3. Mósebók 17. kafli

Hér koma síðan reglur um slátrun dýra. Heimaslátrun er sem sé óheimil, væntanlega af heilbrigðisástæðum. Alla vega er alveg skýrt að við slátrun skal mör vera brenndur og blóð fjarlægt og einvörðungu prestarnir hafa heimild til slíks. Viðurlög við heimaslátrun eru ströng.

[S]á maður skal teljast sekur um blóðsúthellingu. Hann hefur úthellt blóði og skal upprættur úr þjóð sinni.

Ef þú ætlar að tilheyra þessu samfélagi, þá notast þú við vottað sláturhús. Á sama hátt er þess krafist að sá sem borðar sjálfdautt dýr, þrífi sig mjög vel að því loknu. Að öðrum kosti…

…skal hann taka afleiðingum sektar sinnar.

Viðbót: Í þessum kafla er hörð gagnrýni á þá sem fórna til geitapúkanna. Sumir telja að geitapúkar séu leyfar af átrúnaði í eyðimörkinni og áðurnefndur Asasel hafi e.t.v. verið höfuðguð geitapúkanna. Ef svo er þá, er ljóst að fórnin til Asasel í 16. kaflanum, er gagnrýnd hér í þeim 17.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.