Af einhverjum ástæðum hefur persónulegt bréf Páls til Fílemons fundið leið inn í kanón Biblíunnar. Innihald bréfsins er blátt áfram og einfalt. Þrællinn Onesímus virðist hafa flúið eiganda sinn Fílemon. Á flóttanum hittir Onesímus Pál og tekur í kjölfarið trú á Jesú Krist. Continue reading Fílemonsbréf
Author: Halldór Guðmundsson
3. Mósebók 27. kafli
Ritið endar á upplýsingum um hvernig rétt er að fylla út skattskýrslur og þar gegna prestarnir mikilvægu hlutverki í að verðmeta eignir.
3. Mósebók 26. kafli
Guð gerir kröfu um að lögunum sé framfylgt, aðeins þá
…mun [ég] reisa bústað minn mitt á meðal ykkar og ekki hafa neina óbeit á ykkur. Ég mun ganga um mitt á meðal ykkar, vera Guð ykkar og þið verðið þjóð mín. Continue reading 3. Mósebók 26. kafli
3. Mósebók 25. kafli
Hugmyndin um fagnaðarárið (Jubilee) er rótfest í þeirri heimsmynd að allt sé guðsgjöf. Hugmyndin gerir ráð fyrir að á 50 ára fresti sé gert upp, þjóðin slaki á í auðsöfnun og treysti á það sem Guð gefur. Landamerki séu færð til upprunalegs horfs. Continue reading 3. Mósebók 25. kafli
3. Mósebók 24. kafli
Hlýðni við Guð er lykilatriði. Ljósastika á að stöðugt að loga fram fyrir samfundatjaldinu. Tólf brauð skulu lögð fram fyrir Guð hvern hvíldardag. Væntanlega sem áminning um hvaða tólf ættkvíslar tilheyra Guði í raun og veru. Continue reading 3. Mósebók 24. kafli
3. Mósebók 23. kafli
Upptalning á hátíðum í þessum kafla er áhugaverð fyrir þær sakir að áherslan er á hvíldina, en ekki innihald hátíðanna. Þannig er ekki útskýrt hvers vegna haldnir eru páskar og hátíð hinna ósýrðu brauða, heldur eingöngu að á þeim dögum skuli ekki vinna og halda samkomur. Continue reading 3. Mósebók 23. kafli
3. Mósebók 22. kafli
Guðsmynd þessa texta er ekki aðlaðandi fyrir alla. Guð hafnar öllu sem ekki er óaðfinnanlegt, eða e.t.v. öllu heldur prestarnir. Einungis hinir fullkomnu og frábæru hafa séns. Enn á ný kallast textinn í 3. Mósebók á við frásöguna af Faríseanum og tollheimtumanninum í Lúkas 18.
Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.
3. Mósebók 21. kafli
Það er hægt að sjá þróun í 3. Mósebók, reglurnar verða strangari, áherslan á aðgreiningu eykst. Krafan um „fullkomnun“ magnast. Nú eru líkamlýti illa séð, það er ekki lengur rými fyrir blinda, halta, þá sem hafa klofna vör, kramin eistu eða krypplinga. Continue reading 3. Mósebók 21. kafli
3. Mósebók 20. kafli
Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli
3. Mósebók 19. kafli
Afram heldur upptalning á lögum og reglum. Einkenni upptalningarinnar er trúmennska gagnvart Guði, góðgerðir og heiðarleiki. Daglaunamaður skal fá greitt samdægurs, meinsæri er óheimilt, koma skal vel fram við fatlaða, taka tillit til fátækra. Continue reading 3. Mósebók 19. kafli
3. Mósebók 18. kafli
Upptalningin hér í 3. Mósebók er ítarleg. Textinn gerir ráð fyrir fjölkvæni sem veruleika, en megininntakið er skilgreiningar á sifjaspelli. Kynmök tveggja karlmanna eru bönnuð og þá er lagt bann við mökum við dýr í textanum. Forsendur bannsins eru þær að þessi hegðun hafi tíðkast hjá öðrum þjóðum, m.a. í Egyptalandi og Kanaanslandi. Þær þjóðir sem hafi iðkað þessa siði hafi mátt finna fyrir refsingu Guðs, þær hafi misst landið sitt. Brot við þessum lögum kallar því á útlegð. Continue reading 3. Mósebók 18. kafli
3. Mósebók 17. kafli
Hér koma síðan reglur um slátrun dýra. Heimaslátrun er sem sé óheimil, væntanlega af heilbrigðisástæðum. Alla vega er alveg skýrt að við slátrun skal mör vera brenndur og blóð fjarlægt og einvörðungu prestarnir hafa heimild til slíks. Viðurlög við heimaslátrun eru ströng. Continue reading 3. Mósebók 17. kafli
3. Mósebók 16. kafli
Þessi texti er fyrst og fremst helgihaldstexti. Árlega,
[á] tíunda deginum í sjöunda mánuðinum skuluð þið fasta og ekki vinna neitt verk, hvorki innfæddir né aðkomumenn sem búa á meðal ykkar, því að á þessum degi er friðþægt fyrir ykkur svo að þið hreinsist. Frammi fyrir Guði verðið þið hreinir af öllum syndum ykkar. Continue reading 3. Mósebók 16. kafli
3. Mósebók 15. kafli
Þriðja Mósebók er líklega það rit sem oftast er vísað til þegar talað er um að Biblían sé úrelt, vitlaus og/eða skaðleg. Í fyrstu fjórtán köflunum er reyndar fátt sem bendir til þess nema ef vera skyldu reglur um svínakjöt og skelfisk, sem þó eru ósköp skiljanlegar í því samhengi sem ritið er skrifað. Þá má auðvitað gagnrýna prestaáherslu ritsins, en sú gagnrýni er nú sjaldnast áberandi. Continue reading 3. Mósebók 15. kafli
3. Mósebók 14. kafli
Umfjöllun um holdsveiki heldur áfram. Nú er áherslan á formlegt ritúal eftir að einstaklingur hefur læknast af veikinni. Eins og áður er gert ráð fyrir að fórnargjafir séu í samræmi við fjárhagslega burði þess sem læknast hefur. Það er líka mikilvægt að skilja að helgihaldinu sem er lýst hér er ekki ætlað að vera töfralækning, heldur einvörðungu formleg staðfesting á að viðkomandi einstaklingur sé orðinn hreinn. Continue reading 3. Mósebók 14. kafli
3. Mósebók 13. kafli
Lögin hér á undan snúast um að vernda samfélagið sem heild. Einstaklingar voru sjaldnast mikilvægari en heildin í samfélagi fortíðar. Einstaklingshyggja á kostnað heildarinnar er nýtt fyrirbæri í heimssögunni og lítt þekkt og enn síður skilið annars staðar en í hinum vestræna heimi. Continue reading 3. Mósebók 13. kafli
Prestskosningar
Hugmyndin um prestskosningar er um margt áhugaverð frá lúthersku sjónarhorni, embættismannaskilningi, hugmyndum um þjóð- eða ríkiskirkju. Continue reading Prestskosningar
3. Mósebók 12. kafli
Reglur fyrir sængurkonur eru næst á dagskrá. Konum er gert að halda kyrru fyrir í 33 daga eftir fæðingu sveinbarns en 66 daga eftir fæðingu stúlkubarns. Þeim er ekki heimilt að koma inn í helgidóminn á þessum tíma. Að þessu hreinsunartímabili loknu skal hún leggja fram brennifórn og syndafórn til helgidómsins. Hér er enn á ný gert ráð fyrir að fórnargjafir séu í samræmi við fjárhagslega getu, en ekki föst stærð. Continue reading 3. Mósebók 12. kafli
3. Mósebók 11. kafli
Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin). Continue reading 3. Mósebók 11. kafli
3. Mósebók 10. kafli
Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana. Continue reading 3. Mósebók 10. kafli