Jesaja 24. kafli

Heimsendalýsing Jesaja er hrein og bein. Sömu örlög bíða allra.

Eitt gengur yfir prest og alþýðu,
húsbónda og þræl,
húsfreyju og ambátt,
seljanda og kaupanda,
lánardrottin og lánþega,
okrara og skuldunaut hans.
Jörðin verður gereydd,
rænd og rúin öllu,
því að Drottinn hefur sagt það.

Lýsingar Jesaja rýma við heimsendaspámenn allra tíma, hvort sem þeir eru trúaðir, vísindasinnaðir eða íslenskar rokkgoð.

Þegar Jesaja segir

Jörðin fölnar og sölnar,
jörðin skrælnar og sölnar,
hinir æðstu á jörðinni blikna.

og íbúar hennar verða sekir,
því brenna jarðarbúar upp,…

Þá segir Bubbi

Þið munuð öll, þið munuð öll,
þið munuð öll deyja.
Þið munuð öll, þið munuð öll,
þið munuð öll deyja.
Þið munuð stikna, þið munuð brenna
Þið munuð stikna, þið munuð brenna

Feður og mæður
börn ykkar munu stikna.
Dauðinn situr á atómbombu
hún fer ekki framhjá.

En í aðstæðum endalokanna munum við sjá dýrð Guðs. Þegar vonin ein er varla eftir, getum við hvílt í trausti þess að Guð sé með.

Drottinn gaf og Drottinn tók, blessað sé nafn Drottins, virkar oft mjög harkalega á þá sem þekkja ekkert annað en líf í alsnægtum. En í samfélagi ófriðar, óvissu, stríðsátaka og náttúruhamfara breytist allt, dýrð Guðs, von og friður verður mælikvarði lífsins.

One thought on “Jesaja 24. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.