstaklega að og leiðtoga Assýríu og Filistea.

Hið sögulega fall af himnum ofan, er ekki fall ljósengilsins Lúsífers eða Satans með stórum staf. Fallið er falið í hegðun þeirrar manneskju sem setur sig hærri Guði, sem telur að eigið ágæti og snilld sé yfir gagnrýni hafið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.