3. Mósebók 16. kafli

Þessi texti er fyrst og fremst helgihaldstexti. Árlega,

[á] tíunda deginum í sjöunda mánuðinum skuluð þið fasta og ekki vinna neitt verk, hvorki innfæddir né aðkomumenn sem búa á meðal ykkar, því að á þessum degi er friðþægt fyrir ykkur svo að þið hreinsist. Frammi fyrir Guði verðið þið hreinir af öllum syndum ykkar. 

Dagur endurlausnarinnar, Yom Kippur, er enn í dag mikilvægasti hátíðsdagur gyðinga. Hér í Shaker Heights er leitast við að hafa enga íþróttakappleiki á vegum skólans. Knattspyrnudeildin sem ég þjálfa fyrir, fellir niður hefðbundna leiki, enda er þetta hin árlegi Hvíldardagur með stóru H, þar sem fjölskyldan safnast saman og utanaðkomandi dagskrá er ekki í boði.

Textinn lýsir fórnarathöfninni í samfundatjaldinu ítarlega, það er þó eitt sem vekur athygli. Það er hlutkestið um geithafrana.

Þá skal Aron kasta hlutkesti um geithafrana og er annar hluturinn fyrir Drottin og hinn fyrir Asasel.

Hver er Asasel?

Íslenska þýðingin frá 2007, setur inn athugasemd um að Asasel hafi verið skrýmsli sem hélt til í eyðimörkinni. Eldri hugmyndir eiga uppruna sinn í sjötíumannaþýðingunni (Septuagint) úr hebresku á grísku á annarri öld fyrir Krist. Þýðingu sem alla vega Páll postuli þekkti og líklega allir skrifarar Nýja testamentisins. Þar er hebreska orðið skilið sem „sent á braut“ og þannig kemur geitin sem er gefin Asasel inn í enskar þýðingar fram á 20. öldina sem „scapegoat“, án nokkurar vísunar til Asasel.

Persónan eða öllu heldur engillinn Asasel kemur reyndar fyrir í apókrýfska ritinu Enoksbók sem var skrifað einhvern tímann á þriðju til fyrstu öld fyrir Krist, þar af leiðandi eftir skrif 3. Mósebókar. Þar er Asasel sagður vera einn af föllnu englunum sem gerðu uppreisn gegn Guði, jafnvel tengdur við englanna sem giftust konum manna í 1. Mósebók 6. kafla.

Hér má nefna að Enoksbók er að jafnaði ekki eitt þeirra apókrýfsku rita sem fylgir Biblíuþýðingum, þó tvær eldri kirkjudeildir í austanverðri Afríku telji bókina hluta af kanón Biblíunnar.

Enoksbók virðist leitast við að gera grein fyrir hver Asasel sé, með því að tengja saman sögur af hinum föllnu englum, sögunni um engla sem giftust konum og Asasel sem fær fórnargjöfina á Yom Kippur. Þessi nálgun Enoksbókar virðist ganga út frá tvíhyggjuhugmyndum, baráttu góðs og ills, þar sem gyðingar taka enga áhættu og fórna bæði til góða aflsins og þess illa.

Auðvitað er hægt að velta alskonar fyrir sér. Var Asasel e.t.v. valdamaður í öðrum „tribe“ sem þurfti að halda góðum? Var þetta klassíska skrýmslið úr bíómyndum sem þarf að róa? Eða er e.t.v. þýðing sjötíumannanna gild og um var að ræða táknræna athöfn þar sem geithafurinn hljóp fram af klettum með syndir þjóðarinnar (s.b.r. svínin í Markús 5).

Það er alla vegana áhugavert að hluti helgihaldsins er að kasta upp á hvor fær hvaða geithaf að fórn, Guð og Asasel.

One thought on “3. Mósebók 16. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.